Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 11. nóvember 1967. * VIÐTAL DAGSINS Rætt við Eyjólf Sigurðsson prentsmlðjustjóru um prentun og útgúfu é RsBnndi „Við höfum ekki fylgzt nógu vel með /✓ t'g er staddur £ Hagprent — en þaö er vinnustofa sem prentar bækur og veitir margs konar þjónustu á þvf sviði. Bókagerð er orðin stór þáttur í íslenzkum iðnaði — mun það jafnvel svo, þegar miðað er við smæð þjóðarinnar, að hvergi í heiminum eru upplög bókanna stærri. Mætti af þessu ráða aö íslendingar séu bókhneigð þjóð og almennt lesfús. Framkvæmdarstjóri fyrirtæk- isins Eyjólfur Sigurðsson ætlar nú að vera svo vinsamlegur að segja mér nokkuð frá bókagerð og öðru því starfi sem hér fer fram og jafnframt þróun bóka- gerðar hér á landi frá því hann hóf starf sitt á því sviði. — Jafnframt langar mig til að vita nokkur deili á manninum. — Ég er Skaftfellingur að ætt, frá Pétursey í Mýrdal. Ég er reyndar fæddur í Reykjavík en dvaldi mikið í Mýrdalnum á minum yngri ár- um og hef haldið mikið af því. Ég gekk í gagnfræðaskóla hér í Reykjavík, fór síðan í Iðnskól- ann og hóf nám í prenti. Prent-, verk hef ég stundað síðan ég var 16 ára gamall eða um það bil í 11 ár. Ég læröi i Alþýðu- prentsmiðjunni h.f. og var þar fyrstu 5 árin. Svo stofnaði ég þetta fyrirtæki — Hagprent — ásamt föður mínum og höfum við rekið það undanfarin ár. — Og vinnið þið eingöngu að bókaprentun? — Nei, við prentum yfirleitt allt sem prenta þarf, að öðru leyti en því að við erum dálítið takmarkaðir með vélastærð og getum ekki tekið stærstu forma — og höfum reyndar ekki setj- aravél, en aögang að mjög góð- um setjara, sem gerir okkur mögulegt að prenta blöð og bækur. Annars er aöalstarf okkar fólgiö í þjónustu við- skiptafyrirtækja, eyðublaða- prentun og þess háttar. — Tjessi iðnrekstur — prent- unin — útheimtir hann ekki mikið fjármagn til að byrja með? — Jú, það þarf mikinn stofn- kostnað, og að mínu áliti er á- stæðan fyrir því að prentlist- inni hefur ekki fleygt fram eins og skyldi sú, að ungir menn, sem lagt hafa út í það aö koma upp sjálfstæöum atvinnurekstri í prentiðn, hafa rekið sig á það, að s tofnkostnaðurinn er það gífurlega mikill, að það er eig- inlega útilokað fyrir unga menn að leggja út á þá braut, án þess að þeir fómi það miklu af sínum Iaunatekjum fyrstu árin að það verður því nær ókleift. — Ég mundi segja að stofnkostnaður prentsmiðju af svipaöri stærð og við rekum hér, hann væri ekki undir milljón. — Er þetta ekki talsvert vandasöm iðn? — Jú, prentiðnin er list, eins og Hallbjörn Halldórsson, sá gamli lærifaðir, sem við vitnum oft til sagði. En hann lagði grunni'tn að stofnun prentskól- ans. o« hefur íslenzkað svo að segja öll fagleg heiti iðnarinn- ar úr erlendum málum. — Hann sagði að prentverk væri ekki iðn — heldur list, og hann lagði mikla áherzlu á það við prent- arastéttina, að hún yrði ekki aftur úr í þeirri þróun sem varð sérstaklega á árunum 1940— 1950 — og gerði á þessu sviði mikið gagn, þvi aö hans undir- lagi og vegna hans hvatningar fóru margir út til Danmerkur til að fullnuma sig í prentfræð- um. Og þeir menn, sem þangað fóra þá, eru að mínu áliti fær- ustu prentarar okkar í dag. En nú á seinni árum hefur, því mið- ur, minna verið um það að prentarar leituðu út til frekara náms í sinni grein, og það hef- ur orðið til þess að ég held að prentlist á íslandi hafi því mið- ur ekki haldið áfram á