Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1890, Page 38

Skírnir - 01.01.1890, Page 38
38 STÍMABRAK STÓRVELDANNA 1889. Austurríki, nema ráðizt yrði á það. Ef Austurríki hefði farið að hlutast til á Balkansskaga, þá hefði það ef til vill orðið eitt síns liðs, og það varð þess vegna að sitja á sór. Um alla Evrópu gáfu menn nu gaum að, hvað Serbar höfðust að, og blöðin tíndu til allt, bæði smátt og stórt, frá Serbíu. Bíkisstjórarnir sögðu Austurríkí, að allt skyldi vera eins og áður var, en Austurríkismenn skipuðu nýjan sendi- herra í Belgrad, höfuðborginni, til þess að vita, hvort hann dygði ekki betur en sá, sem á undan honum var. Mílan hafði vikið úr völdum Mikael erkibiskup í Belgrad, og fór hann til Moskva, og var þar vel fagnað. Bíkisstjórar kölluðu hann nú heim, og kom hann heim úr útlegðinni snemma í júní. Hon- um var fagnað forkunnar vel og fengið embættið aptur íhend- ur, en hinn, sem í því sat, varð að fara úr því. Mikael breytti ýmsu í annað horf í hinni serbisku kirkju. Margt fleira en þetta var nú gert í blóra við Austurríkismenn. Serbar héldu stórhátíð í minningu þess, að 500 ár voru liðin síðan þeir háðu bardagann við Kossova 1389 móti Tyrkjum. þeir biðu þar reyndar ósigur, en serbiskur maður reis upp úr valkesti og rak Amúrad fyrsta Tyrkjasoldán í gegn með kuta á víg- vellinum. Maðurinn hét Milosj. Minning hans lifir í þjóð- kvæðum enn í dag, og er hann nokkurs konar þjóðhetja þeirra Serbanna. Erkibiskup hélt ræðu og sagði meðal annars, að sú væri von og ósk allra Serba, að forsjónin léti þeim auðnast að safnast í eina heild. Nú búa fleiri Serbar í Austurríki en í Serbíu sjálfri, svo að þetta er sama og að óska þess, að Austurríki verði limað sundur. Erkibiskup smurði Alexander til konungs, og var þar enginn sendiherra viðstaddur nema Bússa, og hafði Bússakeisari sent honum gagngert boð, að hann skyldi vera þar viðstaddur. Skömmu seinna kvisaðist, að Serbía hefði gengið í varnarsamband gegn Austurríki við Bússland. það var því heldur en ekki asi á þeim Austurrík- isvérum, þegar þing var sett í Vín 22. júní. Sama vorið steyptist úr völdum ráðaneyti, sem fylgdi þrenningarsamband- inu að málum, í Búmeníu, og Catargi skipaði ráðaneyti, sem var vinveitt Bússum. |>að leit út eins og Bússlandi tækist að bola Austurríki út af Balkansskaga. Forsetar hinnar ung- versku og austurrísku þingdeildar héldu ræðu til Franz Jó- sefs keisara, og hann svaraði, að sér félli þungt þetta tiltæki Milans konungs, en hann vonaði, að Serbar með viturleik og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.