Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 11.11.1967, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 11. nóvember 1967, 7 Um frelsi kristins manns 1 tilefni af 450 ára afmaeli sið- bótarinnar hefur Heimatrúboð leikmanna í Reykjavík gefið út rit Lúthers: Um frelsi kristins manns, 1 þýðingu sr. Magnúsar Runólfssonar í Árnesi. Um rit þetta segir þýðandinn í formála, að það hafi Lúther skrifað aö beiðni háttsetts manns í þjónustu páfa, sem vildi koma á sættum. Er það því hógvært orðað og sneiðir hjá deifum, en hvergi dreg ig úr kenningu fagnaðarerindis ■ ins. Samt fór svo að Lúther var bannfærður árið eftir, 1721, og stefnt fyrir ríkisþingið í Worms. Þar neitaði hann að taka aftur kenningar sínar og var dæmdur útlægur. Riti Lúthers Um frelsi kristins manns, lýkur á þessa leið: „Kristinn maöur lifir ekki í sjálf,- um sér, heldur í Kristi og ná- unga sínum: I Kristi fyrir trúna, í náunganum fyrir kærleikann. Fyrir trúna stígur hann upp yfir sjálfan sig til Guðs, frá Guði stígur hann niður fyrir sjálfan sig fyrir kærleikann og dvelur þó alltaf í Guði og kærleika hans, eins og Kristur segir (Jóh. 1,52: Þér munug sjá himininn opnast og engla Guðs stíga upp. og stíga niöur yfir mannsson- inn). Sjá, þetta er hið rétta and- lega, kristilega frelsi, sem gjöi- ir hjartaö frjálst frá öllum synd- um og boðorðum, sem er æðra öllu öðru eins og himinninn jörð inni. Guð gefi oss náð til að skilja þag rétt og halda því. Amen.“ Ég efast ekki lengur Ég er sjálfstgt enginn trúmaöur á kirkjulegan mæli- kvarða. Þegar ég var fermdur, var ég m. a. s. farinn að efast um suma trúarlærdómana. Síðar varð ég trúlaus með öllu. Það var tíðarandinn þá. Ég hef þó jafnan borið virð- ingu fyrir helgisiöum og aldrei komið til hugar aö neita neinu í þeim efnum. Afstaöa mín var lengi: Ég veit ekki, alger efi. Á síðari árum hef ég oft hugsað um þessi efni. Virðist mér óhugsandi, að öll tilveran, dauð og lifandi, hafi orðið til af tómri tilviljun eða fyrir éinhverja blinda þróun. Þvert á móti viröist mér vit og vilji í allri tilverunni. í mínu lífi hefur mér lengi fundizt einhver hulinn kraftur halda verndarhendi yfir mér. Margt hefur t. d. komið fyrir mig, sem mér hefur þótt mjög miður, jafnvel lítt bærilegt, þegar það skeði, en ég séð á eftir, að varð mér til bless- unar. Eitt skipti, er ég átti í mestum erfiðleikum ævinnar og lá við örvæntingu, fannst mér hjálp berast. sem ekki var frá mönnum nema þá óbeinifnSs. Wiðurstaðan af öllu þessu er sú, aö ég efast ekkrfengur um tilveru Guðs, þess „mikla og eilífa anda, sém í öllu og aíls staðar býr“. Þess vegna meina ég það, þegar ég nú að lokum biö landi og þjóð Guðs blessunar um alla framtíð. (Bemharð Stefánsson). tölum við um hve dýrmætt, ómetantegt, frelsið er og dá- umst að 'þeim, sem börðust fyrir frelsi þjóðariimar, sjálfstæði landsins. Óbæriteg væri sú til- hugsun að eiga aftur.að vera und- ir aðra-gefín, fá ekki sjálf að ráða okkar málum. — En sjálfstæði þjóðar er hiö ytra frelsi og hversu fuILkomið, sem það er, verður það ekki manninum til sannrar far- sældar nema hann sé andlega frjáls, tHeinki sér í lífi sfnu það frelsi, sem Frelsarinn færöi mönn unum með lífi sínu, fagnaðarer- indi og fómardauöa fyrir synd- uga menn. — Um þetta frelsi höfum við fögur fyrirheit í orði Guðs —: Yöur er í dag frelsari fæddur (Lúkas 2.11). Þessi maður er í sannleika frelsari heimsins (Jóh. 4.42). Miklu fremur munum vér þá nú... frelsaðir verða frá reiðinni fyrir hann (Róm 5.9). Sættir við Guð fyrir dauða sonar hans, frelsaðir verða fyrir Kf hans (Róm 5.10). l>r slíkri dauðans hættu hefur hann frelsað oss og mun frelsa oss (I. Kor. 1.10). Það er tíl hins innra frelsis, sem Kristur frelsaði mennina, sbr. Gal. 5.1. Með því að tileinka sér lífsskoðun hans, treysta á náðar- verk hans, helga sig honum í kær leika, gefa sig honum á vald í trú og von, ávinnur maðurinn