Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR MATARLIST//rf/« hvaðt Verum góð hvert við annað FYRIR jólin gat af líta fyrirsagnir í blöðum á borð við: „Jólaverslun fer vel af stað“. Auðvitað ber að styðja íslenska verslun, en jólin snú- ast samt ekki um stórar og veglegar gjafír, eða hvað? Sjálf eyði ég jólun- um í París nú og segi ykkur lesend- ur góðir af þeirri upplifun jóla og nýjárs í næsta pistli. Er enn á eftir Hönnu Fróni þegar þessi Friðriksdóttur er páraður. Mér skilst að Jólabrjál- æðið“ þar sé af ögn öðrum toga, en eyðslan er umfram budduráð oft á tíðum þar eins og hér. Margir þurfa á fjárhaglegri aðstoð að halda eftir jólin og jafnvel sálfræðilegri þjón- ustu. Það á sér stað oft á tíðum eins konar andlegt og fjárhagslegt skip- brot að hátíðinni afstaðinni. En er það þess virði? Auðvitað er gaman að gefa og sælla að gefa en þiggja, en kröfurn- ar eru orðnar svo miklar að fólk sprengir oft á tíðum budduna í jóla- gjafainnkaupunum. Miðar við ein- hverja fjárhæð sem á að kaupa fyrir hvern og einn, hugsar: „Ég elska þennan nú svo mikið að ég verð að gefa honum fyrir þetta mikinn pen- ing“ o.s.frv. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi konan sem býr við hliðina á mér. Hún á yndislegan kött, sem er vel á minnst besti vinur kattarins míns, hans Búdda. Köttur þessi týndist og var auglýstur í blöðum eins og svo margir. Konan var niðurdregin eins og gefur að skilja og ég sem mikil kattakona fann verulega til með henni, og þetta svona rétt fyrir jólin. Eftir 5 daga skilaði pjakkurinn sér, illa þyrstur og svangur og þakinn þykku ryklagi. Hafði greinilega lokast inni ein- hvers staðar. Það var náttúrlega mikil hamingja hjá eiganda dýrsins og konan sagði að þetta væri besta jólagjöf sem hún gæti hugsað sér. Það hefur stundum flökrað að mér að jólagjafir séu mörgum gef- endum eins konar aflátsgjafir, óund- irritaðar syndakvittnir, eða a.m.k. bón um fyrirgefningu, uppreisn æru fyrir vanrækslu, afskiptaleysi, til- finningakulda, framhjáhald, ofstopa eða annað það sem skrumskælir mannleg samskipti nú á tímum. Mottóið virðist oft vera: „Látum blómin tala, en grjóthöldum kjafti sjálf.“ Ef fólk tryði því nú að Kristur hefði - með vissum skilmálum auð- vitað - frelsað það með krossfest- ingu sinni í eitt skipti fyrir öll, myndi það áreiðanlega ekki standa í þessum gegndarlausu jólagjafainn- kaupum. Gefum því með hjartanu, ekki með buddunni og gefum hvert öðru enn mikilvægari gjafir á jólum sem endranær sem ekkert verald- legt nær að verðleikum og gæðum: „Verum góð hvert við annað og dýr- in okkar“. Þar sem nú eru jólaboðin í al- gleymingi og veitingar ekki af skornum skammti og oft drjúgur sykur í þeim fylgir hér ein uppskrift að frekar mögru en afar ljúffengu ostakexi sem er tilvalið á kökuborð- ið eða partíið. Það er ágætis mót- vægi við álíka trakteringar og Hnallþóra bar á borð fyrir Umba í í Kristnihaldi undir Jökli, en þar læt- ur Halldór Laxness umboðsmann biskups greina svo frá: „Klukkan er 0000 á miðnætti. A minn sann, berst ekki einhvers konar kaffilykt á móti manni útúr húsinu! Inni er búið að breiða dúk á borð og bera fram sætabrauð margvíslegt að lit og lög- un; ég held mér sé