Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ og tilvistarkreppu hans Fjölskyldan - Martina, Bryndfs, Kolbrún Eva og Siguijón Árni. Sigurjón Arni Eyjólfsson er doktor í guö- fræöi frá háskólanum í Kiel og starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og er í stundakennslu viö guöfræöideild Háskóla íslands. Hiö ís- lenska bókmenntafélag gaf út fyrr á þessu ári bók eftir Sigurjón Árna um guö- fræöi Marteins Lúthers. Ólafur Ormsson ræddi viö Sigurjón Árna um áhugamál hans, djasstónlist, nýju bókina ogfleira. HIÐ íslenska bókmennta- félag gaf út fyrr á þessu ári bókina Guðfræði Marteins Lúthers eí'tir séra Sigurjón Áma Eyjólfsson. Mitt í jólaundirbún- ingnum fundum við Sigurjón Árni stund til að ræða um efni nýju bók- arinnar, jafnframt áhugamál hans, djassinn. og fleira. Á kápu bókar Sig- uijóns Áma segir um verkið. „Með ritverki þessu er í fyrsta sinn á ís- lensku gerð heilstæð úttekt á guð- fræði Marteins Lúthers.“ Þegar bók- innim sem er á sjötta hundrað blaðsíður í stóru broti, er flett er ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í ritun þessa stórvirkis. I formála bókarinn- ar gerir höfundur grein fyrir ritun bókarinnar og aðdraganda að samn- ingu verksins. „Sú von er bundin við þessa ritsmíði að hún nýtist ekki ein- ungis prestum og guðfræðingum, heldur og öllum þeim öðrum sem áhuga hafa á kristinni trú, kenning- um hennar og sögu. Fjöldi bóka hefur verið skrifaður um guðfræði Lúthers, en á íslandi hefur til þessa engin heil- stæð úttekt verið gerð á guðfræði hans. Við vinnu þessarar bókar varð mér fljótlega ljóst að ekki nægði að setja fram guðfræði Lúthers í Ijósi Jóhannesartúlkunar hans, heldur yrði um leið að gera grein fyrir þeim aðstæðum sem Jóhannesartúlkunin á rætur í. Nauðsynlegt væri að gera grein fyrir sögu Lúthersrannsókna, en hún er samofin sögu lútherskrar guðfræði. Þar sem guðfræðin er ekki iðkuð í sögulegu tómarúmi, er nauð- synlegt hveiju sinni að leita þess sögulega samhengis sem hún sprett- ur úr. Á nokkrum stöðum hefur verið bætt inn í textann, „útúrdúrum" um ýmis gufræðileg ágreiningsefni. Þeir eru ætlaðir til dýpkunar og aukins skilnings á viðfangsefninu. í framsetningunni er áhersla lögð á einstaklinginn andspænis Guði og heimi. Af því leiðir að um ýmis kjamaatriði í guðfræði Lúthers er ekki fjallað á beinan hátt. Það á við um sköpunarguðfræði, kenninguna um ríkin tvö, kirkjuna og embætti hennar, skím og sakramenti, svo það helsta sé nefnt. Sú er þó von mín, að ef Guð lofar, megi ég síðar gera sér- staklega grein fyrir hugmyndum Lúthers um stöðu einstaklingsins sem samfélagsveru. Að mínu viti eru báðir þessir þættir svo afgerandi í guðfræði Lúthers að þeir krefjast sérstakrar úttektar. Bókin á sér nokkum aðdraganda. I kandidatsritgerð minni gerði ég grein fyrir raunvemleika upprisunn- ar í ljósi þeirrar gagnrýni sem kenn- ingar um hana hafa orðið fyrir, og þeim þremur leiðum sem famar hafa verið í trúvöm kristindómsins til að mæta gagnrýninni. Þar voru trú og Kristur í brennidepli og skammt und- an kenningin um réttlætingu af trú. í framhaldsnámi hér heima og í Þýska- landi tókst ég á við vanda tengdan þessum viðfangsefnum í guðfræði Wemers Elerts og kynntist um leið guðfræði Marteins Lúthers og arf- leifð hans innan evangelískrar guð- fræði. Það var mér mikil opinberun að uppgötva þá aðgreiningu Lúthers milli lögmáls og fagnaðarerindis, sem er í raun inntak kenningarinar um réttlætingu af trú, og að skilja hvem- ig hún er túlkunarlykill trúarinnar af heildarveruleika mannsins. í doktorsritgerð minni leitaðist ég við að greina vemleikann í Ijósi lög- máls og fagnaðarerindis. Elert fékk áherslu sína á hið persónulega , „ég- þú“ samband við Guð í trúnni, úr guð- fræði Lúthers. Því gefur að skilja að Lúthersrannsóknir voru eðlilegur þáttur í þeirri rannsókn minni. í rit- gerðinni reyndi ég að nálgast þijú meginstef: sköpunina, Krist