Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 14
46 SKÓLABLAÐIÐ „GóSa nótt, börn. HafiS þökk fyrir sólskyniS.“ Nú get eg tekiö til starfa. Farkennari. Nýr heimavistarskóli. Þeir sem fara þjóðveginn austur frá Akureyri, yfir VaSla- heiSi, koma niður í miSjan Fnjóskadalinn aö litlum bæ, sem heitir S k ó g a r. Rétt fyrir neSan túniS er steinbrúin mikla yfir Fnjóská, og í brekkunni hinu megin viS ána er annar fegursti skógur á landinu, Háls- og Vaglaskógur. f sumar sem leiS keyptu Fnjóskdælingar Skóga og ætla aS reisa þar barna- og unglingaskóla fyrir sveitina. Jafnframt réSu þeir fyrir kennara viS skólann GuSmund Ólafsson frá SörlastöSum, mann, sem meS réttu er í óvenjumiklu áliti sem skólamaSur. í skógum var nýbygt timburhús og verSur þaS nú bætt og lagaS eftir þörfum skólans. VerSur þar hentug íbúS fyrir 12—15 börn og önnur fyrir kennarann og fólk hans. Búist er viS aS börn á skólaaldri verSi tekin í skólann í tveim deildum, eldri og yngri flokkur, í tvo mánuSi hvor. SíSan verSur ung- lingaskóli fyrir sveitina í tvo mánuSi. AS öllum líkindum leggja foreldrarnir mat á borS meS börnunum og unglingunum og hefur hver hópur mötuneyti saman. StaSurinn er einkar hent- ugur til skólahalds, liggur á krossgötum í miSri sveit. Ódýr eldiviSur rétt viS hendina úr skóginum. JörSin er aS vísu lítil og harSbalaleg. Telja sumir þaS ókost, en tæplega er líklegt aö þaS komi aS sök. AS minni hyggju er þetta mesti viSburSurinn í mentamála- sögu okkar þetta ár. Hér er heil sveit, sem samhuga leggur út í aS koma upp mentastofnun fyrir börn sín og unglínga, eins fullkominni og ástæSur frekast leyfa. Skólinn er tekinn af flækingnum, sem er sama og aS taka börnin af flækingnum. Honum er fengiS heimili, þar sem hægt er aS vinna aS framför barnanna, og vel getur fariS um þau. Jafnframt er viS- urkent, aS skólinn þurfi góSan, gáfaSan og velmentaSan mann fyrir kennara, og aS slíkur maSur fáist ekki til lengdar, ef hann

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.