óhætt að fullyrða að einstaklíngar hafi skift hundruð- um frambornir á hérumbil tveim tugum diska. Þó tekur hér steininn úr þegar konan ber fram þrjár stríðstertur svo nefndar af því þær urðu móðins í stríðinu, hver um sig nær 20 cm í þvermál og kríngum 6-8 cm á þykt. Loks bar konan inn kaffi..." (Kristnihald undir Jökli, bls. 30) I þessu sambandi og eins með gjafirnar eru það góðvildin og hug- urinn sem skipta máli en ekki gæð- in. Gleðileg jól! Ostakex (ca. 60 slk.) ó dl hveiti 4'Á dl rifinn ostur ___________3 tsk lyftiduft________ '/2 tsk salt _________3 tsk steytt kúmen_______ ______100 g smjör eða smjörlíki___ _________3 dl matreiðslurjómi_____ Blandið saman hveiti, osti, lyfti- dufti, salti og kúmeni. Setjið smjörið út í í smáklípum og blandið öllu vel saman. Bætið mjólkinni út í og hrærið öllu vel saman. Formið um 30 bollur úr deiginu og bakið í 225°- 250° á bökunarplötu í um 10 mín. Skerið bollurnar í tvennt þegar þær hafa kólnað. Setjið bollurnar í smástund á ný inn í ofninn þannig að þær verði kexkenndar. ÞJÓDLÍFSÞANKAR/ Gætijólakötturinn bjargaö málinu? Mikilvœgt er að „halda andlitinuu ÉG HEF átt nokkra ketti um dagana. Þeir hafa átt eitt sameiginlegt - að hafa engan húmor. Kettir virðast leggja mikið upp úr að „halda andlitinu“, þetta sést einkum á því hve illa þeim er við að hlegið sé að þeim. Það á reyndar líka við um fólk - með þeirri undantekningu að til er margt fólk sem getur séð hið broslega í stöðu mála, jafnvel þótt það sjálft eigi í hlut. Sumir geta meira að segja hlegið með og láta sér þannig í raun á sama standa þótt þeim takist ekki að „halda and- litinu“. Eftir að hafa at- hugað atferli katta í þessum efnum og svo fólksins í um- hverfi mínu fór ég að skoða hvernig þetta horfir við í samfélagslegu samhengi. Niður- staða mín er að það virðist ráða furðu miklu í samfélagi okkar hve t.d. ráðamönnum er illa við að „missa andlitið" í ýmsum deilumálum. í uppeldismálum er fólki gjarnan ráðlagt að halda fast við það sem n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur það hefur einu sinni ákveðið og sagt. Annars er víst hætta á að þeir sem ala á upp missi virðingu fyrir uppal- andanum. Ráðamenn virðast margir hverjir hafa lært þessa reglu og sumir beinlínis tekið á hana trú. Hinir skynsamari gæta þess að segja ekkert ákveðið fram í rauðan dauðann - þá er ekki hætta á að þeir „missi andlitið", ef veður skipast í lofti. Hafi viðkomandi hins vegar gefið út einhverja yfirlýsingu þá reyna þeir að hanga á henni. Ég las einu sinni sögu af séra Matthíasi Jochumssyni og kennslu- hæfileikum hans. Einn nemenda hans hafði brotið skólareglur og Matthías lagði af stað með hann til skólastjóra eins og boðað var að refsingin ætti að vera. Á miðri leið stansar hann og snýr sér að nem- andanum og segir eitthvað á þá leið að þetta sé svo smásmugulegt að það taki því ekki að gera meira veð- ur út af því, „gerðu þetta bara ekki aftur“, sagði hann við nemandann og klappaði honum á axlirnar. Hann lét sér þetta að kenningu verða en sagði frá þessu til marks um hve Matthías hafi verið stór í sniðum til sálarinnar. Ef tvö mál sem nú ber hátt í um- ræðunni eru skoðuð út frá þessu sjónarmiði sést að það að „halda