Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 101
SÁMSSTAÐIR í ÞJÓRSÁRDAL 103 Heldueldur hafi orðið sama ár, þ. e. 1106, en Annales regii telja að eldsuppkoma hafi orðið í Heklu 1104 og sandfallsvetur 1105. Texti Annales regii er að mörgu leyti varhugaverður, t. d. er í honum ein- hver ruglingur við árið 1104, þar sem sagt er frá mannskaða í ánni Fvlda. Eina ályktunin sem virðist unnt að draga af upplýsingum annálanna er að gjóskufallið hafi orðið um vetur. Vetur eru mjög misjafnlega snjóþungir og er því vitnisburður gjóskulagsins á norð- vesturlandi ekki afdráttarlaus vísbending um árstíma gossins. Á tveimur bæjum sem eyðst hafa í Heklugosinu 1104 hefur fundist mýrarauði innan tófta. Á Þórarinsstöðum á Hrunamannaafrétti var rauðahrúga varin hellum í einu fjárhúsanna.101 Á Sámsstöðum var nokkuð mikill mýrarauði í vestanverðum skálanum.102 Það er ljóst að þetta hefur verið hráefni til járnvinnslu enda fundust greinileg merki rauðablásturs á báðum þessum eyðibæjum. Mýrarauði er ákaflega óaðgengilegur á vetrum þegar jörð er freðin. 1 Egils sögu er þess getið að Skallagrímur hafi stundað rauðablástur á vetrum.103 Má ætla að járnvinnslan hafi verið stunduð á vetrum, en rauðinn dreginn að á öðrum árstímum þegar pæla mátti mýrar. Heimilt virðist að álykta að rauðasöfnin á Þórarinsstöðum og Sámsstöðum bendi til þess að Heklugosið hafi orðið að vetrarlagi. Hlaðan á Sámsstöðum var lítil miðað við nútíma búskaparhætti. Tvær aðrar hlöður sem hafa eyðst í Heklugosinu — 1104 hafa verið rannsakaðar, í Stöng og á Þórarinsstöðum.104 Ekki er ljóst af frá- sögnunum af þeim rannsóknum hvernig jarðlagaskipan var í hlöðu- tóftunum eða hvort sjá mátti hvort hey hefði verið í þeim þegar gjóskan féll. Gísli Gestsson fullyrðir af óyggjandi ummerkjum að hlaðan í Gröf í Öræfum hafi verið tóm þegar Öræfajökull kaus.105 Hlöður eru aðeins fullar af heyi á haustin og fyrri hluta vetrar. Galtómar eru þær í flestum árum aðeins að áliðnum vetri, á vorin og sumrin. Af annálum er vitað að Öræfajökull gaus í júní árið 1362 og gengur því dæmið upp í Gröf. Það má heita víst að hlaðan á Sámsstöðum hafi verið tóm þegar gjóskan féll í Heklugosinu mikla. Um það er lagskipting gjóskunnar 101 Kristján Eldjárn (1949), bls. 36—37. 102 ]>ví miður var magn rauðans á Sámsstöðum ekki mælt nákvæmlega. 103 Egils saga (1933), lF III, bls. 78. 104 Roussell (1943 b), bls. 92; Kristján Eldjárn (1949), bls. 31. 105 Gísli Gestsson (1959), bls. 43.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.