Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 53

Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 5« * Teikning af teppinu sem hann gaf til bænahúss gyðinga í Chania. Hann sat við frá morgni til kvölds í þijá mánuði. Teppið yfir brúðarsængina er ofið úr silki Michalis lumar á ættargersemum, yfir 200 ára og skreytt með rauðum rósum. teppum sem ömmur hans ófu, þegar rautt var aðalliturinn. Ferðamenn nútímans á þessum slóðum vilja Qölbreyttara litaval. Hefðbundinn poki undir heiman- mund sem ungu stúlkurnar þurftu að fylla af ofnum dúkum, teppum og koddaverum áður en þær giftu sig. fallegum dúkum og teppum,“ segir Michalis. Leyndir ættargripir „Opnaðu skápinn og sýndu ís- lensku konunni dýrgripina þína,“ segir Portia. „Þú getur ekki ímynd- að þér hvað hann geymir þar,“ segir hún við mig. Og ég fæ að kíkja á leynda ættargripi. Michalis dregur fram yfir hundrað ára teppi sem langamma hans óf, rautt er höfuðlit- urinn eins og áður tíðkaðist, en mynstrin svo margbrotin að langamma hans hefur örugglega al- ist upp við fjölbreytileika og litadýrð blómanna. Ofið silkiteppi með rauð- um þverröndum og smáblómum var eitt sinn breitt yfir brúðarsæng hjá formóður Michalis. Mannshár eru ofin í sum teppin til að gera þau sterkari. „Þetta er poki undir heim- anmundinn," segir Michalis og sýnir okkur ofinn poka sem nær honum undir mittisstað. „Þennan poka þurftu ungu stúlkurnar að fylla af vefnaði áður en þær gengu í hjóna- band.“ Ofna hirðingjakápan minnir á klæðnað hjarðmanna biblíutímans, dökkbrún hettukápa, ökklasíð og þung. „Hún er svona þéttofin til að regn nái ekki í gegnum vefnaðinn,“ segir Michalis. Sla-ítið að sjá hlífð- arflík hirðingjans fyrir ekkert alltof löngu. Já, ég fékk að skyggnast inn í gamla tímann, skoða listvefnað kvenna sem eru löngu horfnar af sjónarsviðinu - en vefari dagsins á Krít er ekki síður listrænn, Michalis langar til að verk sín veki fólk til innri íhugunar, eins og sönn lista- verk eiga að gera. Hann sýnir okkur teikningu af veggteppi sem hann gaf til bænahúss gyðinga í Chania. „Við teppið sat hann í þrjá mánuði frá morgni til kvölds - og tók ekki eyri fyrir vinnuna,“ segir Portia, vefar- inn okkar hugsar ekki bara um að græða peninga. Bænahúsið „Sýnag- óga Etz Hayyim“ er í húsasundi rétt hjá Roga, friðsælt að setjast þar og skoða teppið hans Michalis. Fyrstu sögur af gyðingum á Krít eru frá 4. öld fyrir Krist, ekki löngu eftir að Alexander mikli lagði undir sig Austurlönd nær. Stofnun nýrra borga eins og Alexandríu dró til sín fjölda gyðinga og þaðan komu þeir til Krítar. í skuggsjá gamla tímans Roga dregur áfram til sín og gamli borgarhlutinn. Síðdegis, þeg- ar sólin er farin að lækka á lofti, er ég aftur sest á trébekkinn framan við vefstólinn. ,Auðvitað þiggurðu kaffibolla. Á Krít er enginn að flýta sér.“ Það er erfitt að standast góða kaffið hjá Michalis og sögurnar hans. „Nú skal ég segja ykkur hvemig götulífið var þegar ég var ungur. Þá sneru vefarakonurnar snældunni á leið sinni á markaðinn og í kirkjuna. Þær létu aldrei verkið falla úr höndum sér. Þær kenndu mér að hver mínúta dagsins er dýr- „Veistu hvemig krítverskur karlmaður á að vera? Krít er karlaveldi, skal ég segjaþér...