andlitinu" er greinilega nokkuð ríkt atriði. I launadeilu framhaldsskóla- kennara er gjarnan vísað í það sem „sagt hefur verið“. Það er augljós- lega mikið atriði að báðir aðilar fái að „halda andlitinu" þegar reynt er að finna lausn svo framhaldsskóla- menntun leggist ekki af í landinu. Hitt málið varðar flóttamann frá Tjetjníu sem ítrekað hefur verið neitað hér um landvistarleyfí og það þótt maðurinn sé kvæntur íslenskri konu. Mér er sagt að t.d. í Þýska- landi sé vart fordæmi fyrir því að neita útlendingi um landvistarleyfi ef hann er kvæntur innlendum aðila. Sumum hefur reyndar þótt ýmislegt benda til að hér gangi körlum betur að fá landvistarleyfi fyrir útlendar konur en konum fyrir útlenda menn. Varðandi þennan tiltekna flótta- mann hafa opinberir aðilar sagt að illa gangi að staðfesta hvert raun- verulegt nafn mannsins sé en þeir sem aðstoðað hafa manninn hafa bent á að opinberar stofnanir í heimabyggð hans séu afar illa starf- hæfar vegna endurtekinna hernað- arátaka í landinu. Islendingar eru ekki hrifnir af svona flóttamönnum - nafnrugluð- um, örvæntingarfullum og snauð- um. íslendingar vilja fara sjálfir út og velja flóttamenn, taka svo af þeim stórar myndir og íbúðunum sem þeir eiga að búa í. Hins vegar fer færri sögum af þegar þetta fólk fer burt frá Islandi aftur, sem furðu oft virðist gerast. í aðstoð við flóttamenn virðist það umtalsvert atriði að allir íslending- ar sem nærri koma „haldi andlitinu" gegnum þykkt og þunnt. Það virðist jafnvel á stundum mikilvægara en hvort viðkomandi flóttamaður á vís- an dauða eða pyntingar ef hann fær ekki landvistarleyfi hér. Nú nálgast jólin og fólk hefur um annað að hugsa en neyð einhvers bláókunnugs Tjetjena sem hefur illu heilli barið að dyrum hjá okkur, hin- um gestrisnu íslendingum, og lætur sér ekki skiljast að koma hans veld- ur óþægindum. Menn eru orðnir ergilegir og þreyttir á að hann skuli ekki vilja fara héðan með sæmilega góðu. Þetta hefur auðvitað verið baga- legt nú á aðventunni þegar allir eiga að vera góðir og glaðir og undirbúa að minnast með hátíðlegum fag- uryrðum og góðum gjöfum að for- eldrar frelsarans urðu, fyrir um- komuleysis og fátæktar sakir, að hírast í fjárhúsi þegar fæðingu hans bar að. Um þessar mundir situr svo sjálf- ur jólakötturinn álengdar og bíður átekta, varla getur hann þó gert sér miklar vonir - Islendingar eru gjaf- mildir hver við annan - jólakettin- um til angurs. Ef hann er líkur öðr- um köttum líkar honum heldur varla vel að hlegið sé að honum, en það má segja að sé orðinn plagsiður hér. Mér datt í hug að kannski mætti leysa þessi vandræðamál með því að jólakötturinn fengi flótta- manninn í sinn hlut. Þá geta allir „haldið andlitinu", - jólakötturinn og Frónbúar - allir nema flóttamað- urinn. En hann á nú hvort eð er dauðan vísan, ef fréttir af innan- landsástandi Tjetjníu eru réttar, þar sem ákveðið hefur verið enn á ný að neita honum um landvistar- leyfi hér. rtk Nakamichi SoundSpace5 3ja diska geislaspilari, útvarp, magnari, 2 hátalarar og fjarstýring. (émjóM HLJÓMTÆKI H E I M A B I STN HLJÓMTÆKI - H E I M A B I Ó B I L T Æ K I Ármúla 38 - Sími 588-5010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.