þeirri framabraut, sem hún var komin á á því tímabili, er ég hef áður nefnt. Og ég held aö það sé mikil þörf á því, að Hið íslenzka prentarafélag og Félag ís- lenzkra prentsmiöjueigenda örvi á einhvem hátt prentarana, sérstaklega þá ungu, til þess aö fara utan og fullnuma sig í iðngreininni. Og það er staö- reynd í dag að við sjáum ekki eins fallega prentgripi unna hér heima á íslandi og við sjáum frá erlendum fyrirtækjum. — Hvaö með myndamótin? — Prentarar eiga mikið und- ir því að fá góö myndamót í hendur, og í þeirri grein hefur orðið örari framför heldur en jafnvel í prentiðninni sjálfri og nú á tveim undanförnum áram hafa komið hér til lands vél- ar, sem era nú komnar í gagn- ið og hafa þegar sannað ágæti sitt, og er þá fyrst og fremst Kassagerö Reykjavíkur og Lit- róf, sem hafa þau tæki. — En það kemur fleira til ef framleiða á fallega bók — þá kemur til bókband sem þarf að vera vel af hendi leyst. — Eins og ég sagði áðan efast ég ekki um að allir iðnaðarmenn vilji skila góðu verki, en ég álít að við höfum ekki fylgzt nógu vel með og þess vegna dregizt aftur úr. Sá fróðleikur, sem við get- um fengið í þessu fagi hér innanlands, er okkur ekki nægj- anlegur lengur, við verðum að leita lengra og sækja okkur meiri menntun erlendis. — 'T'elur þú þá að íslenzkar bækur séu ekki eins vel unnar og hliðstæðar erlendar bækur? — Á ári hverju munu koma hér á markaðinn 250—300 bókatitlar. Nokkrir af þeim munu geta kallazt fallegir prént gripir — en meiri hluti þess sem út kemur getur ekki heyrt undir það. Hins vegar ber því ekki að neita að erlendis er líka gefinn út fjöldi bóka, sem full- nægir alls ekki þeim kröfum, sem gera á til prentverks. Þar era bækur gefnar út í vasabók- arbroti og ýmis upplög sem ég mundi ekki vilja mæla með. íslendingar hafa ekki farið mikið út I vasabókaútgáfuna og ég tel það að vissu leyti gott Ég álít að við sem teljum okkur bókmenntaþjóð og viljum „Við verðum að leita lengra og sækja okkur meiri menntun". láta líta á okkur sem slíka, eig- um að vanda mjög okkar bóka- gerð. Við eigum ekki að gefa út aðrar bækur en þær sem era bundnar og hægt að geyma, sem góða bók og minningu um fall- egan grip. — Bók er að mínu áliti eitthvað meira en þaö sem við lesum og hendum svo. — Þú vilt meina að hún eigi að vera hirzla, sem geymir fróð- leik þess sem liðið er, eða sögu og sagnir, ljóð og lög líðandi stundar. — Og jafnvel þótt ekki sé um mjög góða eða merkilega bók að ræöa tel ég það mikils virði fyrir prentlistina að til hennar hafi verið vandaö þeg- ar hún var gefin út. — Sjálfur hef ég gefið út bækur, gerði það þegar ég var aö læra í Al- þýðúprentsmiðjunni — gaf út eina 12 bókatitla og kynntist þá töluvert útgáfu. Ég haföi mjög litinn fjárhag að bak- hjalli þessarar starfsemi og treysti mér því ekki til að halda áfram. — Þó gaf ég út í fyrra eina bók, sem gekk ágætlega — og vonandi tekst mér að halda þvi áfram, því það er mitt líf og yndi aö fást við bækur. — TDelur þú ekki að útgáia góðra bóka, sem fjalla um efni sem fólki er hugleikiö borgi sig? — Jú, í flestum tilfellum gerir hún það. Hins vegar hefur markaðurinn hér farið töluvert mikið út á það, að gefa út svo kallaðar hasabækur, og hafa þær oft náð ótrúlegri sölu, og það er ekki hægt að átelja bókaút- gefendur þótt þeir gefi út slíkar bækur með, því hingað til hafa mörg ágætisverk ekki náö þeirri sölu, sem þau verðskulduðu, og þá