Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 2
34 SKÓLABLAÐIÐ anna (sem þó er ekki alstaöar), og aS áskildar skýrslur séu sendar stjórnarráSimi um rekstur skóláns og fjárhag. UnglingafrætSslan er þannig ekki fyrirskipuð meö lögum. Einstakir menn hafa tekið sig fram um aö stofna skólana og halda þeim uppi með styrk af landssjóðsfé. 1 sjálfu sér var ekkert á móti að svo væri af stað farið,- ekk- ert á móti því, að menn, sem fundu köllun hjá sér til að standa fyrir skólunum, hefðu nokkuð frjálsar hendur um skipulag þeirra og rekstur. MeS þvi hefði átt að fást nokkur reynsla, hvað best hentaði. En vitanlega getur slíkt ekki verið til fram- búðar; þetta skipulag — eða skipulagsleysi — getur ekki verið hentugt til að byggja á mjög þýðingarmikinn lið í lýðment- uninni. Það sem hver maður verður fyrst og fremst að reka augun í, er það, að hér er engin trygging sett fyrir undirbúnings- mentun kennaranna við unglingaskóla. Það var auðvitað enginn hægðarleikur að gera, þar sem engum hæfum mönnum var á að skipa. Stofnun unglingaskóla m e ð 1 ö g u m er í raun og veru ekki tímabær fyr en vel hæfir starfsmenn eru fengnir. Ekki tjáir að eignast skip, ef enginn kann að sigla. í tillögum sínum um kennaramentunina gerir Jónas kennari Jónsson ráð fyrir 6 ára skólagöngu fyrir unglingaskólakenn- ara, 8—8J4 mánuð á ári hverju, til undirbúnings undir skóla- starfið. Hann sér það rétt, að vel þarf að vanda til undirbún- ingsmentunar þessara manna; en á tillögur hans um kennara- mentunina verður síðar minst; hér skulu athugaðar tillögurnar um skipulag unglingaskólanna. Það er þá ráð fyrir því gert, að stofnaðir verði — með tím- anum og smátt og smátt — 20 unglingaskólar á landinu, einn í hverri sýslu, með tveggja til þriggja vetra námsskeiði fyrir hvern nemanda. Ekki er gert ráð fyrir skólaskyldu. Skólarnir eiga að standa í sveit og vera heimavistarskólar, og kennar- arnir búa á jörð, sem sé skólasetur; 20 nemendur mest i hverri ársdeild; það verða 60 nemendur, ef kenslan stendur í þrjá vetur. Ekki er farið langt út í hvað kenna skuli; þó gert ráð fyrir tveim útlendum tungumálum, líkamsæfingum, útileikj- um og almennum vinnubrögðum. Og ekkert farið út í það, hvað þessar stofnanir kosta, stofnféð, né heldur hvað árlegur rekstrarkostnaður muni verða, og ekki nefnt hvaðan féð

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.