Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 35

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 35
i95 Lengst af á sama heimilinu. Heimilinu, sem á var minst í byrjun sögunnar. Hún gekk meira og meira inn í sjálfa sig, eins og menn segja. Hún varð altaf meira og meira ómannblendin og skildi sig frá öllum umheiminum. Aldrei fór hún í kirkju framar. Enginn maður sá hana framar á mannamótum. Hún sjálf gleymdist svo að kalla öllum almenn- ingi, en saga hennar lifði í sveitinni eins og æfintýri. Hún talaði ekki um raunir sínar við nokkurn mann, og færi einhver að leitast við að tala innilega við hana, gerði hún oftast skjótan enda á því. Henni fanst hún ekki vera upp á vináttu nokkurs manns komin. í»ó kom það fyrir að hún spurði um barnið sitt, en einungis þá, sem hún var viss um að ekki mundu hafa hátt um það. Stundum afhenti hún þá sömu manneskjunni ofurlitla fjárupphæð, sem hún bað hana um að koma til drengsins. Pað var það, sem hún hafði dregið til muna af kaupi sínu. Húsbóndi hans hélt þessum smáu peningasendingum saman, og þær urðu drengnum drjúgur styrkur, þegar hann komst upp, til að læra það, sem hann var hneigður fyrir, en það var söng- fræðin. Annars kærði Sigurlaug sig hreint ekkert um kaup og spurði sjaldan um það, einkum seinni árin. Og eftir að Baldvin litli var upp kominn, spurgði hún aldrei um kaup sitt. Hún vann af einhverri innri þörf til að vinna, til að hafast eitthvað að, sem dreifði hugsunum hennar. Pess vegna hneigðist hún helzt að stritvinnunni. Hendurnar á henni sýndu það líka, að hún hafði einhverntíma tekið þeim á verki. Pær voru brúnar og kjúkuberar og margsaxaðar af óhreinku, en fingurnir kreptir og hnýttir. En ef til vill hefir þessi stritvinna úti við haldið við heilsu hennar og lengt líf hennar fremur en hún sjálf óskaði. Henni varð sjaldan misdægurt fyr en sjúkdómur sá, sem dró hana til dauða, var fullþroskaður. Hún undi ekki kyrsetum eða innivinnu. Pá fanst henni óheilla- fylgjur sínar, sorgirnar og endurminningarnar, rísa upp með tvöföldu afli. Og svo unni hún sér engrar hvíldar. Pannig þroskaðist smátt og smátt með árunum það ástand, sem fyr er lýst. Hún sökk æ dýpra og dýpra niður í hirðuleysið 3!

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.