hefur þurft að halda út- gáfu bóka úti með annars konar útbrotum. — Það hefur veriö talað um það, að ævisögur, bækur í við- talsformi, og ýmsir þjóölegir þættir væri mjög mikið lesið, og góð söluvara á bókamark- aðinum? — Jú, þaö er rétt, það eru þær bækur, sem náð hafa mestri sölu á undanförnum árum. — En það verður að segja að þetta gengur nokkuð í bylgjum á ís- lenzkum bókamarkaði. — Fyrir nokkrum árum voru ferðasögur vinsælasta lesefnið. En þess ber að gæta á þessu sviöi sem og öðru í viðskiptalífinu, að veröi markaðurinn einhæfur og yfirfyllist — þá getur illa farið. — |J[ve margt starfslið hafið þið hér? — Við vinnum fjögur, stund- um fimm. — Alltaf nóg verkefni? — Já, segja má aö svo sé. Það hefur örlítiö dregizt saman seinnihluta júli og ágúst, og þá tökum við okkar sumarfrí. — Hve margir telur þú aö stundi prentiðn á Islandi í dag? — Einhvers staðar milli 250— 280 prentarar. Um 50—-60 munu hafa lært iðnina umfram þessa tölu, en þeir hafa þá farið út í önnur störf. — Er nú ekki á þessu sviði eins og flestum öðram misjafnt hvernig menn vinna sín verk? — Jú, það er jafnframt svo, en prentstaðirnir eru hvorki ýkja margir eða mjög stórir, svo góðir verkstjórar eiga að geta haldiö prentlistinni innan ákveöins ramma, aðeins aö stéttin dragist ekki aftur úr hvað þekkingu snertir á þeim nýjungum, sem þróunin skapar. — Heldur þú að prentsmiðj- ur staðsettar úti á landi eigi jafnauðvelt með að skila vel starfi sínu og þær sem eru í Reykjavík? — Vitanlega eiga þær á ýms- an hátt öröugra, þar sem hér er miðstöð pappírsinnflutnings- ins. En t. d. á Akureyri — Prentverk Odds Bjömssonar — er að allra dómi mjög vel rekiö fyrirtæki og eitt hið fullkomn- asta sinnar tegundar í landinu. Smærri fyrirtæki, t.d. í Nes- kaupstað, Siglufirði, Isafirði og nú nýstofnað í Keflavík og reyndar einnig i Vestmannaeyj- um, byggjast fyrst og fremst á blaöaútgáfu viðkomandi staða og þjónustu við þau fyr- irtæki sem þess þurfa meö í næsta nágrenni. — Þau þyrftu að mínum dómi áð hafa bók- bandið líka til tryggja sinn starfsgrundvöll. — Hvernig er svo með iðn- ina. Er vaxandi aðsókn að námi í þessu starfi? — Aðsóknin hefur verið frem ur dæma, þó heldur lagazt, svo segja má að í dag sé fullnægt þeirri eftirspurn, sem er eftir prenturum. — 'U vernig er svo búiö að stéttinni, hvað launa- kjör snertir? — Prentarar vinna á tíma- kaupi og mín skoðun er sú, að í iönaði hafi tímakaupsmenn dregizt aftur úr þeim sem vinna í ákvæðisvinnu, og ég tel í dag að prentarar beri ekki úr bítum það sem þeir ættu að gera. — Þá vildi ég spyrja, mundi ekki ákvæðisvinna í starfi eins og bókagerð verða að einhverju leyti á kostnað starfsins? — Það er auövitað alltaf fyrir hendi sá möguleiki að ákvæöis- vinna geti oröið á kostnað starfsins. — Svíar framkvæma þetta þannig í dag og telja sig hafa fundið lausn á þvi máli að verkið verði engu lakara af hendi leyst þótt þannig sé unn- iö. Vissulega byggist þetta mik- iö á því hve vel framkvæmda- stjórar fyrirtækjanna eru starfi sínu vaxnir og einr trúnaðar- menn verkalýðsfélaganna á vinnustöðum. Ég vona að fyrr en seinna verði þessi mál -rannsökuð til hlítar, því ég hef ekki trú á aö prentarar nái newnum veru- legum kjarabótum fyrr en fund- in verður ný og hagkvæmari vinnuaöferð. — TTvað með tækin, sem prent • smiðjumar hafa, svara þau kröfum títnans? Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.