Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 53 3. bæta einu ári viö fyrir þá, sem ættu að vera unglingaskóla- kennarar. 4. Byggja hjá kennaraskólanum hús til heimavistar fyrir nemendur með íbúö fyrir 1 kennara, sem væri umsjónarmaður þar og ráðsmaður, og hæfilegt húsrúm handa æfingaskóla, og leikfimishús. Hvað kostaði þetta? og hvað ynnist vi& það? Það kostaði einn fastan kennara við skólann, og annað ekkí, — auk byggingarkostnaðar. En mikið ynnist. Fyrst og fremst það, að þá kæmi enginn ólæs og óskrifandi í skólann, og vankunnandi í öllu öðru, sem reglugerðin heimtar. Þá kæmu í skólann menn og konur, sem 1. gætu lesið skýrt og áheyrilega íslenskt mál, bundið og ó- bundiS og þektu málfræðislegar hugmyndir og helstu atriði í íslenskri beygingarfræði, og enn fremur gætu skrifaS ritvillu- litið stutta ritgerS um kunnugt efni, 2. kynnu 4 aðalgreinir reikningsins í heilum tölum og brot- um (einnig tugabrot) og hafa leikni í að nota þær, 3. gætu lesið dönsku með nokkurn veginn framburði eftir að hafa lesið 100 blaSsíður í dönsku í 8 blaða broti, og þektu allrahelstu atriði danskrar beygingarfræði, og gætu snúiS á rétta dönsku auöveldum setningum daglegs máls, 4. hefSu numiS ágrip af sögu íslands, 5. hefðu nokkra þekkingu á almennri landafræði, og hefðu numiö nokkurn veginn nákvæma lýsingu íslands, 6. þektu helstu dýr og jurtir, einkum húsdýrin og gagn- jurtir. Þetta eru kröfur reglugerSar skólans. En hingað til hefur ekki veriS gengið stranglega eftir, aS þeim væri fullnægt. Þegar einn af kennurum skólans leggur til aS lengja skóla- tímann, (sem hefur mikinn kostnaS i för meS sér fyrir land- sjóð) til þess aS bæta úr mentunarskorti kennaranna, verSur ekki hjá því komist aö minna hann á þetta. Átján ára piltar °g stúlkur, sem koma í skólann, hafandi þann þekkingarforöa til brunns að bera, sem reglugerSin gerir ráS fyrir, munu á þrem vetrartímum veröa svo fær aS þau geti oröiS sæmilegir barnakennarar, þó aS meira væri heimtaS en fæSslufögin gera. Fyrst þegar reynslan sýndi, aö sæmilegri kennaramentun

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.