Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 4
 hafi ekki síður saknað þeirra, en þeir hans. Hin myndin er tekin 1903 og sýnir konung, þá ungan mann, leika á harmoniku á tröppunum við Prinsakofann í Sikkelsdalnum í Jötunheimum í Noregi. Veiði- kofi sá var á sínum tíma keypt- ur til þess að þeir bræður Gustaf Adolf og Wilhelm fengju þar að- stöðu til þess að læra veiðar úr ám og í skógi. Konungurinn lærði aðeins að veiða úr ám, en komst aldrei upp á lagið með hitt. Það fylgir ekki sögunni, hvort hann kunni að leika á harmóniku. Ingela Brander og umboðsmaður hennar, Fritz Ruzika, þegar Ingela skemmti í Lídó. SVIAKON- Ingela Brander flytur til Sviss Ingeia Brander, sænska kyn- bomban, rafmagnsverkfræðingur- inn, saxófónleikarinn og margt fleira, sem hér skemmti um skeið í Lídó, hefur nú flutzt búferl- um frá Danmörku, en þar hef- ur hún búið síðastliðin fimm ár, frá því að Frits Ruzicka, umboðs maður hennar, uppgötvaði hana. Hún hefur nú fengið sér þriggja herbergja lúxusíbúð í Sviss og hefur þegar komið sér fvrir í henni. Með þessu hyggst hún spara sér ferðaútgjöld, því nýja íbúðin hennar er meir miðsvæðis en sú í Kaupmannahöfn. Hún kemur nefnilega miklu oftar fram í Italíu, Spáni, 'Frakklandi og Eng- landi, en á Norðurlöndunum, og þannig verður það um næstu framtíð, því hún er fastráðin á skemmtistöðum þessara landa. Enn er hún þó sænskur rikis- borgari og hefur ekki alveg snúið baki við Norðurlöndunum, þvi ætlunin er, að hún komi þar nokkrum sinnum fram og skemmti. Einnig vinnur hún um þessar mundir við upptöku nýrr- ar kvikmyndar, sem heitir Toc, í Kaupmannahöfn. I dag fagna Sviar, frændur okkar, 85. afmælisdegi konungs síns, Gústafs Adolfs, en hann fæddist 11. nóv 1882. Afmælis hans veröur minnzt með mynda- greinum í blöðum og erindum í útvarpi í Svíþióð, en ekkert hefur heyrzt af undirbúningi neinna sérstakra hátíðahalda vegna af- mælisins. Svíakonungur er nýkominn heim frá Englandi, en þangaö brá hann sér í stutta óopinbera heimsókn. Önnur myndin hér var tekin á mánudag við heimkomu hans. Ýmsir tignarmenn voru við staddir til þess að taka á móti konungi sínum, en auk þess tveir hundar konungs, sem fögnuðu honum vel eftir fjarveru hans, en svo virðist, sem konungur Ostur og íslenzkur iðnaður Kunningi minn einn, sem er mikill aðdáandi osta, kom að máli við mig varðandi osta- gerð 0£ innlendan iðnað yfir- leitt. Hann oh fjölskylda hans hafa um nokkurt skeið keypt ost, sem beim líkaði miög vel, en seldur undir nafninu Am- bassadeur“, enda vafalaust framleiddur eftir eriendri fyrir- mynd. Var ostur bessi hin ágæt asta gæðavara, oh virtist ekki standa að baki erlendri gæða- vöru með sama nafni. En svo bregður allt í einu við, að ost- urinn sem fæst í þessum sams konar umbúðum verður nánast óætur, en þegar verið er að kvarta, eru svörin þau, að ostur feal eigi að geymast. En slíkt dugði ekki til, svo að augljóst var, að í einhverlu tilliti hefur ostagcrðarmönnunum brugðizt listin. Hinn ágæti aðdáandi þessara íslenzkr osta er því vonsvikinn urnir eiga því of oft siálfir sök á þeirrl vantrú, sem íslénzkur iðnaður skapar sér á markaðn- um. bví auðvitaö geta íslend- hafa orðið mjög ósammála um hvort réttmætt sé að leyfa i landinu, og því til sönnunar benda þeir á þann ógnarskaða, yfir þessum þætti íslenzks iðn- aðar, og þykir, sem þarna sann- ist það, sem oft hefur verið sagt-um íslendinga, sem iðnað- armenn, að bá vanti vandvirkn ina og kostgæfnina til að skapa iðngreinum sínum stöðugleik- ann i sæðum. Framleiðslan tap- ar sessi fyrir mistpk og hroð- virkni, og er sárt til bess að vita, þegar tekið er tillit tif ágætrar byrjunar. Framleiðend- ingar framleitt gæðavörur úr hráefni sínu, ef þeir leggja al- úð sína og kostgæfni í verk- efnið. Minkarækt Nú liggur enn fyrir Alþingi að ákveða um livort minkaeldi eigi að leyfa hérlendis i fram- tíðinni, en minkaeldið er eitt af þeim málum, sem landsmenn sem villiminkurinn hefur gert. Vafalaust munu andstæðingar minkaeldis benda á hið mikla verðfall, sem oröið hefur á skinnum á heimsmarkaðnum, því blessaður minkurinn, þ. e. a. s. blessuð skinnin af honum dauöum, þau eru háð duttlung- um konunnar oh tízku hennar, eins og margt annað aott. En það mun staðreynd, að minka- skinn eru alltaf öðru hvoru í tizku, og hafa verið það i alda- raðir, þó að gífurleg verðföll skapist í þessari atvinnugrein, sem og öllum öðrum. Hins veg- ar nær verðfallið aðallega tll af- brigðilegra lita á skinnunum, en t. d. munu vissir litir eins og t. d. svart yfirleitt halda verði sinu, en hins vegar aldrei verða mjög verðhá. Það hlýtur að veröa mjög at- hugandi fyrir íslendinga að auka fjölbreytni atvinnuvega sinna, en verðsveiflum verður aldrei hjá sneitt í þeim atvinnu- vegi, frekar en öðrum. Hins vegar má taka tillit til bess, að þó skinn lækki um helming mun um við eiga kost á þrefalt ódýr- ara fóðri en t. d. frændur okk- ar Norömenn. Ættum við þvi ekki að láta hjá líða að athuga alla möguleika til fjölbreytni á atvinnugreinum okkar. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.