Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 8
8 V I S I R MiðvikuJagur 31. júlí 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltröi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: L augavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasöla kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. _____________ „Brunninn upp"? Vísir hefur áöur gert að umtalsefni, hversu mikil- vægt var fyrir þjóðina að hafa náð hinum góða ár- angri, sem raun ber vitni, í almennri velmegun og eftiahagslegri hagsæld, áður en yfir dundu þau efna- hagslegu áföll og erfiðleikar, sem menn hafa orðið að glíma við undanfarin tvö ár og öllum er kunnugt um. En það er engu líkara en blað Framsóknarflokksins, Tíminn, hlakki sérstaklega yfir þessum áföllum, sem stjórnarstefna fyrri ára er sökuð um. Sérstaklega sýnist Tíminn kampakátur yfir því, að nú sé alvarlega gengið á gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar. Hann sé nú orðinn „eldsmatur" rangrar stjórnarstefnu, — „brunn- inn upp“, eins og blaðið orðar það. Árið 1967, þegar íslendingar urðu að sjá á bak nærri 2000 milljónum króna í glötuðum útflutnings- verðmætum, miðað við fyrra ár, vegna verðfalls og aflabrests, gekk eðlilega á gjaldeyrisforða þjóðarinn- ar, sem lagður hafði verið til hliðar. Hann hefur þurft að koma í stað eðlilegrar gjaldeyrisöflunar til þess að ka«pa fyrir nauðþurftir þjóðarinnar erlendis frá og til þess að endurnýja framleiðslutæki hennar, vélar og tæki. Vegna þessa varasjóðs hefur þjóðin enn ekki orðið verulega vör hinna miklu áfalla, né þurft að tileinka sér lífsvenjubreytingar, svo sem meiri sparnað, minni neyzlu og minni eyðslu, svo nokkru verulegu nemi. Það er t. d. haft fyrir satt, að sumar ferðaskrifstofur hafi í sumar þurft að fullnægja verulega meiri eftir- spurn að ferðum til sólarlanda en undanfarin ár! Hinu má heldur ekki gleyma, að jafnhliða þessum varasjóði átti þjóðin aðra varasjóði, sem viðreisnar- tímabilið hafði látið henni í té. Aldrei fyrr hefur verið keypt til landsins jafnmikið af vélum og tækjum til atvinnuaukningar og aukinnar framleiðni á öllum sviðum, í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og þjón- ustustarfsemi, t. d. flutningum á landi og í lofti með bílum og flugvélum. Á sambærilegu verðlagi aflaði þjóðin árin 1965 og 1966 á þessu sviði helmingi meiri verðmæta en nokkru sinni áður á jafnlöngu tímabili. Það er því fávizka eða ósannindi, þegar látið er liggja að því, að við höfum á viðreisnarárunum aflað gjald- eyrisvarasjóðs í stað framleiðslutækja. Við gerðum hvort tveggja í senn! Ábyrgðarlaust er að tala um, að gialdeyrisvara- <óður þjóðarinnar sé „brunninn upp“, þegar honum hefur einmitt að hluta verið varið sem bjargráðasjóði einu erfiðasta árferði, sem þjóðin hefur orðið að orfast í augu við. Hitt ?r jafnljóst, að gjaldeyrisvarasjóðurinn getur ki nema takmarkaðan tíma gegnt slíku bjargráða- ðshlutverki. Þegar erfiðleikar eru langvarandi, eins . nú hefur orðið raunin á, þarf annað og meira til • koma. Frammi fyrir slíkum vanda stendur þjóðin (t •'l {( I i i) Byltingin / í Irak Nýja stjórnin „vikingasveit i harðnandi baráttu gegn Israel" Hinn 17. júlí var gerð stjóm- arbyltlng í írak og hernaðarlegu stjóminni steypt. Sagt var í fyrstu fréttum um hana, að svo virtist sem hún hefði verið gerð ðn þess til blóðsúthellinga kæmi, en á það voru bomar brigður síðar, en ekki mun þó hafa kom- ið til nelnna verulegra ðtaka. Hernaðarlegu stjórninni var steypt og Abdel Rahman Aref ríkisforseti fékk að fara úr landi eftir frávikninguna og var settur á eftirlaun. Hann haföi að sögn ekki farið fram á annað en aö hann fengi að fara úr landi með fjölskyldu sína. Var þaö veitt. Við forsetaembættinu tók Ahmed Hassan al-Barki hers- höfðingi, sem er leiðtogi hægri fylkingarinnar í Baathflokknum, en hún aðhyllist „pan-arabisku stefnuna" svonefndu. Ýmsir aðr ir liðsforingjar I hernum, sem