og trúna. Meðan á þeirri vinnu stóð kviknaði áhugi minn á því, hvemig unnt væri að skilgreina sjálf mannsins í Ijósi kenninga Lúthers um réttlætingu og trú. Þær spumingar sem ég vildi varpa ljósi á voru þessar: Hvemig skilgreinir Lúther reynslu einstak- lingsins af heimi og Guði; hvemig grundvallar hann frelsun mannsins í Kristi og hvemig skilgreinir hann einstaklinginn í daglegri trúarbar- áttu hans sem syndara og réttlátan í senn? Samantekt þessi á guðfræði Lúth- ers hefur verið alllengi i vinnslu, allt frá haustinu 1991. Starf mitt sem prestur og stundakennari við guð- fræðideild Háskóla íslands hefur auðveldað mér mjög að tileinka mér og greina prédikanir Lúthers. All- mikill hluti þess efnis sem hér birtist á prenti tengist með einhveijum hætti prédikunarstarfi mínu, kennslu, fyrirlestrahaldi og greina- smíðum. Ég hef því áður fengið mörg tækifæri til að kynna og reyna efnið og hefur það nýst mér við þessa út- gáfu.“ Áður en ég ræddi frekar um efni bókarinnar við Siguijón Áma Eyj- ólfsson spurði ég hann um uppruna hans og æskuár. „Ég er Reykvíkingur, fæddur 14. mars árið 1957. Foreldrar mínir komu bæði utan af landi og settust að í Reykjavík. Faðir minn, Eyjólfur K. Siguijónsson, er frá Vestmannaeyj- um og rak í mörg ár endurskoðunar- skrifstofu. Hann er sonur séra Sig- uijóns Þ. Ámasonar sem var prestur í Vestmannaeyjum og var síðar prestur í Hallgrímskirkju í tuttugu og sex ár. Móðir mín er Unnur Frið- þjófsdóttir. Faðir hennar, Friðþjófur Jóhannesson, var með útgerð frá Pat- reksfirði í mörg ár. Við emm fjögur systkinin. * Eg man fyrst eftir mér á Lyng- haganum í Reykjavík, í vest- urbænum. Síðar fluttum við á Flókagötuna þar sem ég bý núna og hef búið lengst af. Um tíma áttum við heima í Kópavoginum. Umhverfið við Lynghagann í Reykjavík og Ægisíð- una var mikill ævintýraheimur þegar ég ólst þar upp og það var gaman leika sér þar í fjörunni og fylgast með trillukörlunum gera að aflanum sem þeir komu með að landi. Ég var í sveit á Barðaströnd hjá skyldfólki og kynntist þar dæmigerð- um sveitastörfum. Einna minnis- stæðast frá þeim tíma er það að þar var gömul kona á bænum sem hét Guðrún. Ég hafði ánægju af að heyra hana segja ýmsar skemmtilegar sög- ur. Hún sagði mér ýmsar sögur t.d þegar við vorum að reyta illgresi í kartöflugörðum. Sögumar hófust þegar við byijuðum að reyta og þær enduðu þegar við hættum. Á æskuárum mínum á Flókagöt- unni bjó afi minn, Sigurjón, á hæðinni fyrir ofan okkur og ég var mikið hjá honum. Hann var þá nýlega hættur preststörfum. Við ræddum mikið um lífið og tilveruna og hann kenndi mér að lesa.“ Þú hefur þá verið í bamaskóla í Is- aksskóla? „Já, ég var í þeim ágæta skóla. Síð- an var ég í æfingadeildinni og Hlíða- skóla þar sem ég kynntist æskuvin- um mínum sem em ennþá mínir bestu vinir, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara og tónlistarmanni, Sveinbirni Jakobssyni tannlækni og tónlistarmanni og Benóní Torfa end- urskoðanda. Við Stefán hlustum mik- ið á djasstónlist og keyptum djass- plötur í hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri. Þar keypt- um við allar Blue Note-plötur sem við fundum. Stefán var að berja bóngót: rommur og lærði snemma á flautu. í hljóðfæraversluninni var saxófónn sem var eins konar skraut og var uppi á palli. Ég spurði hvort hann væri til sölu og það var ekki ljóst í fyrstu en þeir seldu mér hann fyrir tíu þúsund krónur gamlar og við byrjum að spila þama fljótlega. Við byrjuðum í tón- listamámi hjá Karli Jónatanssyni harmonikkuleikara." í Hlíðaskóla var Guðmundur Em- ilsson með tónkennslu og lét okkur hlusta á alls konar tónlist. Hann stofnaði hljómsveit sem var kölluð „Verksmiðjan" og í þeirri hljómsveit vomm við Stefán og þar kom enn frekari áhugi á tónlist. Tónlistar- áhugann hafði ég reyndar fengið fyrr eða á æskuheimili mínu. Móðir mín spilaði stöðugt klassíska tónlist meira eða minna