Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 12
•112 VÍSIR . B®. „Nei, þaö geröi hún eiginlega ekki. Þaö væri réttara aö oröa þaö þannig, aö hún hefði látið mig lönd og leiö“. Hún stóö á þröskuldinum, þegar hún gaf mér þau fyrirmæli, sem ég haföi búizt við. „Erindið var reyndar það að til- kynna yöur, að þér komið heim þann 7. meö hálfníulestinni. Við höföum reiknaö meö að nokkrir vinir yrðu viðstaddir á brautar- stöðinni, ásamt okkur, til að fagna yður, en enginn þeirra virtist hafa sérlegan áhuga á þvi. Móðir mín umgekkst yfirleitt ekki neina aöra en sjúklinga sína og elskhuga; hún gaf sér aldrei tíma til að eignast vini. Það var einungis einn, sem ég gat talið á að koma með okkur, Le Bigan. Hann er alltaf skárri en enginn“. Ég hrósaði happi, að ég skyldi þegar hafa gengið á fund hans og skýrt honum frá fyrirætlun minni. Ég lét sem ég hugsaði mig um and- artak. „Le Bigan?" spurði ég, ,,er það ekki fæöingarlæknirinn, sem getið er í minnisgreinunum?" Hún varð ekkert glaðlegri, þótt ég brygði á léttara hjal. Hún sagði aðeins: „Það er hann. Þér hafið gott minni. Góður maður, og móður minni þótti vænt um hann. Hún var ekki alltaf ósmekkleg í vali sínu“. Þar með fór hún. Þessi hryssa, hugsaði ég, hvað gat komið mér til að fæða hana af mér? 6. sept. Ég hélt enn á fund Pierre. Hann j bauð mér inn í skrifstofu sína, þeg- j ar síðasti sjúklingurinn var farinn. | Ég heyrði hann bölva, meðan hann þvoði sér um hendumar. „Þetta kvenfólk", tautaði hann. Skýringin kom óumbeðið. „Þetta er í fjórða skiptiö, sem ég kemst með hörkubrögðum frá móður- sjúkri konu, hálffimmtugri að minnsta kosti, sem vill óö og upp- væg fá mig til viö sig. Slíkir sjúkl- ingar geta gert mig brjálaöan". Svo sneri hann sér að mér. Hann virtist dálítiö undrandi. „Jæja, svo þú ert í þann veginn að snúa heim, að því er Fábi sagði mér?“ Ég þakkaði hónum fyrir að hann skyldi leika með. „Minnstu ekki á það“, sagði hann „Okkar á milli sagt, þá gerðir þú rétt að fara ekki strax heim. Þú varst ekki beinlínis girnileg, þegar þú komst hingað síðasL En nú... nú minnirðu mig á gamla ástmey". „Kannski næsta styrjöld reki smiðshöggið á það ..“ Við lyftum glösum af því tilefni. Ég ákvað að skýra honum frá öllu saman. Ég vissi að ég mátti treysta ráðum hans, og siðustu vikumar hafði ég þráð það meira en nokkuð annað að mega ráðfæra mig viö ein hvern. Ég sneri mér formálalaust að erindinu. „Þetta verður merkilegri leiksýn- ing en þú heldur", sagöi ég. „Og óvenjuleg að því leyti til, að allir viðkomandi taka þátt í henni sem leikarar, ýmist vitandi eða óafvit- andi. Þú lætur sem þú sjáir mig þarna í fyrsta skipti eftir langan aö skilnað, Stan og Fabi láta sem þau séu að taka á móti eiginkonu og j móður ... og ég læt sem ég sé ég j sjálf“. I „Þú ... hvað?“ Pierre varð furðu lostinn. Ég skýrði honum í fám orðum frá öllu ráðabrugginu, frá upphafi til enda. Hann fyllti glasið öðru sinni, drakk það í botn í einum teyg. „Losaðu þig úr þessu eins fljótt og þú getur. Þetta endar með ósköp um, sannaðu til“, sagði hann. Ég vítti hann fyrir ýkjur. „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Þetta er allt viðráðanlegt...“ „Gerirðu þér þá ekki grein fyrir þessu sjálf? Hvemig heldurðu að þú getir búið saman við það fólk síðar, sem hefur rætt viö þig um sjálfa þig, eins og þú værir dauð? Fólk, sem sagt hefur orð, sem ekki veröa aftur tekin?“ „Ég afber það“. „Viðkomandi aðilar geta aldrei sætt sig við þá staðreynd, aö þú afberir það. Þeir geta aldrei fyrir- gefið þér, hvað þeir hafa látið sér um munn fara“. „Hvað áttu við?