Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ aðstoð hjúkrunarfræðings. Upplýsingar um hversu mikið þarf að leiðrétta hverju sinni eru skráðar í stýritölvu leysitækisins. „Við notum gátlista, svipaðan þeim sem notaður er í flugtaki, til að auka öryggi,“ segir Þórður. „Ann- ar slær tölurnar inn og hinn fer yf- ir á eftir,“ segir hann. Hann bend- ir líka á að þetta nána samstarf þeirra félaga byggist á því að þeir geti treyst hvor öðrum eins og sjálfum sér og víst er að þeir félagar eru samstilltir bæði í leik og í alvöru. Fólk er vakandi meðan á að- gerðinni stendur. Þeir sem kjósa geta fengið róandi lyf áður en að- gerðin hefst. Augað er deyft og því haldið opnu með sperru, plata lögð á augað og 0,16 mm þykkur flipi lagaður af hornhimnunni. Flipp- anum er lyft ofan af og hann lagð- ur til hliðar. Leysigeislarnir eru síðan notaðir til að breyta lögun hornhimnunnar og flipinn lagður á sinn stað á eftir. Eftir nokkrar mínútur hefur flipinn límst aftur og sárið lokast. Yfirleitt tekur að- gerð á hvoru auga 10-15 mínútur og deyfingin fer úr á 2-3 klukku- stundum. Allajafna eru bæði augu löguð í sömu aðgerð. „Fólk finnur ekki sársauka vegna þess að sár þarf að vera á yfirborðinu til að það finnist. Skurðarlínan grær á tæpum sólar- hring,“ segir Eiríkur. Hornhimnan er lifandi vefur Strax daginn eftir er sjónin orð- in nokkuð eðlileg og margir koma í eftirskoðun þann dag akandi á eig- in bíl. Það má þó búast við því að sjónin þurfi nokkrar vikur til að aðlagast og verða stöðug, í sumum tilfellum getur það jafnvel tekið nokkra mánuði. í flestum tilvikum tekst aðgerð- in vel og fólk þarf ekki lengur að nota gleraugu, sérstaklega ef sjón- in var ekki mjög erfið fyrir aðgerð. Þeir sem sjá mjög illa gætu aftur á móti þurft að slá af kröfum sínum og sætta sig við einhverja gler- augnanotkun t.d. við akstur í myrkri og við fínvinnu ýmiss kon- ar. Sýkingar eru fátíðar en sam- kvæmt tölfræðiútreikningum má gera ráð fyrir að sýking verði eftir eina af hverjum 5000 aðgerðum. Margir finna fyrir augnþurrki eftir aðgerðina og sumir kvarta undan því að sjónin sé þokukennd eða lakari í rökkri en hún var fyrir aðgerð. Kannanir hafa sýnt að lík- ur á þessum aukaverkunum eru minni þegar lasik-aðferðinni er beitt en þegar leysigeislunum er skotið beint á hornhimnuna, þ.e. PRK. Auk þess lagast þær alla- jafna með tímanum. Helsti vandinn sem upp getur komið er þegar augun bregðast við leysigeislunum á óvæntan hátt og sjónlagið verður annað en til stóð. Skýringin á því er sú að hornhimn- an er lifandi vefur og „við erum ekki öll eins,“ eins og Eiríkur orðar það. Það kemur því stundum fyrir að það þurfi að betrumbæta árangur aðgerðarinnar með endurtekinni leysimeðferð. Þá þarf þó ekki að skera nýjan flipa heldur einungis að lyfta þeim sem skorinn var í fyrri aðgerðinni. Samkvæmt rann- sókn sem gerð var í Bandaríkj- unum á síðasta ári þurftu u.þ.b. 5% þeirra sem fóru í lasik-aðgerð að fara aftur. Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaðinum af aðgerðinni enda telst hún til lífsstílsaðgerða á svipaðan hátt og fegrunaraðgerðir. „Það fer nokkuð eftir því hvernig aðgerðin tekst hvort fólki finnst hún dýr eða ekki. Fólki finnst verðið yfirleitt ekki hátt þegar vel gengur," segir Eiríkur. „Vissulega má segja að ef sjón- lagsgallar hefðu alltaf verið leið- réttir með aðgerðum, þættu okkur gleraugu stórkostleg uppgötvun. En gleraugun komu fyrst og leysi- aðgerðir til að losa fólk undan oki gleraugna hafa fallið hér í frjóan jarðveg sem annars staðar. Vegur og vandi leysiaðgerða vegna sjón- lagsgalla mun eingöngu aukast og verða víðtækari á komandi árum,“ segir Þórður. Morgunblaöiö/Ásdís „Ég varð jafnvel að setja upp gleraugu þegar ég talaði í síma.“ HÚN SÉR eins og örn en þdtt menn segi gjarn- an að þeir trúi ekki fyrr en þeir sjái er hún enn vantrúa. Þar til fyrir skömmu var Unnur Gunnarsddttir mjög nærsýn og hún hefur verið háð gleraugum eða augnlinsum frá því um 10 ára aldur. Nú eru engin gleraugu á náttborð- inu hennar, hún sér niður á tærnar á sér og hún getur gengið með nefið upp í rigninguna. „Þetta er dtrúlegt,“ segir Unnur, sem í gamni er kölluð „sjáandinn" heima hjá sér. Unnur fdr í leysiaðgerð á augunum fimmtu- daginn 5. oktdber. „Ég fdr í aðgerðina klukkan 11 um morguninn. Ég var búin að fá pössun fyrir Álfheiði Stellu ddttur mína til klukkan 5 sama dag. Þegar hún kom heim sá ég dtrúlega vel frá mér. Um kvöldið horfði ég á sjdnvarps- fréttimar og gat lesið textann." Strax daginn eftir sá hún betur en hún hafði gert með gleraugum. Unnur frétti af leysiaðgerðunum í útvarps- þætti á laugardegi f byrjun september. Hún hringdi strax í vikunni á eftir, beið í hálfan mánuð eftir skoðun og annan hálfan mánuð eftir aðgerðinni sjálfri. En var hún aldrei hrædd? „Jú, ég var hrædd, t.d. um að þetta gæti gengið til baka. Ennþá er ég ekki viss um að ég vakni að morgni með sjdnina. En ég fékk strax traust á læknunum, þeir eru svo ömggir í framkomu," segir hún. Hún segir að sér hafi þd fundist tor- tryggilegt að annar læknirinn var sjálfur með gleraugu en að hún hafi rdast þegar hún áttaði sig á því að það geta ekki allir sem kjdsa farið í aðgerðina. Unnur segist aldrei hafa verið fullkomlega sátt við að þurfa að nota gleraugu. Sérstaklega hafi það verið henni erfítt á unglingsárum. „Það er svo mikil fötiun að sjá svona illa. Mað- ur kemst ekkert án gleraugna eða án þess að vera með Iinsur en auðvitað lét maður það ekki hindra sig. Okkur lijdnunum finnst t.d. mjög gaman að fara í ferðir upp á hálendið. Það er ekki þægilegt að lenda í sandstormi þegar maður er með linsur, maður gerir það bara einu sinni.“ Unnur er í barneignaleyfi um þessar mundir. Hún segir það mikinn létti að vakna til ddttur sinnar eftir að hún fékk fulla sjdn. Áður var það hennar fyrsta verk að þreifa eftir gleraug- unum, jafnvel í niðamyrkri. „Það hljdmar kannski furðulega en ég heyrði ekki þegar ég var gleraugnalaus. Ég varð jafnvel að setja upp gleraugun á meðan ég talaði í síma.“ Unnur segir að það hafi komið sér á dvart. að hún skyldi ekki finna fyrir neinu á meðan á að- gerðinni stdð. „Mér fannst verst þegar dúk- urinn var tekinn af á eftir. Það var eins og þeg- ar maður rífur af sér risaplástur. Áður en ég fdr í aðgerðina sá ég ekki spjaldið hjá augn- lækninum. Ég sá bara ljdsið. Daginn eftir að- gerðina sá ég allt spjaldið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.