Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. ágúst 1962. VISIR SAKAMÁLASAGA ^ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 32. fór að hugsa um það, er ég sæti við stýrið á ökuferð um bæinn, þar sem allt lögregluliðið var að svipast eftir mér, en þótt þeir vissu hvernig bíllinn leit út voru þúsundir bíla í umferð sömu tegundar — og ég var viss um, að lögregluþjónninn hafði ekki séð bílnúmerið. Svo var dálítið erfitt að gera sér grein fyrir stærð manns, sem sat í bíl. Meðan ég beið gerði ég mér fulla grein fyrir, hvernig ég ætl- aði að haga öllu. Ég múndi aka út úr bænum í snarheitum, und- ir eins og hún væri búin að ná í peningana, og vitanlega mundi hún halda, að allt væri ákveðið um okkur og framtíðina. — Til þess að allt liti sem trúlegast út, ætlaði ég að stinga upp á, að við skryppum upp í íbúðina sem snöggvast — og þaðan mundi ég aka einn. En var hún í rauninni svo heimsk, að ég hefði látið gabb- ast vegna þessarar skyndilegu ástar Susie á mér. Hafði hún gleymt því, að ég einn vissi, að hún var,á lífi? Og váí það ekki hún, sem hafði laumazt inn til mín að næt urlagi með skæri í lúkunum — fyrstu nóttina, sem mér kom dúr á auga? En nú hafði ég undir- tökin. Ég settist við skrifborðið og skrifaði dálítið bréf til lögregl- unnar, lagði það í umslag og frí- merkti það og stakk bréfinu í innri vasa á jakkanum mínum. Ég gæti svo lagt það í póst ein- hvers staðar langt í burtu — ekki fyrr en það, að heilt dægur liði að minnsta kosti þar til lög- reglan fengi það í hendur. Tólf tímar ættu að duga. Þegar við kæmum til baka í íþúðina gæti ég tekið öll fötin hennar og látið þau detta niður ruslapípuna — og lögreglan mundi finna hana kviknakta, þegar hún loks kæmi. Að sjálf- sögðu mundi hún segja þeim hver ég væri — og ég varð að gera ráð fyrir, að ég kynni að verða handtekinn — en það yrði ekki hægt að ákæra mig fyrir morð. Taugar mínar voru þandar til hins ítrasta og ég gat ekki verið kyrr andartak. Og ég var alitaf að líta á klukkuna og mér fannst vísarnir vart hreyfast úr stað. Og loks kom hún þegar klukk una vantaði tíu minútur í tólf og ég verð að játa, að ég titraði á beinunum þegar ég fór til að opna eða áður en ég vissi hver komin var. Það hafði tekizt — þetta með kraftaverkið á hárgreiðslustof- unni og hvert hár hennar var sem glóandi koparþráður. Ham- ingjan geislaði úr andliti hennar og hún var með hattöskju og þrjá pakka. — Bíddu bara þar til þú sérð mig, þegar ég er búin að hafa fataskipti, sagði hún. — Hafðu bara hraðann á, sagði ég. Hún hvarf inn í svefnherberg- ið og ég beit á vör og beið. Biðin varð því skelfilegri því nær sem dró að úrslitastundinni. Tíu mínútum síðar kom hún út úr svefnherberginu og gekk fram og aftur fyrir framan mig eins og sýningarstúlka og vagg- aði mjöðmunum. Já, það var svo sem ekki um að villast, að hún kunni góð skil á hinu nýja hlut- verki. Mér fannst næstum, að Susie Mumble mundi vart eiga sinn líka i veröldinni. Og á fallega kollinum sínum hafði hún barðabreiðan hatt. — Mér fannst hún hafa málað var- irnar fullmikið — fannst henni ekki fara það eins vel vegna þess, að hún var ekki munnsmá. Hún var með langa, hvíta hanzka, sem skáru sig úr við brúnt hörund upphandleggjanna. Og fótleggirnir, þeir virtust enn betur lagaðir en áður, enda var hún nú í nær gegnsæjum nylon- sokkum. Væri birt mynd af henni myndi hún klippt út og hengd upp í hermannaskálum um alla álfuna og þótt víðar væri leitað, hugsaði ég. — Hvernig lízt þér á sköpun- arverk þitt? — Þú ert eins og draumur, sem hefur rætzt, sagði ég, — en nú verðum við að koma okkur af stað. — En Lee, — þú hefur ekki rakað þig! Ég þuklaði ósjálfrátt um höku mína og kinnar. Ég hafði ekki aðeins gleymt að raka mig þenn- an morgun — heldur í þrjá daga og þegar ég leit í spegil sá ég, að það var ekki sjón að sjá mig, og ég hentist inn í baðherberg- ið, tók fram rakáhöldin og skóf af mér á mettíma, meðan hún beið eftir mér af óþolinmæði. — Ég verð að hafa eitthvað meðferðis undir peninga, sagði hún, venjulegt veski dugar ekki, eins og þú skilur, því að það er talsverð fyrirferð í þessu. — Við komum við einhvers staðar og kaupum litla ferða- tösku, — annars getum við not- að töskuna þína. — Já, ég hugsaði ekki út í það. Hún er nógu stór, ég fer bara ekki með gömlu fötin, sem í henni eru. Hún fór inn eftir töskunni og 1 ég smeygði mér í jakkann, sem j ég hafði lagt á stólbak. 