Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 18. ágúst 1962. Geislun í mjólk Geislavirkt joð í mjólk jókst um y3 í Bandaríkjunum í júlí. Heilbrigðisstjórn Bandaríkjanna birti um þetta tilkynningu í gær. Það er einkum á vissum stöðum í vesturhluta landsins, sem aukn- ingin er svo mikil, að útkoman varð þessi. Annars staðar í land- inu er hún yfirleitt mjög lftil. — Kjarnorkuráð Bandaríkjanna segir aukninguna stafa af tilraununum með kjarnorkuvopn í Nevadaauðn- inni. ( Yfír 84 bjórkassar fumfust í Heklu Nýtízku togari ítarleg rannsókn hefur nú farið fram á varningi þeim, er tekinn var úr M.s. Heklu. Upplýsti tollgæzlu- stjóri, Unnsteinn Beck, að hér hefði verið um að ræða töluvert smygl, m. a. fund- ust í skipinu yfir tvö þús- und flöskur af bjór. Við komu Heklu til Reykjavíkur s.l. miðvikudagsmorgun gerðu tollverðir allítarlega leit í skipinu. Var hér meir um að ræða svokall- aða „stikkprufu", er tollgæzlan gerir öðru hvoru, frekar en um rökstuddan grun væri að ræða. Tjáði tollgæzlustjóri að þetta væri einnig gert öðru hvoru til þess að Auglýsinga- verð útvarps- ins hækkcr Fyrir nokkrum dögum hækkaði verðið á viðskiptaauglýsingum hjá Ríkisútvarpinu. Hækkaði það úr 8 krónum á orðið í 10 krónur. Síðast varð hækkun á auglýsingaverði út- varpsins í nóvember í fyrra, þegar það hækkaði úr 6,55 í 8 krónur. Verðið á dánar- og jarðarfarartil- kynningum hefur hins vegar staðið óbreytt í mörg ár, kr. 4 á orðið. ganga úr skugga um hversu mikil neyzla væri um borð á tóbaki, á- fengi og bjór, og þá ætíð höfð toll- skírteini skipsins til hliðsjónar og því hægt að sjá hvemig þessi varn- ingur skilaði sér. Var allur grunsamlegur varning- ur innslglaður og vel var fylgzt með uppskipun úr skipinu. — Rannsókn hefur nú farið fram og við hana upplýstist að hér hefur verið um nokkurt smygl að ræða. Voru teknir 84 kassar af bjór eða rúmar tvö þúsund og eitt hundrað flöskur og dósir. Um eitt hundrað kvensíðbuxur. Einn kassi af sæl- gæti var tekinn. Sex hundruð síga- rettur og loks fimm flöskur af sterku áfengi. Eitthvað smávægi- legt mun hafa verið enn þá, en þar sem ekki hafði verið náð í eigand- ann, vildi tollgæslustjóri ekki upp- lýsa það. Smyglvarningur þessi var tekinn um allt skip, en einhverjum hluta hans hafði verið komið út í bifreið er stóð á hafnarbakkanum og var það tekið af tollvörðum er vöktuðu skipið. Við frumrannsókn viðurkenndu fjórir skipverjar að þeir væru eig- endur af varningi þessum. Mál | Sovétstjórnin ætlar nú að reyna að efla landbúnaðinn í Eystrasalts löndunum með aðstoð Dana. Hjálp Dana í þessu efni er fólgin í því, að danska landbúnaðarráðuneytið hefir samþyklít, að kaupa megi 550 nautgripi af bezta danska mjólkur kúakýni til útflutnings til Sovét- ríkjanna. Eru gripimir keyptir hingað og þangað i Danmörku. þetta verður nú sent til sakadóm- araembættisins til nánari rann- sóknar. Þetta var ein af Norðurlanda- ferðum skipsins og voru viðkomu- staðir þess Kaupmannahöfn, Gautaborg, Kristiansand og Þórs- höfn. Vegna þessa umfangsmikla eftirlits urðu farþegarnir fyrir nokkrum óþægindum, því það dróst frá kl. 9 um morguninn til hádegis, að skipið gæti lagzt að bryggju. Flestir farþeganna voru erlendir, þýzkir og danskir. Hér birtir Vísir tvær myndir af nýtízkulegum rússneskum skuttogara, sem ljósmyndari blaðsins á Siglufirði tók. Tog- arinn heitir Gongharóv og er 3250 lestir að stærð. Tók tog- arinn þátt í rannsóknarleiðangri á Norðuratlantshafi, sem fimm þjóðir stóðu að í sumar, um ákvarðanir á möskvastærð. — Togarinn vinnur úr öllum þehn fiski, sem hann aflar. Hefur hann fullkominn togútbúnað, fiskvinnslustöð, frystihús og mjölverksmiðju innanborðs. — Fréttamanni Vísis á Siglufirði virtist útbúnaður þessi allur hinn fullkomnasti og einnig að- búnaður skipshafnarinnar. — Minni myndin sýnir hvar varp- an er, dregin inn í skut skips- ins. (Ljósm. Ól. R.) Hvítisandur Reykvíkinga í Nauthólsvík 1 gær, þegar fjara var lægst, fór jarðýta frá Reykjavíkurbæ suður í Nauthólsvík og tók að vinna að þvf að dreifa skeljasandinum, sem Sandey gaf bæjar- búum á dögunum um fjöruna. Var skeljasandshrúgan þá á þurru og tókst dreifingin ágætlega eins ogmyndin sýnir. Nú er aðeins eftir að sjá, hvort sand- urinn helzt í víkinni yfir vetrarmánuðina. Vonandihafa Reykvíkingar nú eignazt fyrir fullt og allt sinn Hvitasand.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.