Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikuoagur 31. júlí 1968. Akranes vmn Selfoss 4:3 — fjörugur leikur á Selfossi Akumesingar sigruðu Selfyssinga í fjörugum leik á Selfossi á sunnu- dag. Akumesingar hafa þar með sigraði i öðrum riðli II. deildar, og þar með tryggt sér rétt til að leika um sæti i 1. deild á næsta ári. Leikurinn á Selfossi byrjaði mjög vel fyrir Akranes. Liðið komst yfir 2—0 í fyrri hálfleik, og síðan 3 — 0 í byrjun síðari hálfleiks. Þá náðu Selfyssingar að skora sitt fyrsta mark, 3—1, en nokkrum sekúndum siðar komast Akurnesingar í 4—1. Síðan sóttu Selfyssingar mjög og tókst að skora tvö mörk, og átti Selfossliðið meira í síðustu mínút- um leiksins, þó að ekki tækist að jafna. Norska knattspyrnan Úrslit í 1. deild norsku knatt- spyrnunnar á sunnudag urðu sem hér segir: Lyn—Viking 11—2. Rosenborg—Frederikstad 4 — 3. Sarpsborg —Brann 1—2. Strömsgodset—Skeid 1—2. Staðan eftir þessa leiki (öll lið hafa leikið 10 leiki, nema Váler- ingen og Frigg): Rosenborg Lyn Skeid Brann Viking Strömsgodet Frederikstad Váleringen Frigg Sarpsborg 15 stig 14 - 11 - 10 - 10 — 9 — 8 — 7 — 7 - 7 — BIKARKEPPNI FRÍ f KVÖLD Fyrra keppniskvöld i Reykja- vikurriöli Bikarkeppni FRl er á Laugardalsvellinum ‘ kvöld. Hefst keppnln kl. 20.00. ÍR vann stigakeppnina i undanrásunum í fyrra, en KR varð nr. 2 og komast þannig þessi tvö félög í aðalkeppnina, sem verður nú 17. og 18. ágúSt. Búast má við, að keppnin í kvöld verði spennandi og jöfn, einkum milli ÍR og KR, en þó getur lið Ármanns orðið skeinu- hætt, þvi aö í því eru margir ungir og efnilegir íþróttamenn. í kvöM verður keppt í eftir- töidRm greinum: Karlá-.. 200 m hiaup, 800 m hlaup, 3000 m hlaup, Iangstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast og 4x100 m boðhlaup. Kondr: 100 m hlaup, spjótkast, kúluvarp, hástökk og 4x100 m boðhiaup. Keppnin hefst eins og fyrr greinir kl. 20.00. Þessi mynd er úr leik Simmentahl, ítalska liðsins, sem hingað kom eitt sinn og lék við KR í Evrópubikarkeppninni í körfu- knattleik. Myndin er úr leik Simmenthal við Spartak Brno, Tékkóslóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar. Það er Italinn Wolf, sem er að skora eitt af sínum 9 stigum í leiknum, sem Tékkarnir unnu, 103 — 86. Tékkarnir töpuðu síðan fyrir Real Madrid í úrslitunum, 95 — 98. \ Þrenns konar keppni GR um helgina Mikið var um að vera hiá golf-1 3. Elías Kárason 66 högg mönnum í Reykjavík um helglna. Á laugardag fór fram keppni Golf-; Hjónakeppnin fór þannig fram, klúbbs Reykjavíkur um Olíubikar- j a' húsbóndinn átti að sjá um aö inn svonefnda. í gær var svo ungl- koma golfboltanum á „greenið“, ingakeppni klúbbsins, svo og slétta fiötinn um holuna, en hús- hjónakeppnl. j freyjan síðan að koma kúlunni það- i an í holuna. — Úrslit urðu sem Það voru úrslitin í Olíubikar- j hér segir: keppninni, sem fram fóru á laug-1 ardag. Tii úrslita kepptu þeir ÓI- j 1. Einar Guðnason (26 högg) og afur Skúlason og Halldór B. ' Súsanna Möller (20 högg), samtals Kristjánsson, og vann Ólafur, þar 46 högg. sem hann vann tveimur fleiri hol- j 2. Páli Ásgeir Tryggvason (32 ur en Halldór, en leiknar voru 18 högg) og Björg Ásgeirsd. (16 holur. i högg), samtals 48 högg. i 3. Árni Brynjólfsson (35 högg) I unglingakeppninni voru leiknar og Ólöf Geirsdóttir (17 högg), 18 holur, og leikið með forgj. Úr- 'samtals 52 högg. slitin hér eru þó reiknuð án for- j "’jafar: ( Næsta verkefni golfmanna í j Golfklúbbi Reykjavíkur er fjór- 1. Ólafur H. Johnson 61 högg , boltaleikur, sem hefst kl. 19.30 í 2. Hans Isebarn 62 högg kvöld (miðvikudag). Knaffspyrnur fréttir A-lið Víkings sló b-lið Akraness ú bikarkeppninni í leik á Mela- vellinum í gærkvöldi. Lauk leikn- u.-i með sigri Víkings, 2—1, en í hálfleik var staðan 0—0. Njarðvíkur-liðið sló Þrótt b út Njarðvíkurliðið sigraði Þrótt, b- lið, í leik á Melavellinum á sunnu- clagskvöldið. Leikurinn var spenn- andi, og úrslit fengust ekki fyrr en í framlengingu. B-lið ÍBA vann FH 5:2 B-lið Akureyrar vann yfirburða- sigur yfir liði FH í bikarkeppninni á Akureyrarvelli í fyrrakvöld.. í hálfleik höfðu FH-ingar yfir 1 — 0. FH náði síðan í síðari hálfleik að skora 2—0, en þá komst Akureyr- arliðið i gang og skoraði fimm mörk til leiksloka, og að auki mis- tókst þeim ein vítaspyma. Hin gamalkunni knattspyrnumaður Haukur Jakobsson, skoraði tvö af örkum Akureyringanna. Keppa í september Þeir Henry Cooper, enski þung- vigtarmeistarinn i hnefaleikum, og Carl Mildenberger, Evrópumeistari í sama þyngdarflokki, munu keppa um Evrópumeistaratignina í hnefa- leikum f september n.k. Eins og rr. .n muna ef til vill keppti Mild- enberger eitt sinn við Cassius Clay (Mwhammed ALI), en tapaði fyrir honum, og hið sama er um Cooper að segja. Denis Law Tilkynnt var í gær i aðalstöðv- um enska knattspyrnuliðsins Manchester United, að Denis Law, hinn frægi framherji liðsins myndi leika með þvi í fyrsta leik hausts- ins. Law var frá keppni meiri hluta síðasta keppnistímabils vegna meiðsia í hné, og gekkst undir uppskurð í vetur. Héldu margir, að dagar hans sem knattspymu- manns væru ef til vill taldir, en svo bárust þessar fréttir frá Eng- landi í gær. Manchester United er nú á förum í keppnisferöalag til V.-Þýzkalands og mun leika þar nokkra leiki, en síðan hefst 1. deildarkeppnin enska af fullum krafti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.