Vísir - 31.07.1968, Síða 12

Vísir - 31.07.1968, Síða 12
VÍSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1968. 12 ..'JZjBK ANNE LORRAINE ERFIÐ SPURNING. Hann horfði á hana þegjandi til þess að gefa henni ráðrúm til að svara því, sem svara þyrfti. Þegar teið kom, hellti hann í bolla og rétti henni, og hún þakk- aði fyrir og var langt komin meö lollann, þegar hún spurði: — Trú- - þér á loforö, sem gefin eru á banabeði, læknir? Hann hrökk við og hnyklaði brúnirnar. — Geri ég hvaf ? spurði hann gramur. — Sízt átti ég von á, að þér bæruð upp svona spurn- ingu, eftir öll tilfellin, sem við höfum talaö saman um! Þér vitiö ofur vel, að drjúgur hluti af sektar- kenndum fólks stafar frá loforöum, sem deyjandi fólki eru gefin — fólki, sem veit, aö það getur ekki komið aftur og bjargað fórnarlamb iru frá eymdinni, sem hlotizt getur af slíku loforði. Hvort ég trúi á þess háttar loforð? Nei, það geri ég ekki, og þéi geriö það ekki held- ur. Eruð þér svona ófróð? Hún varp öndinni, henni leið betur, eftir að hafa fengið teið. Hún reyndi jafqvel að brosa. — Þetta er enginn gamanleikur, sagði hún. — Ég veit, að það er ekki rétt af deyjandi manneskju að láta aðra gefa sér loforð. En setjum svo að þessi deyjandi manneskja deyi ekki — og maöur viti, að loforðið, sem gefið var, hafi bjargað lífi hennar — gæti það ekki réttlætt loforðið? Hann leit á hana með vorkunn- arsvip, en hún tók ekki eftir því. — Mary, Mary, sagði hann lágt. — Hvað er þetta, sem þér eruð að reyna að sanna mér og sjálfri yð- ur? Það ætti aldrei að biðja um loforö undir slíkum kringumstæð- ui.i, og væri það gert, er sjálfsagt að neita því. — Jafnvel þó að það gæti orðið BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI * ' ,S . • f~*'*Jr* Skoðið bílana, gerii góð kaup - Óven|u glæsilegt úrvai Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssalci Við tökum velúilífandi bíla í umboðssölu. ! Höfum bílana tryggða j gegn þjófnaði og bruna. j SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSONH.F. LAUGAVEG 105 SlMI 224.66 til þess að bjarga mannslífi? sagði I hún og langaði til, að hann gæti { sannfært hana. — Þér hljótiö þó að álíta að líf sjúklingsins sé það •nikilsverðasta? — Ekki, er afleiðingin verður sú, að maöur fær tvo sjúklinga aö fást við í staðinn fyrir einn, sagöi hann þurrlega. — Ég hef séð of margt af þessu fólki, sem kemur til mín sem sjúklingar mörgum árum ' eftir að það hefur gefið þessi ,,björgunarloforð.“ Ég hef séð dæt- ur, sem hafa lofað deyjandi móður sinni að annast föður sinn — bræö- ur, sem hafa lofað að annast systur j sína, sém kannski giftist aldrei — menn, sem hafa verið gabbaöir til j aö heita deyjandi stúlku órjúfandi j ást sinni — og þar fram eftir göt- { unum. Það getur farið vei, auðvitaö I — eg neita ekki möguleikanum — ! j en oftast verður það aöeins til j bölvunar. Það er ekki hægt að þvinga fram tilfinningar, sem ekki eru til. Stúlka getur elskaö föður sinn og móöur, en hún getur ekki fórnað þeim allri tilveru sinni án þess að baka sér sálartjón. Það er ekki hægt að elska eftir skipun. Þó ég viti ekki, hvað liggur aö baki spurningu yðar — mundi ég ekki hika viö að segja: Nei, ég trúi ekki Ioforðum, sem gefin eru við bana- beð — og heldur ekki „björgunar- loforðunum“ Hún stóð upp og gekk að skrif- borðinu hans með rauða hvarma og fölar kinnar. — Ég hefði átt að vita, að þér munduö ekki vilja skilja þetta, sagði hún rólega. — Maður verður að vera ástfanginn til þess að geta skilið þetta mál. Það lítur einfaldar út í blöðum og bókum — en þegar maður stendur andspænis vanda- málinu duga fræðisetningar og heilræöi ekki hót. Hann hallaði sér aftur í stólnum og horfði á hana hálflokuðum aug- unum. — Þetta stafar blátt áfram áf því að þér látið tilfinningarnar ráöa of miklu, góða min, sagöi hann. — Það erum við, þér og ég, sem eigum aö hjálpa sjúklingum okkar til þess að komast á réttan kiöl og fá rétt sjónarmið aftur. Ef þér gætuð fært yður fjær málinu sjálfu og litiö á það úr fjarlægö, held