Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 B 15 anverða hábunguna. Sumarið 1944 gengu síðan sex íslendingar yfir vestanverðan jökulinn, en fyrstur Is- lendinga til þess að ganga á há- bunguna var Magnús Hallgrímsson verkfræðingur, í ágúst 1951, en með honum var enskur læknir Kenneth Pridie. Það var 21 ári eftir að Josef Keindl og félagi hans gengu þvert yf- ir jökulinn. Hann segir að það hafi reynst erf- itt að klöngrast með yfir 20 kg á bak- inu upp á jökulinn því miklar bleytur voru við jökulröndina. Á nútíma- mælikvarða væri útbúnaðurinn ekki upp á marga fiska. Þeir voru með sleða og skíði og allan sinn farangur, tjald úr segldúki, olíu til eldsneytis og allan mat til ferðarinnar. Hann sýnir mér hvar þeir lögðu upp við suðvestur jökuljaðarinn við Blágnípu í um 700 m hæð, sem þeir voru að skoða og gengu norðaustur yfir jök- ulbunguna í 1800 m hæð. Komu niður einhvers staðar nálægt Klakki, þar sem þeir höfðu viðdvöl til rannsókna. Hann segir að ferðin yfir jökulinn hafi gengið vel. Jökullinn var ekkert sprunginn í endaðan júlí. Helstu vandkvæðin voru að þeir höfðu ekki önnur kort en uppdrátt úr riti Þor- valdar Thoroddsens. Og til að halda áttum höfðu þeir ekki annað en átta- vita. Sá var þó galli á gjöf Njarðar að á jöklinum truflaðist áttavitinn. Það þekkja jöklafarar nú til dags vel. Þeir hafa verið í nánd við öskjuna undir Hofsjökli, en t.d. í Grímsvötnum í Vatnajökli kemur rugl á áttavitann vegna öskjunnar. En fyrir þessa ókunnu jöklakönnuði með ekkert annað til að staðsetja sig var þetta ekki notalegt. Þeir voru þó svo heppnir að fá gott veður þessa tvo og hálfan dag sem þeir voru á göngu yfir jökulbunguna. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir niður og komu að Jökulsá eystri og ætluðu að vaða yfir að þeir lentu í erfiðleikum og aftur við aðra á, sem hann man ekki nafnið á, en fljótin urðu þeir að vaða með farangurinn, því ferð þeirra var heit- ið norður af til Akureyrar. Vatnið var ekki svo djúpt en árnar straumharð- ar, segir hann. Báru 70 myndaplötur úr gleri í sérprentuðum greinum dr. Keindls er nokkuð af svarthvítum myndum, sem vekja forvitni. Þar má t.d. sjá að tjaldið þeirra hefur verið eins og hvítu þjóðhátíðartjöldin 1930 og hreint ekki létt. Jósep Keindl seg- ir að þeir hafi borið með sér 70 gler- plötur, 9X12 sm á stærð, sem nauð- synlegar voru í þá daga til að taka myndir. Þá voru engar filmur til myndatöku. En hvar eru allar þessai- myndir sem væru ómetanlegar heim- ildir þeim sem rannsaka jöklana á okkar dögum? Jósef Keindl segir að sínar persónulegu myndir hafi glat- ast í stríðinu. En glerplötunum skil- aði hann við heimkomuna í Bundes- lich Bildstelle, ef ég fer rétt með, sem var ríkisstofnun er tilheyrði háskól- anum og hann veit ekki nema þær hafi líka eyðilagst í stríðinu. Þó er það alls ekki víst. I gömlum mynda- söfnum Evrópu liggur mikið af slík- um myndum óskráð og hefur Helgi Björnsson jöklafræðingur fullan hug á að reyna að hafa uppi á þeim. Helmut Neuman sagði mér að eink- um væri um tvö söfn að ræða, sem hægt væri að leita til. Fundu nýtt vatn En hvers