Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 2
SKÓLABLAÐIÐ 50 vikiö aS tillögum hr. J. J. um breytingar á honum, en þær eru aöallega tvær: 1. að flytja skólann burt úr Reykjavík, upp í sveit, og 2. aö lengja kenslutimann úr 3 vetrum í 6 (4 ár fyrir barna- kennara og 6 ár fyrir unglingaskólakennara), og um leiö lengja skólavinnuna á hverju ári úr 6 mánuðum upp í 8—8)4 mánuð. Flutningurinn. Rökin, sem færö eru aö því, að skólann eigi skilyröislaust aö flytja austur í Ölves eöa upp í Borgarfjörö, eru þau, a ö vistin þar veröi nemendunum helmingi kostnaöar- minni en í Reykjavík og a ö skólinn „yröi miklu betri, ef hann stæöi á heilnæmum staö uppi i sveit, heldur en í ,mislitu‘ kauptúni eins og Reykjavík". Þegar minst var á kostnaöinn viö aö lifa í unglingaskóla meö heimavist í sveit (í seinasta blaöi) var látirin í ljós efi um það, aö heimavist í sveitaskóla yröi til muna ódýrari nemend- um en heimavist í kaupstaöaskóla, og vóru búreikningar heimasveina í Flensborg í Hafnarfirði þar teknir til saman- burðar; virtist sá samanburður benda á að sparnaðurinn yrði ekki mikill. En ekkert vit getur verið i að bera annaö saman en heimavistarkostnaö í sveit og kaupstað. Því að auösætt er það, að hús til heimavista má ekki síður hafa í kaupstað en sveit; verður auðvitað ódýrra í kaupstað, jafngott. Reynist nú svo við nákvæma athugun og útreikninga, sem auðvelt er að gera með hliðsjón af þeim skólum, sem reknir eru í sveit og þeim sem reknir eru í kaupstað — mætti taka spítalana meö — aö heimavist i kaupstað, eöa við kaupstað, reynist álika dýr og í sveit, þá er s ú ástæöa fyrir að flytja kennaraskólann austur að Reykjum eða upp aö Einarsnesi orðin léttvæg. Þá sýnist liggja nær að reisa á kennaraskólalóðinni í Reykja- vík heimavistarhús fyrir nemendur kennaraskólans, heldur en hitt, að byggja yfir skólann sjálfan og alla kennarana með ærn- um kostnaði einhverstaðar uppi í sveit. Ekki má loka augunum fyrir kostnaðinum — a ð ö ö r u j ö f n u. Hvaöa húsakynni þarf að reisa fyrir hinn fyrirhugaða kenn- araskóla í sveit? Og hvað kosta þau?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.