Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ ----Ssss®--- TÍUNDI ÁRGANGUR 1916. Reykjavík, 1. apríl. 4. blað. Tillögur Jónasar Jónssonar frá Hriflu um uppeldismál. III. Kennaramentunin. Seinasti kaHi í greinum J ó n a s a r kenn- ara Jónssonar um uppeldismál, er um kennaramentunina. Margt þykir honum misráði'ð við stofnun kennaraskólans, og er þar stórtækur á breytingar; skólahúsið óvandað „timburhús úr lélegum viði og illa bygt“, segir hann. Um það skal hér ekki rætt; að eins tekið fram að e f n i hússins er hið besta, sem hér var þá kostur á og byggingin gerð eftir fyistu kröfum, sem byggingarsamþykt Reykjavíkur gerir til traust- leika húsa, og að henni unnið af smiðum, sem taldir eru bæði vandvirkir og samviskusamir. Það að húsið var reist úr tré en ekki steinsteypu var afleiðing þess, að þingið skar svo við neglur sér fjárveitinguna að ekki var til hugsandi að reisa það úr steinsteypu, sem þá var miklum mun dýrari en tré, Fyrsta tillaga um byggingu skólans var sú, að það yrði steinhús með heimavistum handa nemendum, og var þá gert ráð fyrir að 65000 kr. mundu nægja til byggingarinnar. í frum- varpi stjórnarinnar varð þó ofan á að áætla kostnaðinn 40000 kr. En alþingi lækkar þessa upphæð enn niður í 25000 kr. til hússins. Þar með var loku fyrir skotið, að húsið yrði gert úr steini, og auðvitað ekki að hugsa til að hafa þar heimavistir. Ekki alls fyrir löngu hefur „Skólablaðið" annars gert kenn- araskólann að umtalsefni, svo að lesendum má vera kunnugt um skoðanir þess á honum að ýmsu leyti. En hér verður þá

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.