Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR. Ritstjórar. Hersteinn Pábson, Gunnar G. Schram Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. -------. .......... - v Tilgangslitil viðleitni Framsóknarmenn leitast mjög ákaft við að sann- færa bændur iandsins um, að þeir eigi enga meiri fjandmenn en Sjálfstæðismenn. Helzta sönnun þess á að vera gengisbreytingin, sem gerð var snemma árs 1960 og aðrar ráðstafanir, sem þá var byrjað að fram- kvæma til að forða atvinnuvegunum frá strandi og ríkinu frá algeru gjaldþroti. Einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, Ágúst Þorvaldsson, er sendur fram á ritvöllinn í Tímanum nú í vikunni til að sanna þetta, en tekst ekki betur en efni standa til. Alþjóð veit, að það, sem núverandi ríkisstjóm gerði 1960, að því er gengið snerti, var að- eins að viðurkenna ástand, sem ríkt hafði lengi, þótt dulbúið hefði verið. Og það ætti Ágúst þessi að vita, þar sem hann hefir nú setið all-lengi á þingi, að það var meðal annars dug- og dáðleysi vinstri stjórnarinn- ar, sem gerði ráðstafanir þessar enn nauðsynlegri en ella. Þær aðgerðir, sem núverandi ríkisstjórn réðst í að gera, verður nefnilega að skoða í ljósi þess, sem á undan hafði gerzt. Þar er komið að meginatriði þessa máls. Tíminn telur það ekki hlutverk sitt að minna menn á allt, sem gerzt hefir í þjóðmálunum. Hann kappkostar að stinga menn svefnþorni, reyna að láta menn gleyma ýmsu, sem gerzt hefir, ef honum er það að einhverju leyti óþægilegt. Þess vegna er nú kyrjað í Tímanum á degi hverjum að kalla, að allt hafi verið í bezta lagi, þegar vinstri stjómin fór frá. Hagur ríkisins á að hafa staðið með sérstökum blóma vegna starfs vinstri stjómarinnar, i rauninni átti allt að leika í lyndi, að sögn Tímans. En ef svo var, þá vantar skýringar á einkennilegu fyrirbæri: Hvers vegna fór vinstri stjómin frá? Vafalaust er Ágúst Þorvaldsson góður bóndi, já, að líkindum er hann mesti garpur á því sviði, úr því að íhaldinu hefir ekki tekizt að búa svo um hnútana, að hann hafi flosnað upp, en hann má ekki láta siga sér fram á ritvöllinn eins og hann lét gera nú í vik- unni. Þá fara menn að efast um hæfileika hans á öðr- um sviðum en búskapar. Hvers vegna þessa launung? Þjóðviljinn segir í gær, að nýjasta geimflug Rússa sé stórkostlegur sigur mannsandans. Hefir blaðið skrifað mikið um þetta áður og talað um það sem sönnun fyrir yfirburðum kommúnismans, þótt slíkt sé miklum vafa undirorpið. En í þessu sambandi mætti Þjóðviljinn gefa skýringu á því, hvers vegna svo mik- i! leynd er höfð á slíkum „sigrum“. Hvers vegna má alheimur ekki fylgjast með frá upphafi til enda? Hvers vegna þetta mikla pukur? V'lSIR Laugardagur 18. ágúst 1962. Lemnitser hinn nýi yfirhershöfðingi NATO. Fyrir nokkru urðu miklar breytingar í æðstu herstjórn Baoda- ríkjanna. Höfðu þær það m. a. í för með sér, sem veitt var mikil athygli, að Lauris Norstad hers- höfðingi sagði af sér starfi sem yfirmaður herafla Bandarikjanna í Evrópu og yfirhershöfð- ingi Atlantshafsbanda- lagsins. Það kom mönnum að vísu ekki á óvart, að breytingar yrðu gerðar á herstjórninni. Frá þvl æðstu herforingjamir höfðu verið skipaðir hafði ný ríkisstjórn tekið við völdum og Kennedy hafði oft sýnt, að hann hugði á nokkrar breyting- ar 1 stefnunni