“ Frændi úr fjallinu kom til að hjálpa með ullarbandið - talaði ekki stakt orð í ensku, en brosti því meira! mæt. Á vissum árstíma útbjuggu all- ar konur kalitsounia (baka) fyllt með sætum osti og smurt eggjarauðu svo að það glansaði. Síðan bám þær all- ar deigið á stóram bökunarplötum til bakarans sem bakaði deigið fyrir fáeinar drökmur. Allt síðdegið streymdu konurnar upp og niður götuna með stóra plötumar fullar af bökum. Vinur minn, Kousis, gerði sér eitt sinn góðan leik með þetta. Hann stóð á götuhorninu og renndi slíkum vonaraugum á ilmandi bök- urnar að hver kona gaf honum eina. í hvert skipti sagði vinur minn að hennar baka væri sú langbesta sem hann hefði smakkað. „Hvað þú ert yndislegur drengur," sögðu konurn- ar og gáfu honum tvær þrjár til við- bótar. í lok dagsins stóð Kousis uppi með yfir hundrað bökur sem hann fór með í krána um kvöldið og seldi fyrir góðan pening. Allir vissu að Kousis var góður drengur sem skrökvaði ekki. Hver einasta kona var með bestu bökuna sem hann hafði smakkað - þær vora allar best- ar! Fyrsta stóra breytingin í Chania var þegar rafmagnið kom árið 1958. Áður voram við með næturljós frá olíulömpum sem héngu á járnkrók- um á veggjunum. Olíulamparnir hanga enn uppi, ef rafmagnið skyldi fara. Áður en rafmagnið kom fóram við að sofa þegar fuglarnir hættu að syngja á kvöldin og á fætur þegar þeir byrjuðu að syngja á morgnana. Þá miðaðist dagatalið okkar við af- mæli ættingja og helgidaga heilagra manna. Dyrnar á Roga opnuðum við fyrst 1974. Áður unnum við á bak við lukt- ar dyr, heimanmundur mátti ekki sjást fyrr en á nýju heimili brúð- arinnar. Árið 1975 var hefðbundinn grískur vefnaður í lægð, vefarar vora gamaldags og bundu sig of mikið við rauða og gula liti. Heima- unna ullin var líka gróf miðað við mýkri, verksmiðjuunna ull. Lífið í Chania var afar ólíkt því sem það er núna. Þá vora hér moldarstígar, ekki hellulögð stræti. Sum húsin era enn með ljóta leðjuskrapara framan við útidyrnar - þeir útskornu eru komnir á söfn. Fólki fannst hlægi- legt að einhver skyldi borga fyrir að fá að taka þá. Okkur hættir til að gleyma gildi daglegra nytjahluta; Borgin hellulagði strætin 1975-’76. í fyrstu hellulögninni gleymdust skolplagnh-, svo að grafa varð upp aftur. I annað skipti gleymdust símalagnir. Þegar búið var að hellu- leggja í þriðja sinn kom í ljós að símalagnir voru aðeins fyrir 60 fjöl- skyldur, en um 300 bjuggu í hverf- inu svo að götumar vora grafnar upp einu sinni enn. Um svipað leyti og þeir hjá borginni vora endanlega búnir að helluleggja - var ég búinn að tileinka mér nýja tækni í vefnaði. Árið 1976 voru fáir ferðamenn héma en fór fjölgandi og ferðamannaiðn- aður jókst ár frá ári. Fjöldi fólks sem ekki hafði komið nálægt vefnaði fór nú að selja verksmiðjuunnin teppi - með myndum af höfrangum og í öllum þessum bláu litum sem líkjast alls ekki hafinu. Brátt voru allar gull- og leðurbúðir í Chania farnar að selja teppi með höfranga- myndum og telja ferðamönnum trú um að þau væra handunnin. Eftir 1980 hafði sala á handunnum vefnaði dregist svo saman að hefði ég ekki átt Roga og íbúðina fyrir ofan hefði ég ekki klofið þetta. En þessi ódýra teppi slitnuðu fljótt og fólkið fór að sækja til mín aftur. Ullin min er hrein og sterk og íbúar í Chania era búnir að sjá að handunnar vörar era bestar.“ Krítversk handiðn - gamlar hefðir Michalis vefari fer ekki troðnar slóðir, er hvorki dæmigerður Krít- verji af gamla skólanum né sá sem vill tileinka sér nýja atvinnuhætti. Hann er heitsár út í þróun þjóð- félagsins og lætur það heyrast. „Nú vilja allir vinna með tölvur eða í ferðaþjónustu, það gefur svo mikla peninga. Allt sem kemur frá „þorp- inu“ hristum við af okkur, eins og „þorpsi"ykið“ af skónum okkar, lok- um á gamlar hefðir líkt og væra þær vændiskonur sem við þurfum að skammast okkar fyrir. Nú þykjast allir ungir Grikkir koma frá Áþenu, það þykir svo fint. Og ungar stúlkur kjósa frekar að þjóna ferðamönnum en sitja við vefstólinn.“ Ungar stúlk- ur á Krít fá ekki lengur ofin teppi í heimanmund. Nú kaupa þær verk- smiðjuunna vöra eins og flestir. Síð- asti vefarinn er líka orðinn háður ferðamönnum. „Eftir að ferðamenn hætta að mestu að koma um miðjan september fer ég að vinna úr pant- anabókinni minni.