Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1890, Síða 75

Skírnir - 01.01.1890, Síða 75
75 3?ýzkaland. Vilhjálmur keisari Bismarok. Waldersee. Sviss. Minning- arhátiðir. Wilhjálmur keisari annar hefur haldið á spöðunum síðan hann kom til ríkis 15. júní 1888. Hann hefur bæði látið til sín taka innanlands og ferðazt um allt fýzkaland og alla Evrópu að kalla. Erá ferðum hans til Englands, Tyrklauds og Grikk- lands er sagt í þættinum um ferðir konunga og keisara. Hann var allan júlímánuð á ferð i Noregi og fór með ströndum fram á gufuskipi sínu «Hohenzollern». Waldersee yfirforingi hins þýzka hers var í för með honum. Keisari fór sjer hægt, dró þorsk, reri upp á víkur og voga, klifraði upp fjallshlíðar, gaf 1000 krónur til dómkirkjunnar í þrándheimi og var ör á fé við börn og ýmsa þá, er honum geðjaðist að. Hann var svo óheppinn, þegar hann loksins kom til Nordkap, að hann komst ekki á land fyrir sjógangi. þegar hann kom heim, sendi hann Oskar konungi bréf og lofaði mjög náttúrufegurð Noregs. Norð- menn urðu þessu brófi ákaflega fegnir, sem nærri má geta, því þeir vita, að eptir þessi ummæli keisara munq þjóðverjar flykkjast til Noregs, og búast þeir við að græða stórfé á þeim. Síðan fór hann til Englands, svo tók hann móti Austurríkiö- keisara í Berlín, því næst fór hann til Bayreuth í Baiern að heyra tónleika Wagners, hins mikla tónskálds. Síðanfórhann til Strasborgar og Metz, og var honum þar fagnað forkunnar vel — segja þýzk blöð. Hann fór til Vestfalen og hélt þar ó- friðlega ræðu. Hann hélt hersýningu í Hannóver og var þar viðstaddur elzti sonur Rússakeisara; hann kom þangað frá Höfn. Keisari heimsótti nálega alla höfðingja á þýzkalandi. Hann fór á fætur fyrir allar aldir og vakti upp hermenn í hermannahýsum, og hélt hersýningar. Sagt var, að rígur væri milli þeirra Waldersee og Bis- marcks og að Waldersee vildi leggja út í ófrið, meðan f>ýzka- land væri betur búið en fjandmenn þess, en Bismarck vildi halda frið í lengstu lög. Waldersee lét bera aptur í blaði einu, að nokkuð væri hæft í þessu. Keisarinn reyndi að gera þeim jafnt undir höfði, og tók þess vegna Herbert Bis- marck með sér í Englandsferðina. 1 Skírni 1889 er sagt frá Morier-málinu í Jpýzkalandsþætti, og þótti Herbert Bismarck verða þar undir, Hann varð að halda uppi svörum í nóvetn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.