Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 9

Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 9
169 litu til mín, af því ég var íslendingur, eins og þeir væru að gæta að, í hvað góðum holdum ég væri eftir það fóður. Ég hálf- skammaðist mín, en hló líka og sá, að þetta má til sanns vegar færa; því á því leikur enginn vafi, að ef allir þvægju hendur sínar á undan öllum máltíðum, hefðu minni náin mök við hund- ana og héldu þeim burt frá matvælum og matarílátum, þá væri að líkindum engin sullaveiki í landinu. Veikin orsakast af litlum bandormi, sem eingöngu lifir í görnum og saur hundsins og verpir þar urmul af örsmáum eggjum. Það þarf eigi nema agnarögn af hiindasaur með þess konar eggjum að berast með einhverju móti niður í meltingarfæri mannsins, til þess að sullur myndist í líkam- anum, oftast nær í lifrinni. Á sama hátt fær sauðfé sullaveiki einnig frá hundunum. Hundarnir fá hins vegar bandorminn við að éta sulli úr kindarskrokkum, sem þeim þykir mesta krás. Að lokum vil ég nefna þrjá sjúkdóma, sem með þrifnaði einum má útrýma úr hverju landi, þ. e. geitur, kláði og lús. I’etta eru sjúkdómar, sem eru afar algengir meðal allra ómentaðra þjóða, en sem nú eru óþektir meðal siðaðra manna í mentuðum löndum. Pví miður ber enn þá altof mikið á þeim á íslandi, og er það ósamboðið jafn mentaðri þjóð og íslendingar eru að öðru leyti, og ætti því hver góður íslendingur að gjöra sér að skyldu, að stuðla að útrýming þeirra sem allra fyrst. Mér þykir því vel við eiga að fara nokkrum orðum um hvern af þessum sjukdómum, sérstaklega: GEITUR. Svo algengar eru geitur heima á Fróni, að all- flestir íslendingar kannast við þær. Flestir hafa þegar í æsku rekist á börn eða fullorðna, sem vegna þessa andstyggilega kvilla héldu húfunni á höfðinu, þegar aðrir tóku ofan. fað eru vanalega fátæklingar, sem hafa verið vanhirtir af sóðafengnum mæðrum eða fóstrum, og verða svo lengst af æfi sinni að bera kinnroða fyrir þeirra hönd, fara huldu höfði og reyna af skammfeilni að draga sig í hlé á samkomum siðaðra manna, en verða oft fyrir alasi og nöpuryrðum vegna þess, sem þeir í rauninni eiga sjálfir enga sök á, og eru uppnefndir: Geita-Gvendur, Skýlu-Jónas o. s. frv., og fyrirlíta seinast sjálfa sig. Geiturnar eru fólgnar í þykkum, seigum, gulgrænum skófum, sem hylja meiri eða minni hluta hársvarðarins. Pær eyðileggja hárið, sem dettur meira og meira af, eftir því sem sjúkdómurinn ágjörist, svo seinast verður höfuðið sköllótt. Pegar geiturnar einu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.