alla daga, m.a. píanókonserta, hún hafði mikinn áhuga á klassískri tónlist." Hélstu síðan áfram í tónlistar- námi? „Já. Þegar ég var kominn í lands- próf og síðar í Menntaskólann í Hamrahlíð. Þá fór ég í nám í tenór- saxófónleik hjá Rúnari Georgssyni einn vetur og síðan til Gunnars Orms- levs og var hjá honum í einkatíma í nokkur ár og það var góður skóli. Við stofnuðum hljómsveit nokkrir nem- endur í MH sem hét Evusynir og spil- uðum djassmúsík. í þeirri hljómsveit vom menn sem hafa orðið þekktir at- vinnutónlistarmenn, t.d. Ásgeir Steingrímsson trompetleikari í Sin- fóníuhljómsveit íslands, Stefán S. Stefánsson og Gunnar Hrafnsson bassaleikari og svo aðrir minna þekktir tónlistarmenn, Sveinbjöm Jakobsson gítarleikari og Benóný Eggertsson endurskoðandi sem spil- aði á trommur." arstu alltaf ákveðinn í að fara í guðfræðinám? „Já, ég hafði alltaf hugsað mér að verða prestur. Ég ræddi oft guðfræðileg málefni við afa minn og hef sjálfsagt orðið fyrir ýmsum áhrif- um frá honum. Eftir að ég lauk stúd- entsprófi úr náttúrafræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð fór ég í guðfræðideild Háskóla íslands. Eft- ir þriggja ára nám í guðfræðideild- inni fékk ég svokallaðan Kflarstyrk. Ég var eitt ár í Kiel og var þar í námi við guðfræðideildina og var í þýsku- námi. Ég sótti líka fyrirlestra í trú- fræði, gamla- og nýjatestamentis- fræðum. Eftir að ég lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands árið 1984 hélt ég áfram og las undir leiðsögn Einars Sigurbjöms- sonar í tvö ár.“ Um hvað fjallar kanditatsritgerð þín? „Ég tók fyrir guðfræði Karls Barths. Hún fjallar um upprisuna, hvemig hann túlkaði upprisuna. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þessi „réttlætingartrú" væri. Þetta er Bænin sem einlægt samtal Hugum að tveimur þáttum er fylgja trúarlífi og bæna- haldi: Bænin er mjög persónulegt atferli í þeim skilningi, að hún er borin fram f trausti þessað áheyrandinn beri virðingu fyrir því sem sagt er. í bæninni tjá menn það sem erfitt er að ræða. í bæn eru því oft borin fram mjög viðkvæm málefni, sem menn blygðast sín jafnvel fyrir. Hún getur því kallað fram feimni, hógværð og hlé- drægni hjáþeim sem biður. í henni fjallar hver og einn um sitt persónulega líf og því krefst hún nærgætni. Nú á dögum á það sem er persónulegt og tilheyrir einkalífi fólks oft í miklum kröggum, því að þess er bein- línis krafist að einkalífið sé öllum opið. Fjölmiðlar eru uppfullir af frásögnum úr lífi fólks og þar er fjallað um viðkvæm persónuieg mál á opinskáan hátt. Þessi um- ræða er orðin mönnum töm og er fólk jafnvel þjálfað í að tala um einkamál sih við alla, en þó með þeim hætti að þau snerti ekki viðmælandann persónulega. Margir telja að það beri vott um opinn persónuleika og sjálfstæði að geta talað um einkahagi og einkamál sín og annarra í túna og ótúna. Hulunni er svipt af öllum leyndardómum og öll helgi numin brott. í raun er slíkt framferði og við- horf til marks um hversu ónæmir við nútúnamenn erurn orðnir fyrir gildi einstaklingsins og helgi lffsins. Það gef- ur augaleið að bænin á erfitt uppdráttar í umhverfi sem virðir engin mörk í lífi manna. En einmitt blygðunin, hógværðin og feimnin tengjast bæninni órjúfanlegum böndum, því að hún snertir við innsta kjama mannsins. í bæninni orðum við málefni, atburði, tilfinningar og óskir sem öilum eru huldar. Þar er þeim komið í orð og oft gerist það í fyrsta skipti þá hjá biðjandanum. Maðurinn opinberast þar með bæn í sjálfum sér og Guði. Bænin er persónuleg athöfii sem krefst einveru og þagnar með Guði, einveru ogþagnar einstaklingsins með sjálfum sér, jaftit í fólksmergð sem einrúmi. Einmitt þessi persónu- legi þáttur bænalffsins skýrir til fulis blygðunart ilfinn- inguna er fylgir bæninni. Sú tilfinning er hins vegar oft misskilin sem veikleiki eða jafnvel flótti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.