Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. ágúst 1962. VISIR Við Landmannalaugar er sannkallað undraland. Undralandið við Landmannalaugar íslendingar eiga því láni að fagna, að stór hluti landsins er óspillt náttúra í öllum sínum mikilfengleik. í seinni tíð hefir stækkað sá hóp ur fólks, sem flykkist á fjöll, enda komst einn á- gætur. ferðamaður svo að orði, að íslenzk öræfi væru „rót-áfeng“, þ. e. a. s. menn flykktust aftur . flSKr. : ... -. Gamall fjallagarpur óð vötnin eins og tvítugur væri. og aftur til þeirra og yrðu forfallnir í þeim. Menn eiga líka hægara um vik nú í seinni tíð, þar eð mynd- azt hefir stétt manna, sem eru sérfræðingar í því að flytja fólk á fjöll og um óbyggðir. Að öðr- um ólöstuðum ber Guðmund Jónasson og hans menn hæst, sem fjallabílstjóra og leiðsögu- menn. og maður sér, að litmyndir, sem maður taldi að sýndu ýkta liti, þeir eru engar ýkjur. Dökk hrafntinnan í Blátindi myndar skörp skil frá líparítfjöllunum í kring. Og blágrýtishraunið teyg- ir sig eins og risavaxin loppa, mcð ’ giílfcruna líparítmelana á báða vegu. Brennisteinsumgjörð hveranna myndar mosa. öll þessi litasamsetning er eins og fantasía. Maður gæti ímyndað sér, að Walt Disney myndi mála Draumalandið mikla með því- likum litum. Undir leiðsögn Heiðars. Um síðustu Verzlunarmanna- helgi, sem tvímælalaust er mesta ferðahelgi sumarsins, var farin á vegum Guðmundar, Fjallabaksleið undir leiðsögn Heiðars Steingrímssonar, sem 'jafnframt var bílstjóri annars fjallabílsins. Það er vel til fallið að fara í óbyggðir um þessa miklu umferðahelgi, þá losnar fólk við ýs og þys umferðar- innar. Á föstudagskvöld var lagt upp frá Reykjavík, og haldið sem leið liggur austur fyrir Þjórsá, upp Land og til Landmanna- lauga. Var liðið á nótt, þegar komið var á áfangastað og tjald að. Flestir voru fegnir hvíld- inni eftir fyrsta áfanga ferðar- Bað í Land- mannalaugum. Það var notalegt gönguheitum að demba sér 1 laugina, þegar komið var til baka og gerðu það þeir, sem útbúnir voru í slíkt, en það voru margir, sem ekki höfðu komið á þessar slóðir fyrr, og gerðu sér ekki grein fyrir hlunn indum staðarins. Heit laugin frá náttúrunnar hendi er notaleg að Heiðar bílstjóri gegndi einnig tjaldari. flatmaga í. Landmannalaugar er sannkallað undraland. Ferðin á næsta áfangastað, Eldgjá, tók um þrjá tíma yfir stórbrotið land. Á miðri Ieið hljóp hinn hataði fjallabúi, ref- urinn, yfir veginn með bráð sína í kjaftinum, eins og hann vildi minna á, að ekki er hér um al- gjörar óbyggðir að ræða. hiutverki sem fararstjóri og Við Eldgjá. Næsti tjaldstaður var valinn af fararstjóra á lækjarbakka við sjálfa Eldgjá. Það sýndi sig, að bílstjóranum var fleira til listar lagt en aka bíl og stjórna fjall- göngum, þeir reyndust ennfrem- ur ágætis tjaldarar. Að lokinni máltfð var haldið í kvöldgöngu suður Eldgjá, og voru í þeirri ferð stiklaðar stein brýr og fjallalækir. Gamall I- þróttamaður og fjallagarpur sýndi, að ekki voru allar taugar úr honum enn, því að hann óð fjallvötnin, sem tvítugur væri. Veðurguðirnir sýndu mikla mildi í þessari ferð, með þvi að hella sólarflóði sínu yfir ferða- langana, sem fengu að njóta þess, sem fegurst er í íslenzk- um óbyggðum. Hinn fingralangi Vatnajökull. Fjallganga á Gjátind er stór- kostleg, með útsýni til Vatna- jökuls, sem er hvað tignarlegast. Þegar litið er ofan i Eldgjá verð- ur manni gjarnan hugsað til þeirra hamfara, sem orðið hafa á þessum umbrotastað endur fyrir löngu. Einn af þeim fróðari í hópnum upplýsti, að þau stærstu hraun, sem vitað sé um hafi runnið úr Eldgjá, og allt til sjávar. „Þá hefir verið volgt hérna maður“, varð einum að orði. Náttúruundur í Ófæru. Ófærufoss fellur í Eldgjá, en steinboginn, sem er yfir neðri hluta fossins er vafalaust eitt af dásamlegustu náttúru-undrum þessa lands. Það eitt að líta steinbrúna augum og ganga hana, nægir til að réttlæta Fjalla Framhald á bls. 13. Furðulegir litir. Fjallganga á Blátind er hæfi- leg líkamsæfing að morgni dags, og útsýnið verðlaunar erfiðið. Litirnir eru nánast furðulegir, Heit laugin frá náttúrunnar hendi var notaleg til að flatmaga í.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.