urðu þeir vísari um jökla í þessum rannsóknaferðum svo snemma á öldinni? Dr. Keindl segir mér að við norðaustanverðan Hofs- jökul þar sem þeir komu niður við Klakk, hafi þeir komið að lóni, sem ekki var á kortum og enginn virtist hafa vitað um fyrr. Nefndu þetta nýja vatn Klakkvatn. Á þessu lóni voru jakar sem brotnað höfðu úr jöklinum eins og þeir höfðu séð við Hvítárvatn og Hagavatn og vissu af í Langasjó. Við þekkjum þetta best á Jökulsárlóni við Vatnajökul nema hvað þetta vatn sem þeir fundu var umfangsminna. Enda segir dr. Keindl í ritum sínum Klakkvatn þeirra minnst og sé óvíst hve lengi það lifi. Helgi Bjömsson jöklafræð- ingur segir það rétt til getið. Vatnið sé nú horfið. Það virðist ekki lengur vera þarna á mynd frá 1945. Dr. Keindl segir mér að við Blá- gnípu hafi þeir verið ósammála Þor- valdi Thoroddsen um bergið í gníp- unni, sem hann segir ekki vera neitt móbergs-túff eins og Þorvaldur held- ur fram, heldur hafi þarna verið að finna nýlegan gýg og hraunstraum frá honum, sem þeir gátu staðsett. En Blágnípa var umlukt Hofsjökli á tvær hliðar og 900 til 1000 metra há gnípan alveg snjólaus sumarið 1930. I gjgbotninum var þó gamall ís. I löngum fyrirlestri upp á 28 síður með 7 myndum og uppdráttum sem dr. Keindl birti í riti jöklarannsókna- manna í Austurríki á árinu 1932 „Untersuchungen uber den Hofs- und Langjökull in Island“ lýsir hann ferðum þeirra og hvers þefr urðu vís- ari. Þeir lýsa staðháttum og velta fyrir sér afstöðu þessara tveggja jökla með auðum Kjalvegi á milli til annarra fjalla. Við jökuljaðrana skoða þeir jökulurðina og virðast hafa mælt hæð hvar sem þeir fóru um eða sáu til. Á Hofsjökli setja þeir hæðarlínu inn á kort og gera sér grein fyrir hringlaga formi jökul- bungunnar, sem þeir teikna prófíl af. í ferðinni að Langjökli 1929 koma þefr að Hagavatni og skoða Bláfells- jökul upp í 920-1000 metra hæð í suð- austurhluta jökulsins, þar sem þeir gera uppdrætti. Þeir skoða Jarlhett- urnar og fylgja jökulröndinni aust- anverðri til að gera sér grein fyrir snjólínunni, eins og þeir gera líka í Hofsjökli. Yfirleitt lýsa þeir í báðum ferðum nákvæmlega því sem þeir sjá og skoða, sem er ekki síst dýrmætt nú, þar sem þeir eru með fyrstu menntuðu fagmönnum til að skoða hér jökla. Þótt Jósef Keindl og félagar hans hefðu ekki nema uppdrátt Þorvaldar Thoroddsens til að rata á hálendi og jöklum Islands voru þeir búnir að kynna sér allar skrifaðar heimildir fyrri ferðalanga, erlendra og ís- lenskra, á þessum slóðum og vitna oft í heimildir þeirra, einkum Þor- valdar Thoroddsens og Helga Pét- urss. Eins náðu þefr tali af íslenskum náttúruvísindamönnum eins og Pálma Hannessyni og Jóhannesi Ás- kelssyni og fræddust af þeim. Flutti ótal fyrirlestra Eftir að dr. Josef Keindl kom heim úr Islandsleiðöngrunum tveimur flutti hann fjöjda fyrirlestra og skrif- aði greinar. Eg hefi nöfnin og dag- setningar á 18 slíkum ritsmíðum, sem auðvelt ætti að vera að fá. Hann segir að á þessum tíma hafi verið gíf- urlegur áhugi á þessu efni. Vísinda- lega fyrirlestra flutti hann í Land- fræðifélögum og Vísindafélögum og birti