Skólablaðið - 01.10.1916, Page 2

Skólablaðið - 01.10.1916, Page 2
146 SKÓLABLAÐIÐ ist á alt, sem stendur í kenslubók. Slikt kemur iðulega fyrir í öðrum námsgreinum, og ætlast enginn til að kennarinn beygi sannfæringu sína undir orð kenslubókarinnar. Stundum getur verið um beinar villur að ræða, og er þá kennara skylt að leið- rétta, ef hann veit betur. Oft getur verið um vafamál að ræða og kennarinn látið málið óútkljáð, sagt nemendum sína skoðun jafnframt hinni, er þeir sjá að kenslubókin heldur fram, og kynt þeim rökin frá báðum hliðum; eru þeir svo sjálfráðir um, hvora skoðunina þeir aðhyllast. Stundum getur hann hlaupið yfir vafamálið eða ágreiningsatriðið, ef honum sýnist. Hann verður að vera frjáls gagnvart bókinni. Kenslubókin getur verið góð fyrir þessu. Eg get t. d. ekki fallist á alt í Helgakveri, en samt þykir mér það mjög góð kenslubók fyrir margra hluta sakir og hef með ánægju notað það við kristindómsfræðslu þroskaðs fólks, þó að mér þyki það óhæfilega þungt handa börnum. Eg get þannig ekki fallist á þá kenningu, að ef nýguðfræð- ingi er fengin sú bók í hendur og ætlast til að hann noti hana, þá sé það sama sem að segja honum að kenna börnunum alt það, sem í henni stendur. Eg skoða kverið blátt áfram sem hverja aðra kenslubók og læt mér alls eigi skiljast, að lög- gildingin — af hendi einhvers ráðherra, sem óvíst er að hafi einu sinni lesið það eða skilið — gæði það nokkrum óskeikul- leika, fremur en atkvæðafjöldinn — misjafnlega fenginn — ályktanir kirkjuþinganna forðum. Mér finst því ekki ógjörningur nýguðfræðingum að nota hin löggiltu kver við barnafræðslu, þó að nokkuð beri í milli, ef endilega á að nota kver. Satt að segja finst mér ágreiningur- inn, sem hér á landi er milli guðfræðinganna, þess eðlis, að megnið af honum fari langt fyrir ofan höfuð á 12—13 ára börnum. En um þau atriðin, sem liggja kunna á hugsunar- sviði svo ungra barna, verður kennarinn að leiðbeina þeim eftir bestu samvisku, hvað sem kverið segir. Þar sé eg ekkert annað ráð, því að „það er ekki ráðlegt að breyta á móti sann- færingu sinni“, eins og Lúter sagði. En þá reynir á þroska, ráðvendni og sannleiksást kennarans, að rangfæra ekki málstað andstæðinga sinna. Þetta getur vissu- lega vakið efa í sálum sumra barna, en hvernig á að koma í

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.