Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 13
GJÓSKULÖG OG GAMLAR RÚSTIR 17 kelsdalur hafi byggst á landnámsöld og gjóskulagaathuganir styðja þetta, Vorið 1962 skrapp ég austur á Hrafnkelsdal að tilmælum þáverandi þjóðminjavarðar, Kristjáns Eldjárns, en Aðalsteinn Jónsson bóndi á Vaðbrekku hafði tjáð honum, að þar sem heitir að Þórisstöðum (8. mynd), milli Vaðbrekku og Aðalbóls, en austan ár í dalnum, hefði við gröft vegna beitarhúsa, sem þar eru, fundist allmikið af brennd- um kindabeinum undir óhreyfðu, ljósu öskulagi. Langaði fróðleiks- manninn Aðalstein til að vita eitthvað nánar um aldur þessa ösku- lags. Mér þótti fréttin næsta merkileg, því samkvæmt lýsingu á öskulaginu var hér um að ræða annaðhvort Ö 1362 eða það öskulag sem ég í þann tíma taldi líklegast vera það lag sem gengur undir nafninu landnámslagið, vegna þess að það er myndað nærri upphafi landnáms. Samkvæmt rannsóknum mínum í Þjórsárdal 1939 er það örugglega eldra en byggð í þeim dal. Það er sömuleiðis eldra en þær bæjarrústir fornar sem Þór Magnússon gróf fram í Hvítárholti, en Þorleifur Einarsson telur það eitthvað yngra en elstu búsetu í Skálholti. Er full þörf á því að reyna að komast nær um aldur þessa lags sem finna má um allan vesturhluta Suðurlands og á Vestur- landi norður fyrir Hvammsfjörð. Þetta lag er mikilsvert í sambandi við könnun á áhrifum landnáms á gróðurfar og fleira. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég gróf snið hjá Þórisstöðum. 9. mynd er ljósmynd af því sniði. Þar getur að líta tvö þunn, ljós ösku- lög og er það efra Ö 1362, en hið neðra það ljósa lag, sem ég áður nefndi, og nokkru neðar beinahrúga og aðrar mannvistarleifar. Var þá fengin sönnun fyrir því að hér hafi vei’ið mannvist fyrir norrænt landnám? Svo reyndist ekki vera. Síðar þetta sama sumar rakti ég þetta ljósa lag inn yfir öræfin, inn á Kringilsárrana og síðan til Hvannalinda, og komst að raun um að þetta var Heklugjóskan frá 1104. En svo djúpt eru beinin á Þórisstöðum undir þessu lagi, 14 cm, miðað við þykktina milli H 1104 og Ö 1362, að vart eru beinin yngri en frá því um 900 og gætu hugsanlega verið eldri. Þetta snið getur því talist næstum örugglega sönnun þess, að mannvist hefur hafist í þessum hálenda afdal á landnámsöld og það jafnvel á fyrri hluta hennar. Þarna hefur því verið byggð á þeim tíma sem Hrafnkell á að hafa búið þar, en ýmis rök, sem hér verða ekki rakin, benda til þess að byggð hafi ekki orðið langæ þarna og líklega verið lögð af, að mestu a. m. k., löngu áður en Hrafnkelssaga var skrifuð. Jökuldalur er talinn næstlengstur dalur á íslandi, en Bárðar- dalur er, að Köldukinn meðtalinni, lengstur dalur. Innsta núverandi 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.