Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 57 tilfinningasljóu er tilgangslaust aö heimta mikiö. Kennararnir eru frjálsir í valinu. Ættjaröarsögunámiö hefur veriö erfitt, meö námsbók þeirri, sem notuð hefur veriö (ágrip Boga). Nú er Jónas Jónsson kennari aö semja barnanámsbók í íslándssögu, og takist hon- um ekki ver meö seinna heftiö en þaö fyrra, verður hún nothæf kenslubók. Fyrra heftiö er létt og skemtileg lestrarbók. Börn- in finna þaö sjálf, og það verða bestu meðmælin. Næga fræöslu veitir það, með hjálp kennara. Ekki er meining höf, að bókin sé öll lesin fremur en verkast vill, ber þar enn að sama brunni, aö sníða má stakkinn eftir vextinum. Með léttri lestrarbók og stuðningi af Islendingasögunum ætti aöaltilgangi sögunámsins að verða náð, sem er að glæða ættjarðarást og dug án andlegrar ofreynslu. Kröfur i landafræöi og náttúrufræði eru ekki miklar, miðað við lögin. Þar höfum við ekki enn hentugar námsbækur handa börnum. Kenslan þarf því mest að vera munnleg, með stuðningi af kortum, myndum og teikningum. Hjá nýtum kennurum fer þetta vel. Lestur og skrift telja víst allir sjálfsagt að læra. Varla er unt að gera vægari kröfur en gert er í stílagjörð, en talsverðir erfiðleikar eru þó að fullnægja þeim; má þar heimilunum mest um kenna. Þar fá börnin undirstöðu móður- málsþekkingarinnar, og læra oft rangan framburð stafa og orða, í mæltu máli og lestri. Hæfar reikningsbækur eru nú fáanlegar. Bækur S. Á. Gísla- sonar og Jörundar og Steingríms. Með þeim má gera námið Oiun auðveldara og skiljanlegra en áður, það verður ekki til- íinnanlega erfitt. Ef framhaldsnám unglinga yrði lögboðið, kynni að mega hraga úr reikningsnámi innan 14 ára aldurs. Sleppa einhverju 1 almennum brotum. Taka t. d. inngang brota yfir höfuð og tugabrot í sambandi við kr. og aur. og metrakerfið. Mín reynsla er í stuttu máli þessi: a ð hvert meðalgáfað barn geti, án þess að þreyta eða sljófga sálarkrafta sína, feert það, Sern krafist er; að nægja megi 2 mánaða skólakensla í 3 vet-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.