Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 155 VI. Reikningur. Þar orSiö úr mörgum bókum aS velja. Reikningsbók Ástvaldar aS mörgu leyti góö, en ekki vil eg ráöleggja kennurum viS farskóla og smærri fastaskóla aS nota hana sem kenslubók. Til þess er hún of stór og alt of dýr, eftir innihaldi. Best líkar mér viS Reikningsbók þeirra Stein- gríms og Jörundar og vil ráöa öllum farskólum og smærri skól- um til aS nota hana. I henni er alt, sem heimtaö er til fullnaðar- prófs, og hún er mjög ódýr, borin saman við bók Ástvaldar, en í lófa lagiS aS bæta viS dæmum ef þörf þykir. StuSnings- bækur margar til og góSar, mæli sérstaklega meS reiknings- bókum eftir dr. Ólaf Daníelsson, sem eg tel ágætar, og svo reikningsbók Ástvaldar. — í sambandi viS reikning vil eg minna kennara á aS láta börnin læra aS semja skýra viSskifta- reikninga. ViSskifti manna fara svo mjög í vöxt, og ýmislegt, sem þar aS lýtur, aS þess er full nauSsyn aS börn kunni þetta til hlitar. AlstaSar sjálfsagt aS draga lífiS sem mest inn í •skólana. Er ilt til þess aS vita hve litiS er hægt aS því aS gera; handavinna t. d. mjög óvíSa kend, vegna húsa- og áhalda- leysis o. fl. Þó væri sjálfsagt hægt aS gera meira á þessu svæSi en gert er, ef skólanefndir, fræSslunefndir og almenningur væri þess fýsandi. Mætti t. d. kenna drengjum aS flétta reipi, ríSa net, setja upp lóSir, hnýta ýmsa hnúta, smíSa lóSastokka o. fl. o. fl. — alt áhalda-lítiS og meS sama húsrúmi og viSa er kent í. Stúlkum aftur aS bæta, prjóna, sauma út o. fl. Um kenslubækur í öSrum námsgreinum (teiknun, söng) ekki aS ræSa — söngbækur margar til og þar því úr miklu aS velja. Vantar þó tilfinnanlega nokkurs konar handbók í leik- fimi, meS skipunarorSum, æfingaheitum o. fl., ella hætt viS aS fyrirskipanir verSi alla vega; er þaS lakara og bagi þegar kennaraskifti verSa. Vona eg aS hr. leikfimiskennari Björn Jakobsson láti ekki lengi biSa slíkrar handbókar, sem eg tel víst aS verSa muni öllum, er leikfimi kenna, aufúsugestur. Læt eg hér nú staSar numiS, þótt aS eins hafi lauslega á þetta minst. Suðureyri, 26. maí 1916. FriSrik Hj'artarson frá Mýrum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.