Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐIÐ 63 3. Skrá yfir skammstafanir þær á eiginheitum manna, sem æskilegt þykir aö nota. í nefndina voru skipaSir: Einar Hjörleifsson, GuSmundur Finnbogason og Pálmi Pálsson. Allir munu játa, aS sá bekkur sé vel setinn, er þessir skipa, en mörgum mun finnast, aS tíma þeirra og vitsmunum hefSi mátt verja til einhvers þarfara, hvaS sem peningum landsjóSs líSur. SíSasta atriSiS í bréfinu leysir nefndin ákjósanlega vel af hendi. Hún neitar blátt áfram aS sinna þvi og segist „ekki telja æskilegt, aS eiginheiti manna séu alment skammstöfuS". ÞaS liggur nú nokkurn veginn i augum uppi. ÞaS birtir enginn nafn sitt meS því aS skrifa fyrsta stafinn í því, og fæstir eru svo önnum kafnir, aS miklu muni, hvort þeir skrifa nafniS Sitt heilt eSa eitthvert brot af því. Hitt er auSsætt, aS skammstöf- un eiginnafna miSar til þess aS útrýma þeim úr málinu, en byggja inn aftur ættarnöfnum, aS útlendum siS. Vitanlega gerir margur þetta í hugsunarleysi, en raun til þess aS vita, aS alþingi sjálft skuli vilja stuSla aS því. AnnaS atriSiS í erindisbréfinu virSist nefndin líka hafa leyst vel af hendi, þó aS vafalaust orki tvímælis um nýju nöfnin, sem hún hefur búiS til. Er þaS vonandi aS tillögur nefndar- innar komi í veg fyrir margt skrípanafniS, sem mönnum er orSiS svo furSu tamt aS setja upp á blessuS börnin, þeim til kvalar, er þau vitkast, tungunni til stórlýta og sjálfum sér til háSungar. ViS fyrsta atriSi erindisbréfsins hefur nefndin lagt furSu- mikla alúS og int þar af hendi allmikiS verk, en ákaflega van- þakklátt, samiS leiSbeiningar um myndun ættarnafna af manna- nöfnum og staSa og langa skrá yfir ættarnöfn. ÞaS er ekki ástæSa til aS eySa rúmi SkólablaSsins til aS sýna hvernig þau líta út, bæklingurinn kemst víst í margra hendur og nokkur dæmi hafa blöSin haft til sýnis, en þaS er margra manna mál, sem skrána hafa lesiS, aS hún sé besta sönnunin fyrir máli þeirra manna, er telja þaS ókleift aS mynda ættrnöfn og inn- leiSa í íslenska tungu án þess aS óprýSa hana og misbjóSa henni meS þvi. ÞaS er engin von til aS öSrum takist þaS i þessu efni, sem þeim nefndarmönnunum hefur ekki tekist betur en raun gefur vitni, slíkir snillingar sem þeir eru allir á ís-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.