Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 16
48 SKÓLABLAÐIÐ FræSslunefndin fór þannig í geitarhús að leita ullar. Þá snýr hún sér til yfirstjórnar fræöslumálanna og-biöur um úr- skurö. Hann var feldur 5. þ. m. og hljóðar þannig í bréfi til fræðslumálastjóra: „Út af þessu (erindi formanns fræbslunefndar Geithellna- hrepps) skal yður hér með til vitundar gefið til leiöbeiningar og frekari birtingar fyrir téðri fæðslunefnd, að það er að sjálf- sögðu heimilt að greiða fæðiskostnað kennara úr fræðslusjóði meö ]dví a 11 u r kostnaður við- barnakensluna á að greiðast á þann hátt.“ Það sem valdið hefur ágreiningnum er það, hvort fæði kenn- arans verði talinn fræðslukostnaður. En erfitt er að vísu að skilja, hvernig það getur vafist fyrir gjaldendum — og sýslu- manni, þar sem fræðslulögin telja fæði, húsnæði og þjónustu hluta af kaupi kennarans (22. gr. 2.), en samkvæmt þeirri grein var hlutaðeigandi kennari ráðinn. Til prófdómara. Með því að prófskýrslur eru oft ekki skrifaðar fyr en nokkru eítir að prófi er lokið, hefur stjórnarráðið leyft að prófdómari skrifi ekki undir skýslurnar, heldur að eins undir prófbókina. Prófdómarar þurfa því ekki að bíða eftir að skýslurnar séu skrifaðar. Fræðslumálastjórinn. SKÓLABLAÐIÐ er nú sent nokkrum mönnum (sem ekki hafa pantað það) til sýnis, og eru þeir vinsamlega læðnir að láta útgefanda sem fyrst vita, hvort þeir vilja gerast kaupendur. Árgangurinn kr. 1.50. Sömu kostaboð og auglýst voru fyrir áramótin standa enn: 4.—9. árg. á 1 kr. hver, en allir saman (6 árgangarnir) á 4 kr. Nýir kaupendur að 10. árgangi fá árgangana 4.—9. fyrir 3 kr. -þ burðargjaldi (0.75), og sendi borgun fyrirfram. Nýir útsölumenn óskast. Sölulaun 20 pct. fyrir 5—10 eint., og 25 pct. yfir 10 eintök. Pantið í tíma allir, sem viljið eignast fyrri árganga! Útgefandi: Jón Þórarinsson. — Prentsmiðjan Rún.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.