Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 12
6o SKÓLABLAÐIÐ vegna þess aö kennararnir vanræki skyldu sína. Þetta er dæma- laust prúðmannlegur dómur um kennarastéttina yfirleitt, — eSa hitt þó heldur. Þaö er ekki svo lítil hugnun fyrir þá kennara, sem vinna starf sitt meS trúmensku, en hafa óbærÞ lega lág laun, aS láta sletta sér slíku i nasir. ÞaS fer þá fyrst aö veröa eftirsóknarvert aö vera kennari, þegar dómar manna fara aö veröa svona um þá yfirleitt. Þáö getur vel veriö, að háttv. bréfritari meini hér aö eins kennarana i Táikna- firði og kennara þar á næstu grösum, eins og auövitað hefði verið eðlilegast, þvi hann hlýtur að þekkja þá best. Þaö væri þvi ef til vill réttast að skilja orö hans þanúig. En skrif hans er þannig sett saman, að þaö verður ekki skilið nema á einn veg, nefnilega þann: að svona sé nú kennarastéttin yfirleitt. Eg skal ekkert dæma um, hvort þetta er óviljaverlc eða ekki hjá háttv. bréfritara. Eg skal heldur ekkert dæma um kenslukraftana í Tálknafiröi, þvi eg þekki þá ekki neitt. En svo mikið segi eg, að ef margir Tálknfiröingar telja kenn- urum sínum þannig eftir, þá vildi eg ekki vinna þar að barna- kenslu. Ekki einu sinni fyrir hærra kaup en lögin ákveða, því eg vil heldur vinna fyrir lág laun, sem ekki eru talin eftir, heldur en fyrir hærri laun, sem goldin eru með hangandi hendi. Eða hyggur heiðraður bréfritari að nokkur einstakur maður eða heil stétt manna gangist upp við það, að láta telja eftir sér hvern bita og sopa, eins og margir gera sig seka í, gagn- vart kennurunum. Eg segi nei. Slíkar eftirtölur eru stórskað- legar og jafnvel skaðlegri en margt annað, er menn hyggja verra. Nú vil eg spyrja yður, heiöraði bréfritari: Er yður kennara- stétt íslands svo vel kunn, að þér getið, með góðri samvisku, kveðið upp yfir henni slíkan dóm, og þaö í málgagni hennar sjálfrar? Eg þekki yður ekki neitt, góði minn, og get því ekki svarað mér sjálfur. En eg þekki ýmsa aðra af þessu sauða- húsi, og get þess vegna giskað á, að þekking yðar um þetta efni, nái helst til skamt, til þess að dómur yðar geti verið ábyggilegur. Að minsta kosti þekki eg marga kennara, sem vinna starf sitt með dygð og trúmenskp, án þess að hafa það fyrir aug- um að fá sem mest fyrir sem allraminsta vinnu, eins og bréf- ritaranum þóknast að komast að orði.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.