Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 42
42 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fluga, veitt og sleppt í Litluá PÁLMI Gunnars- son tónlistarmaður og Erling Ingvason tannlæknir á Akur- syri hafa tekið Litluá í Keldu- hverfi á leigu til næstu tíu ára. Fyrirkomulagi veiða ánni verður gerbylt. Framvegis verður einungis leyfð fluguveiði og 'iski skal sleppt aftur. „Þetta fyrirkomulag verður neginreglan, ef menn draga ein hvern einstakan fisk sem þeir vilja láta atoppa upp þá er það í lagi og eins yrði aldrei amast við því að menn hirtu einn fisk í pottinn. En að öðru leyti ætlumst við til þess að menn sleppi fiskum sínum. Áin hefur verið í dálitlum öldudal síðustu ár- in og við teljum að það verði að stíga þetta skref,“ sagði Pálmi í samtali við Morgunblaðið. Litlaá í Kelduhverfi er að mörgu leyti einstök á íslandi. Aðalfiskur Morgunblaðið/Einar Guðmann Veiðistaðir ofarlega í Litluá. Myndin er úr loftmyndasafni Einars Guðmanns á Akureyri. , _ r nálgast jól og áramót og af því tilefni senda Samtök áhugafóLks um áfengis - og U' vímuefnavandann öllum skjólstæðingum, félagsmönnum, starfsmönnum, vinumog velunnurum samtakanna bestu óskir um gleðilega jólahátið og gott ogfarsælt komandi ár og gifturílca tíma. Við hlökkum til jólahátíðarinnar ogvonumað starf samtáka okkarþetta ársemerað líða hafi stuðlað aðþví að sönn jólagleðifái að ríkja á semflestum heimilum í landinu. Við þökkum íslensku þjóðinnifyrírþannfráhæra stuðning sem hún hefur veitt okkur áþessu árí sem er að líða. Með ykkar stuðningi hefur okkur tekist að lyfta Grettistaki og með ykkar stuðningi munum við halda áfram baráttu okkar og setja takmarkið sífellt hærra. Við þökkum Alþingi Islendinga og Ríkisstjóm fyrír skilning ogleiðveislu við hugsjónamál okkar í baráttunni við áfengis- ogvímuefnavandann. Við óskum Islendingum öllum gleðilegra jóla og Guðs blessunar. Stjórn Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Við byggjum upp starf sem byggir upp fóik #* hennar er sjóbirtingur sem hefur verið veiddur á vorin og snemma sumars er hann gengur til sjávar og síðan aftur síðsumars og um haustið. Aftur á móti hefur veiðum verið hætt í ágústlok til þessa, ein- mitt er göngur hafa verið að hressast. Um hásumarið hafa menn verið að kroppa upp bleikju og hefur þá oft verið dræmt. Þessu ætla nýju leigutakarnir að breyta. „Við færum opnunina líklega fram í miðjan maí. Það eru engir horgemlingar á vorin í þessari á eins og austur á Klaustri. Það er svo mikil framleiðsla í Litluá að vorfiskurinn er feitur og pattara- legur. Síðan verður ánni meira og minna lokað um hásumarið nema við verðum kannski með eitthvert fjölskylduvænt fyrirkomulag sem á eftir að útfæra nánar, en síðan verður veitt fram á haustið eins og annars staðar þar sem sjóbirtingur gengur í ár. Með því að sleppa fiski gerum við okkur vonir um að ná upp sterkum stofni af stórum fiski. Litlaá er þekkt fyrir mjög stóra sjóbirtinga, 15 til 20 punda ófreskjur og þetta er fiskur sem verður mjög gamall, 15 til 25 ára. Menn hafa beitt veiða-sleppa að- ferðinni til að ná upp sjóbirtings- stofnum, t.d. í frægum ám í Arg- entínu sem voru komnar að fótum fram. Þær eru nú heimsfrægar fyrir veiðisæld og stóra fiska. Það væri ekki leiðinlegt að geta komið Litluá í þann gæðaflokk, en til þess hefur hún alla burði,“ segir Pálmi. Lax í þorskamaga Miklar vangaveltur eru ævinlega um hvað verður löxum að fjörtjóni í úthafinu. Ein kenning af mörgum er að þorskstofninn sé að ganga af laxinum dauðum. Fyrir skemmstu veiddist gríðarstór þorskur á línu suður af landinu. Var hann ristur upp á dekkinu og meðal þess sem vall út úr honum var 5 punda lax. Þorskurinn er mikið matargat sem kunnugt er og vílar ekki fyrir sér að éta næsta þorsk ef hungrið sverfur að. Ekki er því ólíklegt að eitthvað af laxi endi daga sína á þennan hátt þótt mönnum þyki ef til vill með ólíkindum að tiltölulega hægsyndur fiskur á borð við þorsk geti náð jafn spretthörðum fiski og laxi. En máltækið segir að það haf- ist með hægðinni og laxinn er oft- ast sjálfur upptekinn af því að éta í sjónum og því á vissan hátt ber- skjaldaður. :0 > ra ro -i cn ro cn <D (/> ftí lK Nýtt - nýtt Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.