Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 35
 I : SUNNÚ'ÖÁGUR k DESEMBER 2000 4 35 Sagan um „Heims um ból“ Morgunblaðið/Sverrir ÁRIÐ 1943 var gefin út lítil bók um „Heims um ból“, sögu lags og ljóðs. Höfundur var Hertha Pauli, en þýð- andi Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri Kennaraskóla íslands. í formála að þessari bók segir Freysteinn Gunnarsson, að liðin séu 125 ár frá því að sálmurinn og lagið „Heims um ból“ hafi orðið til. Hins vegar var íslenski sálmurinn eftir Sveinbjöm Egilsson, rektor, ortur árið 1849. Hann er ekki þýðing á þýska sálminum, en í ljóðmælum Sveinbjarnar Egilssonar er sálmur- inn kallaður „Jólasöngurinn" og þar stendur: „Lagið og hugsunin er tekin eftir þýska kvæðinu: Stille Nacht.“ Þessi hugljúfa frásögn um sálminn og lagið við hann er tæpar 90 blaðsíð- ur. Hér er því stiklað á stóru og end- ursögð helstu atriði. Hverfum rúmlega 180 ár til baka - til ársins 1818 - til ævagamals sveitaþorps í dalverpi í austurrísku Ölpunum. Eftir miðju þorpinu renn- ur straumþung á. Skammt frá henni stendur hvít kirkja, hrörleg og elli- leg. Tum hennar er hár með rauðum toppi. Allt í kring em lágreist bændabýli, dreifð eins og litlir kjúk- lingar í kring um stóra hvíta hænu með rauðum kambi. Og sum býlin standa hæira - uppi í fjallshlíðunum. Þarna bjuggu bændur og fáeinir handiðnamenn. I öllu þorpinu voru aðeins 2 menntamenn, presturinn sr. Jósep Mohr og kennarinn Franz Xaver Gmber, sem einnig var org- elleikari í kirkjunni. Ungir menn og aðfluttir og góðir vinir, er hittust hvem sunnudag og sungu saman. Gmber söng bassa, sr. Mohr tenór og hann lék undir á gítar. Orgel áttu þeir ekki fremur en annan verald- legan auð. Og börnin í þorpinu stóðu í'yrir utan prestsetrið, hlustuðu, kinkuðu kolli hvert til annars og sögðu: Nú syngja þeir saman, prest- urinn og kennarinn. Kirkjuorgelið var í ólagi og orgelsmiðir, sem gerðu við þessi dýrmætu hljóðfæri, vom fá- ir, og leita þurfti langt til þess að fá einn slíkan. Á aðfangadag jóla árið 1818 var sr. Mohr einn í skrifstofu sinni. Þá var barið að dymrn. Bóndakona úr fjöll- unum, með grófgert skjal yfir herð- um, stóð úti fyrir. Kveðja hennar var: Jesús Kristur sé lofaður. Hún sagði sr. Mohr, að barn hefði fæðst í húsi fátæks kolagerðarmanns og for- eldrarnir vildu, að presturinn kæmi og veitti því blessun sína svo að það mætti lifa og dafna. Sr. Mohr fór með konunni. Þau komu að hrörleg- um kofa. Þar logaði dauft ljós, ung kona lá þar inni, brosandi og sæl með nýfætt barn í örmum sínum. Sr. Mohr veitti móður og bami blessun, gekk síðan heim á leið niður fjalls- hlíðina. Þessi atburður á jólanótt hafði mikil áhrif á hann. Honum fannst dásemd jólanna hafa borið fyrir augu sín í litla fjallakofanum, og sál hans fylltist friði. Niðri í daln- um blikuðu blys bændanna, sem vom á leið í kirkju, þar sem sr. Mohr hélt hátíðlega guðsþjónustu um mið- nættið. Um nóttina varð hann andvaka - og hann færði í búning það, sem gerst hafði - hann orti sálminn: Stille nacht, heilige nacht, sex erindi. Um morguninn lor hann að hitta Gmber vin sinn og bað hann að semja lag við þetta litla ljóð. „Þetta er jólasálm- urinn, sem okkur vantaði. Guð sé lof,“ sagði Gmber og tók strax til við að semja lagið. Skömmu síðar sungu þeir vinirnir lag og ljóð, tvíraddað og léku undir á gítarinn. Og bömin stóðu fyrir utan og hlustuðu á nýja lagið. Þau vom söngelsk eins og austurríska þjóðin öll. Þarna höfðu þau eignast nýtt lag, þótt þau vissu ekki að þennan jóladag hafði orðið til sálmur, er átti eftir að fara um heimsbyggðina alla. Nokkru síðar kom orgelsmiður til þorpsins og gerði við gamla kirkju- orgelið. vinirnir spiluðu og sungu sálminn sinn. Orgelsmiðurinn, sem var úr Zillerdal, hlustaði hugfanginn á, lærði lag og ljóð og flutti með sér heim í dalinn sinn. Þar söng hann fyrir bömin í dalnum, en þar var sönglistin mjög í hávegum höfð. Stasserbömin sungu best og höfðu fegurstu söngraddirnar. Karólína, Jósef, Andrés og Amalía, litla hrokk- inkollan. Strasserbörnin seldu gemsuskinnhanska, sem foreldrar þeirra bjuggu til. Þau sungu hvar sem þau komu og þau hófu söng sinn alltaf á laginu, sem þeim þótti svo fallegt: Heims um ból. Þau sungu fyrir viðskiptavinina og eitt sinn var sönglistarstjóri konungsins af Sax- landi áheyrandi þeirra. Hann fékk þau til þess að syngja fyrir drottn- inguna og kónginn af Saxlandi, er hrifust af hinum fagra söng þeirra. Söngurinn var kallaður: Söngurinn himneski. Mörgum ámm síðar barst hann til Prússakonungs, sem vildi vita hver væri höfundur. Því höfðu allir gleymt. Nú hófst mikil leit. Öt- ulastur við þá leit var Ludwig Erk, hinn konunglegi sönglistarstjóri Prússakonungs. Að lokum bar einn leitarmanna hans, söngstjórann í Sankti Pétursklaustrinu, til þorps þeirra sr. Mohr og Franc Gmbers. Sr. Mohr var þá dáinn, en sonur Grabers fræddi söngstjórann um, hver samið hefði lagið. Hann gekk þegar á fund Franz Grabers, sem þá var orðinn aldurhniginn. Þannig komust nöfn þeirra vinanna í sálma- og helgibækur hins kristna heims. Og mynd þeirra beggja, höggvin í stein, prýðir nú einn vegginn í gömlu þorpskirkjunni þeirra. „Heims um ból“ á afmæli hvern jóladag. Á næstu jólum verður lagið og sálmur sr. Mohrs: „Hljóða nótt, heilaga nótt 182 árs. Og á þessu ári - 2000 - verður sálmur Sveinbjarnar Egilssonar, „Heims um ból“ , rétt liðlega 150 ára. FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Italskar, spánskar og franskar «gg sælkeravörurWt Suðurlandsbraut 6 • s.568 3333 Gleðfle^jól 15% jólaafsláttur af símtölum til útlanda á jólada^ oí> annan í jólum KlHINW Samfuíkínaína sendír tandsmðnnum ölfum Bestn óskír um gtedíleg jót og farsœít komandí dr meó kœrum þðkt fyrír dríó sem er aó tíóa. iwn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.