Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 6
38 SKÓLABLAÐIÐ Eg get ekki betur séð, en aö fræSslulögin hafi vel staöist sitt próf. Því var spáS, aö börn mundu ekki geta fullnægt kröfum þeirra og bændur og búaliö ekki standast kostnaöinn viö framkvæmd þeirra. Hvorttveggja hefur sýnt sig vera á- stæðulausar getgátur. Eins og eg hef áður bent á, þá er það miklu almennara, að þau börn, sem njóta lögskipaðrar kenslu -— farkenslu — læri meira en lögin til taka. Þannig er það undantekningarlítið með þau börn, sem farkenslunnar hafa notið í 4 vetur, að þau hafi lært alla Landafræði Karls Finn- bogasonar, alt íslandssöguágrip Boga Melsteds, Náttúrufræði Bjarna Sæmundssonar út að Steinum að viðbættum kaflan- um um manninn, og mörg hafa lesið bókina alla, og eins er það með reikning, sem ýmsir bjuggust við að mundi verða erfiðast, að þau börnin, sem hafa notið nýtilegrar reikn- ingskenslu, þau hafa flest öll kunnað og s k i 1 i ð fult svo mik- ið í reikningi eins og til er tekið og enn meira. Eins er það með kostnaðarhliðina, hún er ekki eins ægileg og margir halda. í þessum sveitum, að einni undantekinni, Kirkjuhvammshrepp, eru börn á fræðslualdri oftast nær um 20, stundum færri, stundum lítið eitt fleiri. Ef þeim er safnað saman, yngri börnunum í annan flokk- inn og þeim eldri í hinn, þá kemst einn kennari hæglega yfir að kenna þeim öllum og þarf þá ekki að kenna nema 16 vikur. Þar sem þetta hefur verið gert svo, er kostnaðurinn áreiðan- lega minni, þegar alt kemur til alls, heldur en þar sem hver baukar í sínu horni og tekur einhvern kennara heim til sín 4—5 vikur, til þess að kenna 2—3 börnum, fyrir utan það sem til þeirrar kenslu er vanalega tekinn hver sem ódýrastur er, hvort sem hann getur kent nokkuð eða ekki neitt. Eg man hvað eg var argur eitt vorið. Þá höfðu þrír bændur í einni sveitinni — þar sem var ágætur farkennari — slegið sér saman og tekið mann allan veturinn til að kenna heima hjá sér en ekki notað farkensluna. Mörg af þeim börnum voru ágætlega vel gefin og kunnu því utan að, það sem í bókunum stóð, en frá kennaranum höfðu þau ekki n e i n n þekkingarforða, og það sem þau ekki skildu sjálf, var þeim óskilin gáta, því frá kennaranum var engan skilningsauka að hafa. Eg veit ekki hvað sá kennari hefur kostað bændurna, en það veit eg, að þó hann hefði unnift

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.