Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 41 stóöu í ,,'Bréfi af Fljótsdalshéraði“, sem birt var i dagblaðt einu í Rvík, er komist svo aS orði, aö landlæknir hafi á ferð um Fljótsdalshérað s. 1. vor, brýnt fyrir lækni 0g sýslunefnd, að hafa gætur á, aö berklaveiki útbreiddist ekki meö far- skólunum. Einnig er i greininni gefið í skyn, og get eg ekki þakkað ritstjóra þá árás að órannsökuðu máli, að læknir muni eigi hafa tekiö i taumana í þessu máli, sem þó virðist rit- stjóra innan handar, en ekki er þess getið, hvað sýslunefnd hefur gert í þessu efni. Með því aö svo sýnist, eftir greininni að dæma, sem ritstjóra sé eigi fyllilega kunnugt um þá heilbrigðislegu hliö farskóla- halds til sveita, þá skal á hana minst í fám orðum. Fræöslu- nefndir til sveita, þar sem eg þekki til, ráða farskólaheimili án þess aö ráðfæra sig við lækna um heilbrigðisfar á bæjum þeim, sem kenslan á að fara fram á. Börnin fara í skólana, kennari er ráðinn án þess að heilbrigðisvottorða sé krafist. Lækniseftirlit méö farskólum, þar sem eg þekki til, hefur með öðrum orðum ekkert verið, þar til s. 1. haust, að að eins ein fræðslunefnd bar undir lækni val sitt á kensluheimilinu, nokkru eftir að það var um götur gert. Eg get eklci skilið, að læknar eigi sök á þessu. Fræðslunefndir senda lækni enga tilkynningu um val kenslustaða. Þess vegna er það, að læknir hefur stundum rekið sig á yfirtroöslur á heilbrigðisreglum í sumum hreppum á ferðum sínum þar um, en auðvitað heiðar- legar undantekningar. Orsökin hefur verið búin að verka um tíma, þegar að þessu var komist, og hægt var að kippa í lag, sumstaðar engin vitneskja um farskólahaldið fyr en eftir á, því hér hagar til eins og í sveitum viða, að strjálbygt er, en umdæmið stórt yfirferðar og í afskekta hreppa fámenna er læknis sjaldan vitjað. Samvinnu hefur vantað og vantar milli læknis og fræðslunefnda, heilbrigðislegu hlið farskól- anna hefur lítill sómi verið sýndur. Eg er á sama máli og ritstjóri Skólablaðsins um það, að lækniseftirlit sé nauðsynlegt, og að það sé mjög athugavert við farskólahaldið, hversu það hefur verið vanrækt. Þess vegna er það eigi rétt og eigi samboðið greinarhöfundi, að vera með dylgjur um mig eða embættisfærslu mína, þó að eg vilji koma á samvinnu í þessu efni, því annað vakir eigi fyrir mér. I áminstri grein stendur, að svo mjög hafi kveðið áð hræðslu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.