“ „Skilurðu það þá ekki, að þú ert að kalla yfir þig dauöadóm?" „Guð minn góður. .. Hvemig, og af hálfu hverra?" „Ef ég misskil ekki allar aðstæður því meir, þá er það hvorki eigin- kona né móðir, sem samleikarar þínir þarfnast, heldur líkið af 'þeirri manneskju, sem er hvort tveggja. Settu sjálfa þig í spor þeirra. — Formsatriðin í sambandi við afhend ingu arfsins taka tiltölulega langan tíma, og hættan á að allt komist upp, eykst við hverja fölsun og hverja frestun. Ekki er það heldur ólfklegt að þau vantreysti þér, hafi þig gmnaða um að þú viljir sölsa undir þig mestan hluta arfsins. Ekk ert kæmi sér betur fyrir þau ,en að þú yrðir fyrir „banaslysi", jafn- skjótt og þú værir stigin út úr lest- inni, um leið og ég hefði kvatt ykk- ur — minni áhætta, meira fé. Þú mátt ekki gleyma þvi, að i þeirra augum ertu ekkert annað en verk- færi. Jú, ætli maður hafi ekki les- ið frásagnir í þeim dúr". Úrtölur hans skelfdu mig þó ekki Þær voru að öllu leyti rökhugsaðar, ég varð að viðurkenna það. En mað urinn lætur, sem betur ,fer, ein- ungis stjórnast af rökum, ef um minni háttar mál er að ræða. í stór- málum láta þeir stjómast af trú sinni, til góðs eða ills. „Það eru ekki aðstæðumar, sem leiða af sér glæpi“, svaraði ég, held ur tilvist glæpamanna, sem grípa tækifærin eða skapa þau sjálfir, láti þau á sér standa. Dóttur mína þekki ég, sæmilega að minnsta kosti. Og Stan færi aldrei að myrða mig — hann mundi ekki nenna því“. Nafn Stan hafði viðlíka áhrif á Pierre á þessu stigi málsins, og rauðri ðulu væri veifaö framan í mannýgt naut. „Látum þá morðið liggja á milli hluta. En treystu Stan ekki um of, þótt latur sé. Ég er þeirrar skoðun- ar, að hann hafi unnað þér á sinn hátt... það er að segja, hann gerð- ist elskhugi þinn til aö bjarga sér frá hungurdauða, og hélt tryggð við þig — svo hann gæti helgað sig skákinni. Loks kvæntist hann þér, til þess að standa uppi í hárinu á þáverandi valdhöfum. Hann hef- ur alltaf haft góða og gilda ástæðu til að vera á þingum við þig. Það, að þú varst aðlaöandi, skoðaði hann sem eins konar kaupbæti, sem gerði honum lifið ljúfara. Nú ertu ekki ung lengur, aldurinn merk ir okkur öll, og forlögin geta kom- ið öllu til leiðar, öðru en, því, að flagari eins og hann fái fýsn til konu, honum að nauðsynjalausu, ef hún vekur hana ekki með útliti sínu. Hjón, sem bera göfugar til- finningar hvort til annars og eld- ast saman, verða þeirrar hamingju aðnjótandi, að veita því ekki at- hygli, hvaða breyting verður á þeim með aldrinum, en Stan, sem er fressköttur að atvinnu ...“ Enn einu sinni kom þaö á dag- inn, að andúð hans á Stan leiddi hann út í öfgar „Hann myrðir mig sem sagt ekki, og leitar ekki á mig heldur", varð mér að orði og reyndi að bregða á glens. „Þú álitur með öörum orðum að ég eigi ekki mikils af honum að vænta .. “ „Nei, og ég geri ekki heldur ráð fyrir að þú getir keypt hann. Náimg ar eins og hann eru gæddir vissu siðgæði... þeir selja sig ekki, nema þeir þurfi þess með, og þá einungis þeim konum, sem vakið geta fýsn þeirra. Og þeir hafa alltaf uppi á þeim.. . og þar með hef ég sagt meira, en ég vildi. Ég veit að þú liggur mér ekki á hálsi fyrir það, en það gildir mig einu. Þvi skyggnari sem þú ert, þvi minni þjáningar bíða þín ...“ Ég varð gripin annarlegum beyg og vissi ekki hvemig ég átti aö skilja orð hans. Ég reyndi samt að malda í móinn. HÖRÐUR GIMRSSOIV HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR MÍ O’r.llMXfiSSKIHrSTOIA Blönduhlíö 1 — Sími 20972 handknattleiksdeild. VÍKINGUR, Æfingatafla fyrir veturinn 1967 -1968. Sunnudaga kl. 9,30 4. fl. karla - 10,20 - - - - 11,10 3. fl. karla - 13,00 M., 1. og 2. fl. karla - 13,50 ---------— Mánudaga kl. 19.00 4. fl. karla - 19.50 3. fl. karla - 20.40 M., 1. og 2. fl. kvenna - 21.30 - - - Þriðjudaga kl. 21.20 M., 1. og 2. fl. karla - 22.10 - - — Fimmtudaga kl. 19.50 M., 1. og 2. fl. karia — 20.40 — — - Föstudaga kl. 19.50 3. fl. kvenna Laugardaga kl. 14.30 3. fl kvenna Æfingar fara fran, í íþróttahúsi Réttarholtsskólans, nema þriðju- daga, en þá eru þær f lþrótta- höllinni í Laugardal. — Æfing- amar byrja þann 15. sept. Ný- ir félagar eru velkomnir. Mætið vel frá byrjun Þjálfarar. ESi Laugardagur 11. nóvember 1967. Sölubörn óskust Hafið samband við afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VÍSIR Vetrarhjólbarðamir koma snjó- negldir frá METZELER verk- smiöjunum. BARÐINN Armúla 7. Sími 30501. HJÓLBARÐASTÖÐIN Grensásvegi 18. Sími 33804. AÐALSTÖÐIN Hafnargötu 86, Keflavík. Sími 92-1517. Almenna Verzlunarfélagið Skipholti 15. Sími 10199. SMRHI FYRIRHOFN >>---VMUAifUSMtr HgggBággriB 31 SIM122022 Eldhúslð, sem allar husmœður drcymir um Hagkvœmni, stílfegurð og vönduð vinna á öllu. Skipuleggjum og gerum yður fast verðtHboa. Leitið upplýsinga. Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.