“ Pantanabókin hans Michalis er skemmtilega skrautleg, teikningar af mynstrum og litum sem viðskiptavinirnir velja. „Eg fæ flestar pantanir frá Banda- ríkjunum, aðallega Kaliforníu. Margar koma líka frá Belgíu, Bret- landi, Þýskalandi og Hollandi. Nú endist mér varla veturinn til að vinna úr öllum pöntunum sumars- ins.“ Ekki er hægt að segja um vef- arann okkar að hann sé heimamað- ur, sem aldrei hafi farið út fyrir landsteinana. Michalis er verkfræð- ingur frá Montreal-háskóla í Kan- ada og vann eftir námið um tíma í Flórída, en fjölskyldutengsl era sterkari en atvinna hjá flestum Grikkjum. Michalis hikaði ekki við að fara úr góðri vinnu í Bandaríkj- unum til að hjálpa móður sinni yfir sumarmánuðina árið 1976, þegar hún ákvað að breyta jarðhæðinni í þessu aldagamla feneyska fjöl- skylduhúsi í vefstofuverslun. Hún talaði hvorki ensku né þýsku og þurfti á syni sínum að halda til að- stoðar með viðskiptavinina. „Strengurinn togar sterkt þegar þú ert fæddur nálægt sjónum, þú sakn- ar sjávarseltunnar og villtu jurtanna,“ segir Michalis, sem kom alkominn til Chania árið 1979 ásamt Önju, þýskri vinkonu frá Dresden,^. sem nú er eiginkona hans. Anja er lærður vefari og náinn samstarfs- maður. Vefstóllinn togaði fastar í hann en verkfræðin. Mannlíf stræt- isins hefur líka togað fast. Útskorni bekkurinn framan við vefstólinn, með sínum litríku teppum og púð- um, togar mann til sín. Ég stend sjálfa mig að því að langa í kaffísopa og spjall hjá Michalis. Kaffið hans er frábærlega gott og gestir hans á tré- bekknum litskrúðugir. Þar situr sjó- barið seglskútufólk af Miðjarðar- hafi, komið langar leiðir "<t<~ ævintýraleit. Fólk sem þráir um- ræðu um tilgang lífsins. Vefarinn okkar er heimspekingur. „Ég held að heimurinn gæti sameinast ef við losuðum okkur við eymdina sem er ótrúlega auðvelt - að mínu áliti,“ segir Michalis og slær skyttunni fast á „nornatennurnar" orðum sínum til áherslu. „Þegar ég var nemi í Mont- real vora fleiri milljónir eggja eyði- lagðar á hveijum degi og milljónir tonna af appelsínum. Til hvers? Jú, til að halda verðinu háu. Af hverju er þetta ekki gefið sveltandi fólki í Afríku? Það myndi bjarga milljón- um manna. Ég veit hvernig það er að leggjast til svefns með tóman maga. Við vorum mjög fátæk og ^ mamma sauð iðulega „villt gras“ sem hún bragðbætti með sítrónu, salti, olíu og örlitlu smjöri og gaf okkur. Ég er ennþá með gras í mag- anum frá því ég var sex ára. Hjá mömmu þýddi ekki að fúlsa við matnum. Þú varst að gjöra svo vel að ljúka við allt úr skálinni. Lífið hefur kennt mér, að annaðhvort borðar maður brauðið sitt með svínakjöti eða ediki.“ Síðustu orð Michaelis era trúlega krítverskt máltæki. Nú er vetur á Krít og fáir ferðamenn trafla vefarann í Roga. Hann getur nú lagst yfir gamlar mynsturbækur, skoðað safngripina frá ömmu sinni og langömmu - ein- beitt sér að því að endurvinna gömul krítversk mynstur sem hann dáir. Michalis er með sköpunina í blóðinu og heil auðæfi af sérþekkingu eða eins og hann sjálfur segir: „Ekkert í heiminum vildi ég heldur gera. Handvefnaður er líf mitt.“ Hugsjón hans er að halda krítverskum hand- vefnaði lifandi. Ekki fer hjá því að gestur sem sest oftar en einu sinni á gestabekkinn hjá vefaranum, þiggur kaffibolla og vínglas verði að kaupa eitthvað. Michalis er búinn að taka niður pöntun á dúk á borðstofuborð- ið mitt, með fiskamynstri og norna- tönnum. Ég er ekki frá því að ég* opni kampavínsflösku þegar dúkur- inn kemur - kannski sendi ég líka ljósmynd til vinar míns, vefarans mikla frá Krít. • Roga, verslun Michalis og Önju, er í Odos Zambeliou 61 í gamla borgarhlutanum í Chania. Hlustið eftir skellum skyttunnar, þá getið þið ekki villst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.