Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 39 kauplaust, þá var sú kensla alt of dýr, því fyrst og dremst kostar fæöiö mikiö ög svo var einum vetri eytt til einski's fyrir nemendurna. Eg veit þaö ofur vel aö þaö kostar sveitarsjóöinn fleiri krónur aö halda uppi góðri farkenslu heldur en skifta sér ekkert af því og láta alt reka á reiöanum, en þaö fyrirkomu- lag veröur áreiöanlega miklu dýrara fyrir sveitarfélagiö i heild sinni, auk þess sem ómögulegt er aö meta til verös skaðann, sem leiöir af því fyrir nemendurna aö fara þá margir hverjir á mis viö nýtilega tilsögn. Og þegar eg lít yfir þessi árin, sem eg hefi verið viö próf, þá dylst mér ekki aö þekking og þroski barna hefur vaxiö að mun við framkvæmd fræðslulaganna, þó mikið vanti enn á að svo vel sé sem gæti verið, og eru til þess ýmsar orsakir. Skal eg hér benda á nokkrar: Tel eg þá fyrst það, hve gjarnir menn eru á þaö aö bora sér út, nota ekki farkensluna, en láta hina og aðra káka viö það að segja börnunum til, eða gera þaö sjálfir, þvi þeir hafa fyrst og fremst engan tíma til þess afgangs frá öðrum bú- störfum og eru auk þess, sem ekki er von, ekki starfinu vaxnir. Lítil og ill húsakynni eru og mjög vondur Þrándur i Götu. Þess er ekki að vænta að góður árangur geti orðið af kenslunni, þegar hún á aö fara fram í litlum baðstofuherbergjum, þar sem ekki er hægt að nota nein kensluáhöld og auk þess innan um annað fólk, oft og tíðum. Og loks er enn tilfinnanlegur skortur á góöurn kennurum. Þeir góðu kennarar, sem koma frá kennaraskólanum, sem eru óefað nokkuð margir, þó mikið vanti á að alt sé það góöir kennarar sem þaöan koma, fást ekki til þess aö gera far- kenslu í sveit að æfistarfi sínu, þykir bæöi kaupið of lítið og óþægindin of mikil. Af þessu stafa tíð kennaraskifti, sem er afaróheppilegt og það, að þegar þeir eru aö læra af reynsl- unni að inna starfið svo af höndum aö vel sé, þá hætta þeir starfinu og aðrir ó.kunnir koma í staöinn. Þetta, og ýmislegt fleira,, sem eg hirði ekki aö telja hér, er orsök þess, að minna miöar á menningarbrautinni en skyldi, en uppeldis og fræöslumáliö er svo mikið þjóðþrifamál, aö allir góðir menn ættu að taka höndum saman um aö hrynda því

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.