Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 4
 knattspymukappar áttu ekki skap saman, og menn hafði lengi grun að, að illa kynni að fara. Formað- ur íþróttafélagsins haföi farið fram á það við lögregluyfirvöld, að Ake yrði settur bak við lás og slá. Morðinginn drap félaga sinn með byssuskoti af 15 metra færi, en áður hafði hann drepið hund sinn í bræði. Ake Johansson var umdeildasti leikmaður liðsins. Gösta var hins vegar stofnandi félagsins og drif- fjöður. Er þeir hittust á 43 ára Miðherjinn vildi halda stöðu sinni og niðurstaðan varð morð Það virðast hafa verið deilur um framtíð Ake Johansson sem miðherja i Överby 1F, er knúðu hann til morðsins á Gösta Anders son í síðustu viku. Þessir sænsku afmæli Gösta, ræddu þeir mál liðsins, að því er taiið er. Þótt Ake væri fyrirliði, þótti mönnum hann of gamall. Hann drakk á- fengi í óhófi, og hafði honum stundum verið bannað að leika fyrir þær sakir. Hann var frekur og ráðríkur og mjög örgeðja. Þótt hann væri 35 ára að aidri, taldi hann sig ómissandi í liðið. í keppni leiðrétti hann og ávítaöi félaga sína óspart og af hörku. Þess vegna varð hann óvinsæll meðal þeirra. Hann haföi verið undir iækniseftirliti síðan í marz í fyrra. Ake kom til afmælisveiziunnar með koníaksflösku. Nokkrar fjöl- skyldur tóku þátt í hinni lát- lausu veizlu. Meðal þeirra var bróðir Gösta, og var hinn síðar- nefndi að fylgja honum heim, er morðinginn lá í leyni fyrir hon- um. Eftir morðið héit Ake til síns heima til konu sinnar. Þau hugð- ust slíta samvistum. Börn þeirra eru þrjú. Er heim kom, skýrði hann konu sinni frá öllu, er gerzt hafði. Um miðja nótt vakti hann nágranna, fékk lánaða pcninga fyrir síma og hringdi á lögreglu stöðina. „Komið og sækið mig. Ég hef skotið mann“, sagði hann. Ake hefur verið óspar á hót- anir í seinnl tíð. Fólk óttaöist mjög, að hann gripi til einhverra óyndisúrræða. Nú finnst mönn- um, að koma hefði mátt í veg fyr- ir morðið, ef gripið hefði verið í taumana. Lögreglan kvað þó á- kæru nauðsynlega, ef svo ætti að vera. Gösta Andersson (krýpur á kné næstur vinstra megin viö markvöröinn) var lífið og sálin í knattspyrnuliðinu Överby í Svíþjóð. Miðherjinn Ake Johansson (hægra megin við mark- vörð) átti að missa stöðuna í liðinu. Deilur um þetta reittu Ake svo til reiði, að hann ban- aði félaga sínum. Svart og hvítt heill- ast hvort af öðru Nærri daglega berast fréttir um kynþáttaóeirðir í Bandaríkj- unum og viða annars staðar í heiminum. Þar berjast kynþætt- irnir. Hitt fer oft fram hjá mönn um, að stundum elskast þeir. Þótt skuggahverfi Bandaríkjanna sjóði og spennan milli kynþáttanna fari vaxandi, er annað fyrirbæri einnig i vexti. Það er ástarlíf hvítra og svartra. í mörgum hlut- um landsins hrynja múramir, sem áður skildu kynþættina í þessu efni. Um helgar getur að líta blönduð pör á skemmtigöngu um Central Park í Manhattan f New York eða í gamla bænum í Chi- cago og á Noröurströndinni í San Francisco. Helzta miðstöð þessa sambands eru bandarískir háskól ar og menntaskólar. Skoðanakönn un er nýlega var gerð i Wayne State University í Detroit, leiddi í Ijós, aö 279 af 365 stúdentum þar höfðu annað hvort „gengið með“ fulltrúa hins kynsins af öörum kynþætti eða hugðust gera það fljótlega. Barátta negra fyrir jafnrétti hef ur gefiö þeim aukna virðingu, jafnvel sem hetjum. Háskólapró fessor einn orðaöi þaö svo: „Það er ekki lengur um neitt misrétti sem slíkt að ræða. Svarti hörunds liturinn er ekki lengur litur. Hann er skapgerö." Þö ber að varast aö gera of mikið úr þessari þróun. Enn tíðkast þetta samband aðeins í minni hiuta bandarískra há- skóla og meöal minni hluta stú- denta. í Suðurríkjunum kemur slíkt naumast til greina. Víða annars staðar eru hin blönduðu pör meðal leiðtoga stúdenta. Eitt slfkt par eru þau Robert Hall, tvítugur svertingi í borginni Seattle, og Nancy Mitton, ljós- hærö hvít stúlka. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan í menntaskóla. Bæði voru þau úrvals nemend- ur og hiutu námsstyrki í háskóla Þau gerðust þar foringjar I stú- dentahreyfingunni, og Robert lauk námi.sinu á mettímg, Hann hyggst verða verkfræðingur. Þau ætla að ganga í þaö heilaga í september og hafa til þess fullt samþykki foreldra. Það er ríkjandi í ástarsambandi hvftra og svartra, að karlmaður- inn sé svertingi og konan hvít. Mörgum negrum finnst það tákn góðs árangurs og glæsimennsku. Hvíta konan er þeim sveipuð dularhjúp. Þeir reyna að sanna karlmennsku sína. Hvíta konan er bezta sönnunargagnið. Það sætir nokkurri furðu, að oft er hvíta konan sá aðili, sem ákafari er Sálfræðiprófessorinn segir, aö svarti liturinn sé í tfzku í ár. Dansað i Chicago. Margar konur halda, að svertingj ar hafi meiri kyngetu en hinir hvítu. Svartar konur eru afbrýðisam- ar vegna vinsælda hinna hvítu Hins vegar hafa þær ekki sér- stakan áhuga á að fá sér hvítan mann í staðinn. Þær telja þá skorta „sál“, eins og það er orðað og mikið notaö um tónlist negra og skapgerð. Þá er það gamall siður eða siðleysi frá þrælatímun- um, að hvítir karlmenn líti á þær hörundsdökku sem leikfang, sem þeir megi nota að vild sinni en fleygi sfðan frá sér eins og skít- ugri flík. — Hvaö sem verður í framtíöinni um biöndun kynþátt- anna, er samruni þeirra nú þegar að verða mjög áberandi þáttur í þjóðlífi Bandaríkjamanna. Róbert og Nancy. Múrinn hrynur. Þjóð í sumarfríi. Það fer varla fram hjá neinum, að sumarfríin standa sem hæst. Fjöldi fyrirtækja hefur haft al- gjörlega lokað hjá sér í langan tíma og önnur vinna af hálf- !um krafti r.ieð óvönu fólki. Auð vitað veröur fólk að fara í sum arfrf, en það er mikið óhagræði, þegar nauðsynleg þjónustufyrir tæki loka alveg í einhvem tima, svo ekki er hægt að fá af- greiðslu sem í mörgum tilfellum getur verið nauðsynleg. Hitt væii hagkvæmara, ef fyr irtækjum yrði ekki alveg lokað, og starfsfólk tæki sumarfrí sín á lengri tínia, þannig að ekki yröi allt hálflamað yfir hásum- arið. En svo er það þannig, að flestir vilja taka sumarfrf, þegar bjartast er og bezt veður, svo að það er erfitt að þjóna vilja allra og þörfum. Mismunandi gestir. sótt ísland heim í sumar, og þeirra á meðal margt merkra manna, eins og gerist og geng- ur. En ein heimsókn hefur öðr- um fremur verið gerð aö stór- frétt, en það er heimsókn fall- hlífarliðs frá Englandi. Dagblöð in hafa ekki sparað viðtöl og frá sagnir frá æssu liði, og þó erum við ekki lengur óvön heimsókn- um hermanna, bæði fliúgandi og meö herskipum, sem hingaö koma I ýmsum erindagjörðum. Ekki er í fljótu bragði hægt að sjá, að þarna sé um svo merkilega frétt að ræða í sjálfu sér, svo að ætla má, aö það sé tíðindaleysiö, sem þarna ræð ur miklu. Annars eru hermanna heimsóknir alltaf hvimleiðar, þó þær séu frá vinveittum þjóðum, og ættum við að leiða hjá okk- ur allar slíkar eftir því sen hægt er. Hermennsku viljum við ekki innleiða hjá okkur sjálfum, og þess vegna ætti ekki að þyrla upp slikum glansi i kringum þennan hóp manna, þó hann komi hingað til æfinga, en helzt mætti álíta, að hér væru ein- hver ofurmenni á ferðinni eftir sumum frásögnum að dæma aö minnsta kosti. A sama tíma og harmaðir eru atburðir vegna ofbeldis og vopnaburðar, og framkvæmd er innköllun og skráning á skot- vopnum, þá stingur það i stút, / þegar hermennska er hafin upp ) til skýjanna í blaðaskrifum, \ þannig að ljómi stafar af. Her- i mennska og hervæðing er öðr- / um þióðum nauðsyn, en svo J mikið ættum við að vera búin 1 að læra að vera ekki aö klína 1 neinum ofurljóma á þessa pilta, / þó þeir skreppi hingað i heim- ; sókn. \ Ef efni vantar i blöðin gæti \ það verið athugandi að kynna 4 ýmis störf til dæmis lögreglunn t ar á eins jákvæðan hátt, þvi / mörg svið hennar eru lítt kynnt 1 almenningi, Slík kynning væri eðlilegri en hvemig fara á að því að sprengja brýr austur i Biskupstungum. Við eigum að láta Bretana eina um slík „gam anmál." Þrándur í Götu. Margt erlendra gesta hefur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.