Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 18.08.1962, Blaðsíða 10
) 10 V'lSIR Laugardagur 18. ágúst 1962. Vikan 19. til 26. ágúst. mjög hagstæð þér sérstaklega þó fyrri hluta vikunnar, og hentugt að styrkja þau bönd. Aðstaða á vinnustað síðari hluta vikunnar verður þér mjög hagstæð. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr: Þrátt fyrir ýmis vandamál og andstreymi mun vikan ganga þér að óskum, sérstaklega að því er varðar uppáhaldsáhuga- mál þín. Hins vegar bendir allt til að þú þurfir að vera varkár í fjárútlátum. Síðari hluti vik- unnar getur orðið skemmtilegur og ástamálin undir góðum á- hrifum. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú munt að öllum líkum komast 1 smá ‘ferðalag til ætt- ingjanna nú í vikunni. Hentug- ar aðstæður til að láta öðrum I té skoðanir þínar og sjónar- mið. Heimilismálin verða tals- vert á döfinni síðari hluta vik- unnar og þarfnast þess að þú takir þau föstum tökum. SlíturKongó sam- bandi viSBretland Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú mátt reikna með að þér áskotnist óvænt peninga- upphæð fyrri hluta vikunnar. í flestum tilfellum mun þetta vera á einhvern hátt tengt at- vinnunni. Þú ættir ekki að stofna til kynna við eldra fólk fyrri hluta vikunnar, en afstöð- urnar Iagast síðari hluta henn- ar. Föstudagur og laugardagur gætu orðið skemmtilegir f sam bandi við ættingja þinn eða ná- granna. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Vikan yerður þér hagstæð í flestu tilliti. Máninn gengur nú I gegn um merki þitt þannig, að fólk mun taka meir eftir þér og tekur fullt tillit til skoðana þinna og orða. 1 vikubyrjun máttu reikna með að komast al- veg óvænt á skemmtun þar sem margt mun koma þér á óvart. Síðari hluti vikunnar getur reynzt þér nokkuð kostnaðar- samur, ef þú ferð ekki sérlega gætilega með fjármuni þína. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þú ættir að hugleiða fyrri hluta vikunnar leiðir til að auka tekjur þínar af þeim störfum, sem þú kannt að hafa með höndum. Annars bendir allt til, að þér takist nú að koma í verk og ljúka ýmsum viðfangsefnum, sem legið hafa ókláruð undan- farið. Þú ættir að nota kvöld- stundir fyrri hluta vikunnar til að hvíla þig vel, því þreyta sækir þá að þér. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Mikill tími muni fara í að sinna vinum þínum og kunningjum, sérstaklega fyrri hluta vikunn- ar. Margt ánægjulegt getur átt sér stað í sambandi við þetta og smá ferðalag út í sveit er mjög líklegt. Þú getur lent í einhverjum vandræðum við skattayfirvöldin í vikunni, í sambandi við gamla skuld. Ljónsmerkið, 24. júlí til 23. ágúst: Fyrri hluti vikunnar mun að mestu leyti fara f að sinna skyldustörfum á vinnustað og hætt er við að þér muni finnast of þungur ábyrgðarhluti hvíla á þér. Þetta breytist allt þegar líða tekur á vikuna, því þá muntu eiga margar glaðar stundir með vinum og kunn- ingjum. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þér hættir nú til of mikilla dag- drauma og skýjaborga um stór- virki í framtíðinni. Gættu þess að Iáta það ekki koma fram á nauðsynlegri vinnu þinni. Ekki er ólíklegt að þú fáir bréf langt að, sem mun reynast skemmti- legt. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: í vikunni má reikna með að á ýmsu gangi í fjármálunum, sér- staklega að því er varðar sam- eiginleg fjármál, t. d. maka eða verzlunarfélaga. Annars væri ágætt að hyggja að eignunum og halda hlutunum í góðri reglu. Nú er hentugur tími til að innheimta skuldir hjá öðrum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir ekki að hafa hátt um þig í vikunni, heldur ættirðu að láta aðra um að hafa forystu- hlutverkið. Þitt hlutverk er bezt að tjaldabaki, þar sem lítið fer fyrir þér. Fyrri hluti vik- unnar gæti orðið töluvert skemmtilegur með kvikmynda- húsferð eða dansleik. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Góð afköst þín á vinnu- stað mun vekja athygli yfir- mannanna, þó á nokkuð ó- venjulegan hátt verði og þú munt hljóta lof þeirra fyrir. Þér býðst einnig tækifæri til að hagræða vinnuskilyrðum og jafnvel að þreifa fyrir þér um kauphækkun. Síðari hluti vik- unnar getur orðið nokkuð á- takasamur, ef þú ferð ekki að með gát. Steingeit, 22. des. til 20. jan.: Ekki er ólíklegt að þú fáir sér- stakan áhuga á tómstundaiðju eða einhverju frístundagamni í vikunni. Einnig eru ástamálin Fréttir bárust um það I gær frá Leopoldville, að Adoula forsætisráð herra sambandsstjðrnar Kongó, hefði rætt um það á stjórnarfundi hvort slíta skyldi stjórnmálasam- bandinu við Bretland. Er það vegna afstöðu brezku stjórnarinnar til ágreiningsins um Katanga, sem sambandsstjórnin hefur til athugunar að stíga þetta róttæka skref. að hafa tal af lækni, en Tjsombe er veill á hjarta. Barizt í Katanga. 1 gærkvöldi var frá því skýrt í bandarískum fréttum, að Katanga- hersveitir hefðu tekið tvo bæi norð arlega í fylkinu, og í brezka út- varpinu í morgun, að Katangalið hefði tekið bæ 80 km. fyrir sunnan Albertville. Tekið var fram, að gæzlulið Sameinuðu þjóðanna hefði ekki tekið þátt í neinum bardög- Tsjombe forsætisráðherra Kat- anga er nú á heimleið frá Sviss, en þangað fór hann til þess um. | Úr einni Ásverzlananna, við Brekkulæk. 1 Verzlunin Ás, sem eitt sinn var innsta verzlun við Laugaveg, 40 ára Verzlunin Ás í Reykja- vík varð nýlega 40 ára. Tildrög að stofnun verzl unarinnar var óvenjuleg. Hún var stofnuð í því húsnæði, sem hún er enn í að Laugavegi 160, af þeim hjónum Helgu Árnadóttur og Geir Hall dórssyni þann 2. ágúst 1922. Þegar verzlunin var stofnuð mátti heita að húsið Laugaveg- ur 160 væri fyrir innan bæ, en svo mjög hefur Reykjavík stækkað, að nú má telja þetta svæði til miðhluta borgarinnar og aðalverzlunarsvæðis. Það voru einkum ferðamenn sem voru viðskiptavinir í Ási til að byrja með. Það var altítt að þeir mæltu sér mót við Vatnsþróna þegar þeir höfðu lokið erindum sínum í bænum og héldu af stað heimleiðis. Komu þeir þá oft við í Ási, sem varð alkunnur staður ferða- manna. Hafði frú Helga greiða- sölu um alllangt skeið í húsinu áður en verzlunin tók til starfa. Auk ferðamannanna voru átta eða níu fiskverkunarstöðv- ar þarna í grenndinni, þar sem fjöldi fólks vann allar vertíðir, fram á sumar og sumt allan árs- ins hring. Þar vann það oft langan dag án þess að fara heim í mat eða kaffi. Margt af þessu fólki leitaði stöðugt til Helgu í veitingastofunni Ás eftir ýmsum nauðsynjum, ■ enda reyndi hún alltaf að leysa vanda þess, eftir því sem henni var unnt og leitaðist við að hafa þær vörutegundir sem tíðast var spurt eftir. Naut Helga fyrir þetta almennra vinsælda hjá þessu fólki, sem þóttist eiga hauk í horni, þar eð aðbúðin á vinnustöðum var ekki góð þá. •k Brátt fór því svo, að geymslu rými þraut í búri og eldhús- skápum Helgu í veitingastof- unni. Ás, en 'viðskiptin jukust jafnt og þétt. Þetta leiddi til þess að þau hjónin Helga og Geir hófu þarna verzlunar- rekstur. Ekki var laust við að kaupmönnum í miðbænum þætti það óráð að fara að setja á stofn verzlun fyrir innan bæ, en verzlunin dafnaði vel engu að síður. Ás að Laugavegi 160 var hátt á þriðja áratug innsta verzlun við Laugaveg og nú tók byggðin að þokast nær og síðan að fær- ast inn fyrir. Nú er gamla verzl- unin Ás inni i miðjum bænum. ★ Nú hefur Ás-verzlunum fjölg- að. Eru þær orðnar fimm tals- ins, að Laugavegi ,160, Brekku- læk 1, Laugarnesvegi 100, Mel- haga 2 og Lækjarfit 7 í Garða- hreppi. Framkvæmdastjóri þeirra er Svavar Guðmundsson, stjúpsonur Geirs I-Ialldórssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.