Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 22
Þær voru þá báðar laglegar stúlkur, jafnvel fríðar sýnum, að sumum þótti, þótt ekki væru þær líkari þá en nú. Jón Baldvinsson var líka álitlegur maður, ljós yíirlitum með ljóst hár og karlmannlega vaxinn. Pað litu því margar ungar stúlkur hýrum augum til hans um þær mundir. En Sigurlaug varð hlutskörpust þeirra allra. Hún hafði lika um þær mundir miklu almennara álit á sér en systir hennar. Hún var hæglát og fáskiftin og kom sér vel alstaðar þar sem hún var í vistum. Um annað hlutskifti en vinnumensku var ekki að tala fyrir þær, því þær voru báðar bláfátækar. Geirlaug kom sér aftur á móti hvergi vel. Hún var langt frá því eins vinnugefin og húsbóndaholl eins og systir hennar, þótti tilhaldssöm og sérhlífin og jafnvel svörul, þegar svo bar undir; yfirleitt ómerkileg bæði til orða og verka. Þess vegna toldi hún rétt að kalla aldrei ár í vist. — Pað þarf nú ekki að orðlengja það, að þau Sigurlaug og Jón Baldvinsson feldu hug hvort til annars. Pau voru þá bæði vinnuhjú á sama heimilinu. Vinátta þeirra byrjaði seint um veturinn og þeim kom saman um það, að ráða sig úr vistinni um vorið, taka jarðarskika, sem var laus þar skamt frá, og reisa bú saman um vorið. Svo ætluðu þau að gifta sig um sumarið. Pau byrjuðu raunar ekki með mikinn bústofn, en þó ofurlítinn. Pað var nú heldur ekki algengt í sveitinni þeirri, að byrja búskap með mikinn bústofn. En Jón Baldvinsson var dugnaðarmaður, og þó hann væri ekki reglumaður, var hann þó fyrirhyggjumaður og hneigður fyrir búskap. Og énginn var hræddur um að Sigurlaug mundi sundurdreifa fyrir honum. Gömlu húsbændurnir báðu þeim því innilega blessunar, þegar þau fóru frá þeim um vorið. Skilnaður þeirra Sigurlaugar og húsmóður hennar var hreint og beint gagntakandi. Pær grétu báðar og föðmuðust lengi, áður þær gætu slitið sig hvor frá annarri. Þvílíkur skilnaður húsbænda og hjúa var ekki óalgengur í þá daga. Nú umgangast húsbændur og hjú með meiri ókunnug- leik.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.