Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 12
44 SKÓLABLAÐIÐ allskýr í huga mér, þótt hér verSi aS eins fáir drættir hrip- ahir upp.: Þörfin fyrir starf með þreki og festu á aSra hlið, en efnin og mátturinn til aS uppfylla þörfina á hina hliðina.—- Já, þörfin er brýn á allar hliöar, að krafturinn sé knúinn fram, til aS pæla í þjóSlífsakrinum, undirbúa hann og sá góSu fræ- kornunum, en uppræta svo illgresiS sem vill kæfa þau.------- En þaS eru fleiri en börnin, sem þarf aS aga og laga. Skilningur flestra á uppeldis- og fræSslumálunum nær svö sorglega skamt, og áhuginn er sáralítill. Ungu meyjarnar þurfa ekki langt aS fara til aS sækja sér þekkingu á aS tilreiSa munntaman mat og bera hann fram eftir tískunni. En hvert eiga þær aS sækja þekkingu í upp- eldisfræSi og sálarfræSi? ESa ungu mennirnir, sem bráSum taka á sig ábyrgSina miklu sem feSur og uppalarar? — Einn einasti skóli á landinu kennir uppeldisfræSi. •—• Og surnir „skólagengnir" menn hafa varla heyrt þaS orS nefnt. Hvernig stendur annars á því, aS kvennaskólar meS 3—4 ársdeildum skuli ekki kenna uppeldisfræSi? Hamingjan hjálpi okkur farkennurum! Sannarlega má okk- ur oft vera órótt innan brjósts og þungt í skapi, þegar viS lítum á aSstöSu okkar viS kenslustarfiS. Því aS nokkru betur sett eru starfssystkyni okkar viS föstu skólana. Lítum á húsakynnin: Lítil baSstofuhús, oft ofnlaus, svo aS á tvennu leikur stundum, aS teljast megi ,,forsvaranlegt“; og svo þröngt um hópinn, þótt smár sé, aS naumast verSur snúiS hendi né fæti, þegar loks er búiS aS koma fyrir sætum og boröum. Og ekki mun dæmalaust að börn og kennari hafi orSið aS hjálpast aS aS halda á landsuppdráttum og öSrum stærri myndum, öSru hvoru í kenslustundunum, vegna þess, aS ekki var hægt aS koma þeim fyrir öSru vísi, svo allir gætu séS. — ÓvíSa afdrep fyrir kennarann aS lokinni kenslu, þar sem hann geti í næSi búiS sig undir tíma, eSa haft skriftir, sem tillieyra starfinu, nema þá í ísköldu svefnhúsi, þar sem hugsunin verSur köld og stirS eins og likaminn, og heilsan í veSi. Fáar bækur aS sækja yl í eSa nýjan fróSleik um þau mát er snerta starfiS. — Og launin leyfa engan aukakostnaS i þarfir þessa máls.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.