í landvarnamál- um. Hins vegar komu breyting- arnar nokkru fyrr en ætlað hafði verið og, urðu jafnframt víðtækari. Maxwell Taylor æðstur. Aðallega var um tvö megin- atriði að ræða, hershöfðinginn Maxwell Taylor, sem verið hef- ur helzti hermálaráðunautur Kennedys og fékk sæti í örygg- isráði Bandaríkjanna, þegar Kennedy stofnaði það var nú gerður æðsti maður hins banda- rlska herafla, yfirmaður hins sameiginlega herforingjaráðs. Og hitt atriðið var að Nor- stad hershöfðingi varð að víkja vegna þess að greinilegt var orðið að skoðanir hans brutu í bága við stefnu Kennedys for- seta í landvarnarmálunum. Kjarnorkuvopn Evrópu. Mesti ágreiningur þeirra varðaði kjarnorkuvígbúnað Evr- ópu. Það hefur verið eitt helzta áhugamál Norstads hershöfð- ingja nú um nokkurra ára skeið, að gera Evrópu sjálfri sér nóga með varnir og hefur hann þVí barizt fyrir því, að stofnaður yrði sameiginlegur kjarnorku- her Atlantshafsríkjanna. Þessar skoðanir hans féllu einkum mæta vel saman við skoðanir de Gaulle forseta, sem haldið hefur því fram, að ófært sé fyr- ir Evrópu, sem er nú að sam- einast og eflast, að þurfa um aldur og ævi að vera upp á Bandaríkjamenn komnir um mikilvægustu aðstoð í land- varnamálum. Þess vegna hefur de Gaulle lagt svo mikla á- herzlu á það að hraða kjarn- orkuvopnasmíði Frakka. Og hann hefur bent á það að ó- mögulegt sé að vita, hvenær stjórnmálaástand kynni að breytast svo í Ameríku, að þeir vestanhafs misstu áhugann á aö kosta og halda uppi land- vörnum I Evrópu. Hefur de Gaulle verið Bandaríkjamönn- um mjög gramur fyrir það, hve tregir þeir hafa verið á að gefa Frökkum upplýsingar um smíði kjarnorkuvopna, sem gæti spar- að þeim mikinn kostnað við til- raunir. Breytt stefna. Eisenhower forseti virtist þó á sínum tíma fremur hliðhollur því að Evrópa eða réttara sagt Atlantshafsbandalagið fengi sinn kjarnorkuher. En síðan Kennedy komst til valda hefur orðið breyting á þessu og er þar fyrst og fremst um það að ræða, að Bandaríkjamenn telja varhugavert að fela Þjóðverjum meðferð slíkra vopna. Þýzkir ráðamenn kunnu þvl I fyrstu illa, að Bandaríkja- menn sýndu þeim slika tor- tryggni. Franz Josef Strauss landvarnarráðherra Þjóðverja hafði stutt stefnu Norstads og barðist hann gegn þessari nýju stefnu Kennedys. Fyrir nokkr- um vikum flaug hann vestur um haf til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að skipta um skoðun. En hann mætti kulda og þverúð hjá McNamara landvarnarráðherra Bandaríkj- anna. Þá fyrst varð það ljóst, að stjórn Kennedys er ekki sam- þykk því að fela Atlantshafs- bandalaginu sérstaka meðferð kjarnorkuvopna. Norstad á eftirlaun. | Vegna þess að stefna Nor- 1 stad hefur þannig strandað og | mætt mótspyrnu Bandaríkja- | stjórnar fór sem vænta mátti, | að Norstad hershöfðingi varð § að segja ^af sér og hefur nú I klætt sig úr hershöfðingjabún- | ingnum. Hann er kominn á eft- | írlaun og hefur nú farið suður á | Bláströndina í Suður-Frakk- | landi. Við starfi hans tekur Lem- S nitser hershöfðingi. Þegar I Bandaríkjastjórn skipaði hann | yfirmann herafia slns I Evrópu R var I fyrstu óttazt að Frakkar |; myndu neita að samþykkja | hann sem yfirhershöfðingja | Atlantshafsbandalagsins, en I ekki kom til þess. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.