Kirkjublaðið - 01.01.1893, Síða 7

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Síða 7
7 og að slá á hina rjettu strengi hjarta þess, — og með þessu er einnig ráðin bót á því, sem ábótavant var i barnaskólunum. — Þessar samræður milli kermaranna og barnanna er hin aðallega hlið sunnudagaskólans. — En sunnudagaskólinn hefir einnig sína prjedikun, barnaprje- dikun, sniðna eptir hugsunarhætti og skilningsþroska barn- anna. — Þegar kennararnir hafa talað hver við sína deild og útskýrt texta þann, sem valinn hefir verið fyrir þann dag, fyrir börnunum, heldur forstöðumaður skólans eða einn af kennurunum ræðu til allra barnanna, út af texta þeim, sem þegar hefir verið útskýrður. — Auk þess eru bænagjörðir haldnar, sem forstöðumaðurinn stýrir, en þó eru börnin víða látin taka undir þegar »faðir vor« er beðið og eins þegar trúarjátningin er lesin, til þess að börnin fylgi því betur með. — Sálma hafa sunnudagaskól- arnir einnig fyrir sig, stutta og auðvelda. Með þessum hætti leitast þá sunnudagaskólarnir við að ná tilgangi sinum og með þessum hætti hafa þeir einnig orðið til ómetanlegrar blessunar alstaðar, þar sem þeir hafa verið tiðkaðir. Sunnudagaskóli sá, sem haldinn hefir verið hjer í Reykja- víkívetur, er því miður að eins ófullkomin byrjun. — Enginn þeirra, sem kenna þar hafa áður tekið þátt í sunnudaga- skólakennslu, og fiestir þeirra ekki átt kost á að kynna sjer þá. — Við þetta bætast ýmisleg vankvæði, sem við þarf að stríða; fyrst og fremst vantar viðunanlegt hús- næði. Bæjarstjórnin ljeði fúslega leikfimishús barnaskól- ans og lagði tii ókeypis hitun hússins; en því miður er húsið svo, að það verður ekki liitað til gagns, ef frost er mikið; auk þess vantar bekki, hentuga til skólahaldsins, því bekkir þeir, sem þar eru, eru allir of stórir; og einnig þyrfti hver deild barnanna að vera nokkurn veginn út af fyr- ir sig, þótt í samaherbergi væri, og kennararnir að geta setið hver hjá sinni deild, svo að börnunum verði haldið róleg- um, meðan á samkomunni stendur. Húsrúmið er auk þessa af svo skornum skammti, að ekki er hægt að leyfa öðrum börnum aðgöngu, en þeim, sem ganga í barnaskól-

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.