1 Við vorum tilbúin. Við vorum tilbúin. ! — Þá förum við, sagði ég. Þegar út á gangstéttina kom | rann mér eins og kalt vatn milli j skinns og hörunds, en þegar ég var setztur við stýrið og búinn j að setja á mig sólgleraugun, sem I ég hafði geymt í geymsluhólf- j inu, varð ég rólegri. Ég ók hægt, þetta var góðviðr isdag, stillt veður, heitt af sólu, og ég var bullsveittur. Það var mikil umfreð og ef við lentum í umferðarslysi vorum við búin að vera. Við ókum í áttina til Seab- card-bahkans og ég varð að aka T A R 2 A N ‘WHA.T 15 THIS '■MOVSTEg.'?" QUSZIBO TAKZAN-- 5UT SUPPENLY, THE VEZV COOM SHOOK WITH THE SOUNItZ OP ýlSTANT KUMSLINSl VÍamSoíW JOKfJ CzlMtpO pStTyúStri'TwiSV'Sy^dWiV ’lne. ASHEN-FACE7 AN7 TKEW5LING. THE KING STOKE. "THE IAOUNTAIN snzns AKE ANGKy—" | l-26-^TIb *LOCK that a\an U?\ 1T AMGHT 5E SAFE£ TO HOLt7 HIV\ AS HOSTAGE/ „Hvað er skrímslið?" spurði í herbergið af fjarlægum drunum. j í framan „Fjallagurðirnir eru reið-1 er ef til vill öruggara að halda Tarzan en í sömu andrá hristist I Konungurinn talaði öskurgrár ir“. „Lokið þennan mann inni. Það I honum sem gísl“. Barnasagan KALLI og græm páfa- gaukur- ðnn Þér óskið eftir talandi páfagauk, sem færir yður gæfu, og það fyrir aðeins 25 silfurpeninga?“ Maður- inn hrukkaði ennið og bað stýri- manninn að bíða eitt augnablik. Hann fylgdist ákafur með, þegar kaupmaðurinn dpnaði búrið. „Þetta er Jakob“, tilkynnti hann. „Jakob Jakob, aumingja Jakob“, skríkti páfagaukurinn og leit síðan á stýri manninn. „Hann er sá eini sem getur tal- að hér, og hann er orðinn 100 ára. Afi minn keypti hann af gömlum sjómanni. Hundrað ár eru ekki langur tími, og hann ætti að hafa æfingu í að færa mönnum gæfu‘. Síðan tók hann fram litla öskju og rétti stýrimanninum. „Þetta eru pillur, sem verka á talandann. Ég hef aldrei gefið honum neitt, en afi minn keypti pillurnar með páfa- gauknum og nú getið þér reynt þær“. 15 Haha, þú hélzt að þetta væri trú- lofunarhringur. tvo hringi þar til ég fann stað, þar sem ég gat lagt bílnum ... En allt gekk vel. Eitt sinn ók lögreglubíll samhliða okkur, en lögregluménnirnir litu ekki á okkur. Þegar ég hafði lagt bílnum, fékk ég Madelon lykla að tveim- ur bankahólfanna — hélt eftir þeim þriðja. — Nú geturðu slegið tvær flugur í einu höggi og farið bæði í Seaboard bankann og Third National bankann. Þegar því er lokið ferðu yfir á götuna hinum megin. Ég skal gefa þér gætur og þegar ég sé þig renni ég þar upp að og svo ek ég þér í Kaup- mannabankann. Hún brosti fallega til mín. — Taktu nú eftir göngulaginu hennar Susie, sagði hún. En hún gekk inn í bankann eins og kona inn í brauðsölu- búð. Hún hélt á litlu ferðatösk- unni. Ég horfði á eftir henni inn í bankann. Ég beið — æstur á taugum. Ég gat vart setið kyrr. — Ég kveikti í einni sígarettunni af annarri og henti þeim jafnharð- an frá mér. og svo var ég alltaf annað veifið að halla mér fram, eins*og ég væri að leita að ein- hverju í geymsluhólfinu, því að ég var smeykur um, að einhver bæri kennsl á mig. Lögreglubíll ók framhjá, og í honum voru menn, sem voru að leita að mér. Kaldur sviti brauzt út um mig allan og hjartslátturinn varð ekki eðlilegur aftur fyrr en góðri stundu eftir að bíllinn var horf- inn í umferðinni. Það var heitt. Ég veitti því allt í einu athygli, að ég var far- inn að telja upphátt. Ég sat bara og taldi á meðan ég reyndi að gera mér í hugarlund, hvað hún væri að gera þetta og þetta augnablikið. Hún hafði farið þarna inn og talað við einhvern. Og svo hafði einhver farið með henni niður í bankahólfaher- bergið. Hún stóð fyrir framan opið þankahólfið og lagði seðla- búntin í töskuna ... Allt í einu kom ég auga á hana. Hún kom niður tröppurnar og vaggaði mjöðmunum — var Susie fram í fingurgómana, og þegar hún gekk fram hjá bíln- um brosti hún og dró annað aug- að í pung. Og nú var ekki um annað að ræða en halda áfram að bíða. Ég varð að hafa auga á stöðu- mælinum og stinga í hann nýj- um 5-centa peningi, ef þörf krefðist, þ. e. ef þetta tæki leng- ur en háíftíma. Yrði hún lengur yrði ég að fara og stinga pen- ingi í stöðumælinn. Helzt hefði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.