hið sanna frelsi, sem gerir hann óháð- an umhverfinu, eykur honum þrótt í andstreymi, sættir hann við vonbrigði, gefur honum bjart- sýni og baráttugleði þeirrar trúar, sem starfar f kærleika til mann- anna og trausti á forsjón Guðs. Það er mikill vandi að fara rétti lega með Guðs gjafir, — þeim mun meiri vandi, sem þær eru dýrmætari. — Ein af þeim er frelsið. Frelsi sitt eiga kristnir menn ag nota til að þjóna — þjóna hverir öðrum í kærleika. Um það höfum við skýr fyrinnæli í Guðs orði — því að allt lögmálið er uppfyllt með þessu: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálf- an þig“, segir Páll postuli og síðan bætir hann við þessari al- vöruríku aðvörun, sem á sjálf- sagt brýnná erindi til okkar nú í dag heldur en oftast áður: En ef þér bítist og etið hver annan upp, þá gætig þess að þér torttmist ekki hver fyrir öðrum. Þetta skulum við, þessi frelsis- mnasdi þjóð, hafa rikt í huga þegar flokkadrættimir magnast og friðurinn er á flótta fyrir öfl- um sundrungarinnar. Fagnaðarerindið i útvarpinu Skólinn, uppeldið, trúarlifið Þegar rætt er um kirkjuna, stöðu hennar og starfsemi ea&ý fðiksins, verður mönnum tíðrætt um fásóttar guðsþjónustur og fjöida messufalla. Fyrir nokkrum árum fór fram talning kirkju- gesta við hámessu einn sunnudag í öllum kirkjum Noregs, þar sem messað var þann dag. Kirkjugest- ir reyndust fáir — mjöig fáir — örfá prósent af söfnuðunum. I þetta er oft vitnað þar í landi og talið glöggt merki um áhrifaleysi kirkjunnar og áhugaleysi fólksins á boðskap hennar. — Nú nýlega hefur farið fram í Noregi önnur talning, sem snertir boðskap kirkj unnar og hvernig fólkið tekur hon um. Norska ríkisútvarpið lét fara fram skoöanakönnun meöal hlust- enda. Spurt var hve margir hefðu fylgzt meg einstökum dagskrár- liðum hljóðvarps og sjónvarps á- kveðna viku. Árangurinn af þess- ari könnun þótti æði athyglisverð ur, ekki sízt fyrir kirkjunnar menn, vegna þess að hinir trúar- legu dagskrárliðir voru meðal vin- sælustu í útvarpinu. Hámessan haföi 936 þúsund hlustendur en 858 þúsund fylgdust að jafnaði meg morgunbænunum. Það verður vitanlega ekkert um þaö fullyrt hve „góðir hlustend- ur“ þetta eru. En óneitanlega sýn- ir þetta, að talsverð ítök á hinn trúarlegi boðskapur í hjörtum fólksins. Og þetta á líka að vera hvöt til stjómar útvarpsins að hlúa að þessum dagskrárliðum en hafa þá ekki að neinni homrelHi. Ekki mun hafa farið fram slík skoðanakönnun hér á landi og gerð hefur verið í Noregi. En mundi niðurstaöan ekki verða eitt hvað svipuð hér og hjá frændum okkar Norömönnum? Með stækkun borgarinnar og fjölgun prestakalla rísa nýjar kirkjur í höfuðstaðnum, ný- tízkulegar bæði utan og innan. En ylur hlýrra minninga og helgi sannrar lotningar fyllir ávallt hjörtu Reykvíkinga þeg- ar þeir ganga í sinn gamla helgidóm, Dómkirkjuna við Austurvöll. — Þessi mynd sýn ir okkur inn í kór Dómkirkj- unnar, er prestvígsla fór þar fram 2. september 1962. Bisk- up íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígði Pál Pálsson til Víkurprestakails i Vestur- Skaftafellsprófastsdæmi. Á síðasta aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík voru m. a. samþykkt svofelld tilmæli til for- eldra og kennara: Að hefja skóladaginn með ’helgi- stund. Að fara með skólabörnin í kirkju a. m. k. tvisvar á hverjum vetri. Að foreldrarnir sæki kirkju reglu lega með bömum sínum. ------------------------- Um góða samvizku Hvað verður f-egra fundið N en friður og rósamt.geð, angur úr huga brundið, hjartað glaðvært þar með, innbyrðis eiskan hreina með æm í hverjum stað? Heims eftiriætfð eina efiaust dæmi ég það. Glaður vildi ég þú værir, og vondu hjá >ig sneið margt þó til böls þér bæri bakmálug tungan leið. Ef þinnar æru gætir aldrei þú kviða iþarít. Síðar þá sörmu mætir sjálf lygin dofnar snart. HaMgrímu*' Pétursson. F relsið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.