fylgja Baathistum að málum, voru þátttakendur í uppreist- inni. í frétt frá Amman Sýrlandi til Herald - Tribune segir útsend- ur fréttaritari blaðsins, Joe Al- exis Morris yngri, að pan- arabisku Baathistarnir séu ekki vinsælir I löndum Araba, og allra sízt meðal Baathista I Sýr landi. Eftir valdatökuna fóru hinir nýju leiðtogar hinum háðuleg- ustu oröum um fyrirrennara sína, en mikiivægara telur fyrr- nefndur fréttaritari, aö hinir nýju valdhafar viröast líta á sig sem eins konar víkingasveit í harðnandi baráttu Arabaþjóða gegn ísrael. Hinn nýi forseti talaði digur- barkalega um frelsun Palestínu — „nú, — ekki á morgun“. Hann vítti 14. júll byltinguna, er konungdæmi var upprætt í írak, en I langri röð tilkynninga, Ahmed Hassan al-Bakri. Abdel Rahman Áref. sem útvarpað var, var ekki einu sinni mlnnzt á Sameinaöar arab- iska lýðveldið (Egyptaland) eða á forseta þess Gamal Abdel Nasser. Þess í stað var krafizt fullrar skýringar á því hverjir beri sök- ina af ósigrinum viö ísrael, og gæti þar verið vegið ekki síð- ur að Nasser siálfum en Baath- ista-Ieiðtogum Sýrlands. HELGI VALTÝSSON: Hreindýraveiðar Fækkun tarfanna naubsynleg • Sennilega verða hreindýraveiðar leyfðar í haust. Enda er það nauðsynlegt sökum tarfafjöldans! Þeim hefur aldrei verið fækkað nægilega, og af árlegum kálfafjölda skiptast kynin venjulega til helminga. • TaliS er að í ár séu dýrin 2831 eða um 3000 að meðtöld- um rásdýrum og afföllum I. vetur. Eru tarfar sennilega a. m. k. fullur þriðjungur hjarðarinnar, þ. e. margfalt fieiri en vera bæri! Til vara ætti að ætla hverj- um 100 simlum (kúm) 5 tarfa, þött 2—3 nægi. Ætti því að miða veiðileyfi við áætlaöa tarfafækk- un. Fækkun tarfanna bæri helzt aö haga þannig: Skjóta fjölda elztu tarfanna í leyfisbyrjun, kjötsins vegna (fyrir fengitíma). Elztu tarfarnir eru auöþekktir á fjölda hom-kvíslanna Meginþorra bola-kálfanna ætti helzt ekki að skjóta fyrr en i leyfislok, síðari hluta septem- Það fer ekki hjá þvi, aö hin snögga bylting I írak hafi leitt til þess, að menn hafi farið að hugleiða framtíð annarra Araba- leiðtoga, ekki aðeins sýrlenzkra og Nassers, heldur lika — og sannarlega ekki sízt, Husseins Jórdanlukonungs, en aðstaða hans til þess að halda völdun- um verður — að þvi er virðist — æ veikari. Á það þarf ekki að minna, að framtíð Husseins sem kon- ungs hefir lengi verið óviss. Eitt af verkum hinna nýju manna var að vlkja frá yfir- manni irösku hersveitanna < Jórdaniu, Mahmod Eirein hers- höfðingja. Talsvert mun hafa boriö á óánægju í Irak á undangengn- um mánuðum, og kom byltingin því ekki með öllu óvart. Aref fjrrrverandi forseti þótti ekki sérlega fylginn sér. Hann var bróðir Arefs forseta, er lét lífið fyrir tveimur árum í grun- samlegu þyrluslysi. Róttækir ráöherrar („vinstrisinnamir") höföu Abdel Aref með því er virtist I vasanum, og settu sinn blæ á allt, sem hann gerði. Hann var jafnvel kallaður „fangi" hinna róttæku í stjóminni (a prisoner of the leftists" o. s. frv.) Lesendur em beönir að hafa I huga að sumar upplýsinganna í þessum pistli, era úr grein, sem skrifuð er I Amman, og kann að gæta þar einhverra sýrlenzkra áhrifa. Hinir nýju valdhafar segjast ætla að taka upp gott samstarf við Kúrda, og bæta fyrir fyrri mistök stjómar Arefs, sem sent hefir herlið gegn þeim oftar en einu sinni. a í haust bers, en þá eru þeir venjulega fullvaxta, og kjöt þeirra mjög Ijúffengt. Hér er að vísu sá hængur á fyrir þá veiðimenn sem sækjast eftir hinum glæsilegu horna- krónum gömlu tarfanna, að venjulega eru horn þeirra ekki fullhreinsuð og fögur fyrr en snemma I september. Aðal-ráðunautur ríkisstjórnar- innar á þessum vettvangi er ráðuneytisstj. hr. Birgir Thorla- cius, þaulkunnugur og sérfróð- ur um allt það sem gerzt hef- ir „á hreindýAslóöum" vorum siðan 1939, ásáhit öllum stjórn-. arafskiptum og ráðstöfunum þeirra mála.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.