Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 8
40 SKÓLABLAÐIÐ áleiðis svo takmarkinu: heilbrigö sál í hraustum líkama, verði náð. Eg mun nú ekki fjölyrða meira um þetta aö sinni, en biö að síðustu SkólablaSiS aS bera öllum ungum og gömlum kunn- ingjum mínum frá prófborSinu kæra kveSju mína meS bestu þökkum fyrir viSkynninguna, og vil í lokin skjóta því til litlu vinanna minna aS missa aldrei sjónar á hugsjóninni, sem fólgin er í hinu gullfallega erindi: TrúSu á tvent í heimi tign sem æSsta ber: Guö í alheims geimi, guS í sjálfum þér. Þá mun þeim vel farnast, og þeir geta brotist upp á hæsta tindinn. . Eggert Levy. Berlaveikin og farskólarnir. Herra Ól. Ó. Lárusson læknir hefur sent SkólablaSinu eftir- farandi grein, og er hún tekin meS ánægju. Þann algera mis- skilning er rétt aS leiörétta þegar í staö, aS ritstjóri Skóla- blaSsins hafi i tilvitnaSri grein á nokkurn hátt gert árás a lækninn, né veriS meö nokkrar „dylgjur“ um embættisrekstur hans. Enginn mun heldur hafa skilið greinina svo. Ritstj. þykist og hafa veitt hinni „heilbrigöislegu hliS far- skólanna til sveita“ fulla athygli, og bera þær greinar, sem í Skólablaöinu hafa staöiS undanfarin ár, ljóst vitni um þaö, þar sem aftur og aftur hefur veriS rætt í blaðinu um hin lé- legu og heilsuspillandi húsakynni farskólanna, sérstaklega veriS varaö viö berklahættunni og því meöal annars skotiS til landlæknis, hvort hann gæti ekki skipaö læknum aö hafa eftirlit með farskólunum aS þessu leyti. En enginn hefifr hreyft sig, fyrri en nú. Þetta er grein læknisins: í 12. blaöi SkólablaSsins 1915 er grein meS þessari fyrir- sögn. í grein þessari, sem er rituö i tilefni af ummælum sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.