í vísindaritum, en frá Islands- ferðinni sagði hann í skólum og hjá félagasamtökum, auk þess sem hann flutti erindi í útvarp. Frásagnir hans voru ákaflega vinsælar og eftirsótt- ar. Eftir þetta starfaði hann við kennslu í 42 ár, kenndi náttúruvís- indi, aðallega jarðfræði og líffræði, í Hollabraun menntaskólanum og var síðan lektor við Vínarháskóla þar til hann varð að hætta sakir aldurs 1965. Þegar frá leið kveðst hann hafa haft lítið samband við Island, en fylgst með í sínu fagi. Hann segist þó alltaf hafa verið í bréfasambandi við prófessor Kurt Jaksch, sem hefur verið með miklar rannsóknir í Djúpa- dal og á Síðujökli. Maður verður að átta sig á því að þegar kom fram á fjórða áratug aldarinnar var allt orð- ið mjög erfitt í Austurríki, bæði efna- hagslega og pólitískt. Fyrst reið kreppan yfir, síðan kom nasisminn til sögunnar þegar Þjóðverjum var bannað að ferðast til Austurríkis nema greiða 1000 mörk fyrir og 1938 héldu þeir inn í Austurríki. Og 1939 skall heimsstyrjöldin á og hann var kallaður í herinn. Svo ekki var mikið svigrúm. Eftir seinni heimsstyijöld- ina var allt breytt. Fólk hafði lengst af nóg með að hafa í sig og á. Dr. Josef Keindl kom aldrei til ís- lands aftur. Við ræðum um stund um að þar sé allt mikið breytt, sem hann auðvitað hafði haft spumir af. Og samgöngur ólíkar, flug varla komið til sögunnar á hans tíð. Nú væri hægt að fljúga þangað beint á 6 tímum frá Vínarborg, þar sem væri einmitt um þær mundir flugvélafarmur af ís- lensku ferðafólki. Mundi hann vilja fara til íslands núna ef það byðist? Það kemur Ijómi í augun þegar hann hugsar til sumranna á íslandi fyrir 70 árum. Hann hlær við og svarar: Nei, aldurinn er orðinn svo hár, þótt ég sé við ágæta heilsu. Eg er þó orð- inn 97 ára gamall. En þetta er draumalandið! Gamli maðurinn fylgir okkur ekki aðeins til dyra heldur alla leið út að hliðinu, sem hann læsir vandlega á eftir okkur áður en hann snýr við upp tvennar tröppurnar eins og ekkert sé og veifar um leið og hann biður að heilsa Islandi ogíslenskum jöklum. Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Innheimtustofnun sveitarfélaga • Lágmúla 9 • sími 568 6099 • fax 568 6299 • pósthólf 5172 • 125 Reykjavík • kt. 530372 0229 • Landsbanki íslands 139-26-4700 Spáirðu í útlitið? Loforð um töfravirkni krema standast illa og dýrustu kremin sjaldnast þau bestu. Það er stans- laus vinna að hugsa vel um húð- ina og því borgar sig að spá í verð og innihald krema. N°7 er alltaf með það nýjasta sem bætir útlit og stendur alltaf við þau lof- orð sem upp eru gefin. Yngingu á stundinni eða varanlegri ynging- ar/næringarmeðferðir. í förðunar- línunni færðu allt til að fela húð- lýti og farða þig skv. nýjustu tísku. Það eru aðallega apótek sem selja N°7 þar sem framleið- andi N°7 er lyfjafyrirtæki og bjóða þau uppá afslátt á lúxus- kremum til l. febrúar. Hljómtæki nýrrar aldar Heimabíókerfi Hátalarar Magnarar DVD Marantz DV3100 DVD spilari AC3/dts. Kynningarverð Verð kr. 36.600.- HUÓM H L J Ó M T Æ K I HEIMABIÓBlLTÆKI Ármúla 38 - Sími 588-5010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.