ég að þér munduð verða hissa á að sjá hve einfalt mál það er, að finna lausnina. Þegar maður er í geðshræringu, eins og þér eruð núna, afbakast allt eða verður eins og í þoku. Nú skuluð þér sofa á þetta, og á morgun verður allt skiljanlegra. — Þaö verður enginn svefn hjá mér, byrjaöi hún. — Jú, greip hann fram í. Hann opnaði skúffu og tók upp litið glas. — Takiö þér eina af þessum — nei, farið þér nú ekki að rausa allt þetta bull, um að maður megi aldrei taka svefnmeðal. Þér eruð læknir og ættuð að vita hve áríö- andi svefninn er. Takið eina töflu. Það er skipun en ekki beiðni. Hún tók glasið með semingi og hristi eina töflu úr því. — Og heyriö þér, læknir, hélt hinn áfram. — Hættið þér fyrir alla muni að reyna að taka á- ' arðanir fyrir aðra. Þetta loforð, sem þér voruð að tala um, varöar ekki yður sjálfa, heldur einhvern annan? Þér munuð vera eitthvað við það riðin, hugsa ég, en þaö eruð ekki þér, sem eigið að taka ákvörð- unina? Hún starði forviða á hann, en svaraði ekki, heldur fór hún út og upp í herbergið sitt. Hún stakk upp í sig töflunni og háttaöi. Þegar hún var komin í rúmið starði hún um stund upp í loftið og beið eftir svefninum. Þaö var einkennilegt að hún hafði tví- vegis sama kvöldið verið sökuð um að skipta sér af hag annarra. Fyrst gerði Tony það og síðan Simon Carey. En gat hún látið svona mál afskiptalaust? Svefninn kom fljótt og veitti henni hvíldina sem hún þarfnaöist nauðsynlega. NÝR SKILNINGUR. Hún vaknaði ekki fyrr en seint og lá kyrr um stund og reyndi aö átta sig. Áhyggjurnar og efinn frá kvöldinu áður leituöu á hana, en h u vísaði þeim á bug og reyndi að hugsa um verkið sem beiö hennar þegar hún kæmi á fætur. Hún var hress og hafði hvílzt, og þegar hún hugsaði til karpsins viö Carey skammaðist hún sín og roðnaði. Hún rékk sér steypu og klæddi sig. Nú mundi Tony líklega hafa afráðið, hvort hann ætlaði aö lofa Anne að giftast henni eða ekki, hugsaði hún með sér. Hver veit, nema Anne væri nú þegar ... Hún vísaði þessari tilhugsun á brg og skammaðist sín. Ef Anne dæi mundi Tony verða frjáls — og vandinn leystur. Hún skalf, og fann að hún yrði aö harka vel af sér, ef hún ætti ci.ki að kikna undir þessu. Hún kraup á kné viö rúmstokkinn og baö til guðs. Eins og jafnan, er hún þurfti huggun og hughreystingu, bað hún bænina, sem móðir hennar hafði kennt henni einu sinni: „Vertu h'já mér f dag og hjálpaðu mér aö vera góð, í Jesú nafni. Amen.“ Hún gat ekki séð að neitt væri við þessa barnslegu bæn að at- í.uga. Hún lá lengi á hnjánum, og friður og ró færðist yfir hana. C u meðan hún lá þarna og studdi enninu á rúmstokkinn, fór hún að hugsa um móður sína. í fyrsta skipti á ævinni reyndi hún að líta á móður sína frá hennar sjónarmiði. í stað þess að líta á hana frá sjón armiði föður sins. Af hverju stafaði það, að móðir hennar hafði brugð- izt? Var það eingöngu af því að hún hafði verið glöö og kát — og af því - það var ekki við hennar hæfi að vera gíft lækni? Hún hafði ekki verið megnug þess að örva manninn sinn í starfi hans — haföi ekki fellt sig við þær kröfur, sem gerðar voru til hans. Án hennar hefði hann orðiö mikill maður — kannski frægur? Eða — hefði hann orðiö það? Mary lá kyrr og þorði varla að draga andann meðan þessi spurn- ing var að brjótast um í huga hennar. Ef hann — eins og hann fullyrti alltaf — hafði verið hindr- aður á vísindabrautinni af konunni FJOUDJAN HF. Hagstæðusíu verð. GreiðslusMlmálair. Vemcíið vexks&ti íslenzkra iiamla. FJÖLÍÐJAN HF. Sími 21195 Ægisgötu 7 Kvk. Það er eitthvað bogið við þetta allt! Ég kom út úr fjallinu eftir annarri leið en ég kom inn. Svo rakst ég á skrímsli, ef til vill fomsögulegan hval. En Tarzan er á lífi! Þetta er slóð hans! Nú lízt mér á það! ss>aa HEIKNINGAR LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... í>oð sparar yður t'ima og óbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargótu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur) m

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.