Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 55

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 55
215 á alt nema afturförina. Hann vantar trú á sjálfum sér, og van- treystir því öðrum. Hann sáir engu og getur því engrar upp- skeru vænst; hann vogar engu og vinnur ekkert. Hann er hræddur og hikandi, honum miðar hvorki fram né aftur, hann stendur altaf í sömu sporum. Stefna bjartsýnismannsins segir: starfaðu. Stefna svartsýnismannsins segir: gerðu ekki neitt. Hver stefnan hefir gert meira gagn í heiminum? Bjartsýnismaðurinn hugsar og framkvæmir. Svartsýnismaðurinn efast og leggur árar í bát. fað eru ekki svartsýnismennirnir, sem hafa hrundið framfara- fyrirtækjum á stað. Bað eru ekki þeir, sem hafa bygt járnbraut- irnar, stórhýsin, skipin og ýtt þeim ótrauðir út á hin ókönnuðu heimshöf, þeir hafa ekki bygt brýr yfir ófæru árnar straumhörðu, ekki höggvið járnbrautagöng í gegnum fjöllin, ekki ræktað frjósama akra á berum, bláum klettinum, ekki bygt verksmiðjurnar eða komið neinum framförum eða þægindum á í heiminum, sér og meðbræðrum sínum til handa. Alt þetta hafa bjartsýnismennirnir gert. Pað eru þeir, sem hafa gefið heiminum þá ytri mynd, sem hann nú hefir hvað mentun, þjóðmenning og verklega framför snertir. Peir halda altaf í áttina áfram, keppa að hærra og hærra fullkomnunartakmarki. Til að stuðla að heimsframþróuninni getur því ekkert spurs- mál verið, hverri skoðuninni beri að fylgja. Reyndar hepnast ekki öllum bjartsýnismönnum störf sín, en þeim sem hepnast þau, eru bjartsýnismenn. Starfshepnin er árangur viðleitninnar, og bjartsýnin er viðleitninni sterkara hvata- meðal en nokkuð annað. Mishepnanirnar umkringja svartsýnismanninn og elta hann eins og skuggi. Vantraustið fyllir hann kvíða, hann þorir ekkert að takast á hendur og sýni hann viðleitni í einhverja átt, er hún vanalega svo óæfð, þróttlítil og ófullnægjandi, að árangurinn verð- ur lítils nýtur. Maður, sem er firtur von, trú og trausti og byrjar eitthvert starf í því ástandi, getur aldrei borið úr býtum annað en sífelda mishepni með störf sín, hvort sem hann vinnur fyrir sjálfan sig eða aðra. Enginn getur búist við eða fengið góðan árangur af starfi sínu nema sá, sem leggur fram beztu, beztu kraftana, sem hann á til, sem grípur og notar tækifæri, sem honum berast að höndum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.