Vísir


Vísir - 31.07.1968, Qupperneq 9

Vísir - 31.07.1968, Qupperneq 9
VfSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1968. 9 1 \ s s s * Til átthaganna andinn leitar ■ Til er fólk, og það sjálfsagt margt, sem tel- ur að átthagatengsl séu frumstæð eigind, er ekki samrýmist nútímasjón- armiðum eða eigi sér eðlilegan hljómgrunn í ríkjandi þjóðfélagshátt- um. Þar sem ég eða þú erum búsett er heimilið og starfsvettvangurinn, annað skiptir þá sára- litlu máli. Hvort vagga vor stóð vest- ur á fjörðum ellegar austur á Langanesi og barnsskómir slitnuðu þar, hefur þá ekki mikil áhrif á æviskeiðið — sízt til bóta. Víst er ég fús að viður- kenna, að svo huglæg geta átthagatengsl orðið, að þau verði viðkomanda fjötur um fót og valdi rótlausu lífi í hinu nýja umhverfi, hvar starf hans er staðsett. Miklu mun hér ráða hvort samhug- ur skapast milli hinna að- fluttu og þeirra sem heima- vanir eru, og hver aðstaða er til athafna og léttbærra — eða a. m. k. ekki of erfiðra lífskjara, því að flestum er það eiginlegt að óska þess að geta notið þeirra þæginda og þess munaðar, sem tilheyrir söguskeiði samtíðar hans. glampandi skalla — og eldri kvenna, er ennþá skrýðast há- tíðat '.ningi gamalla þjóðhátta. Þetta fólk bregður allt á leik, svo erfitt er að merkja af fóta- burðinum hver flest ár hefur að baki. — Hér má vel sjá að allir finna sig sameiginlega heima. Hinn „rammi safi“ runn- inn frá rótum forna hátta í ein- staklingseðli og félagshyggju, streymir um æöar yngri sem eldri. Ég minnist þess tíma, er gömul kona fædd og uppalin austur á Langanesi, en lifði sín manndóms- og starfsár vestur á Ströndum, og stóð þar fyrir sínum hlut ekki lakar en heima- fædd væri, gældi þann veg við minningu æskustöðvanna, að við kné hennar nam lítill dreng- ur, sem aldrei hafði þá byggð augum litið, svo vel legu og landshætti Þistilfjarðar og Langaness, að þegar hann löngu síðar, sem fulltíða maður. kom á austurbrún Axarfjarðarheiöar og sá þaðan svipmynd sögunn- ar, þekkti hann með nafni hvert það byggt ból, er frá brúninni varð séð. — Þannig er náttúrubarnið. Hörpuskel í hálli fjöru — grænt mosadý viö glaða lækjar- sytru og báruhjal við brimlúða hlein — vakir í vitundinni frá fyrstu skynjun til fölskvaðrar hyggju. — Hér hitti ég að máli Skeggja Samúelsson, einn meöal þeirra fyrstu, er hlut átti að stofnun Átthagafélags Strandamanna. — Hvers viröi telur þú félags- skap slíkan sem þennan fyrir þá, er hans njóta/ Skeggi? — Ég tel, að öll félög, sem byggð eru á réttum grundvelli stefni til menningar. Og um þetta félag er það aö segja, að minningar frá Ströndum og tengslin viö þá byggö er þeim svo mikils virði, sem þaðan eru komnir, að það að hittast, gleðj- ast og njóta sameiginlega þess arfs, sem viö fluttum meö okkur að heiman verða mörgum ó- metanlegar stundir. Það er skoöun mín, að Strandamenn séu hvergi öðrum hverfum til baga, þar sem þeir setjast að og samþýðast um- hverfinu. — Ég hygg, að í þeim flestum sé nokkur kjarni, hvar sem þeir fara. Við dyrnar stendur hár og grannur maöur, brosir til beggja handa og býður gesti velkomna. Hér er Óskar Jónatansson frá Hólmavík. — Hvað segir þú um þessar samkomur, Öskar? — í mínum augum eru þessar kvöldstundir geislar frá fyrri tíö og ljós á leið til framtíöar- innar. Þá tek ég tali Haraid Gr.3- mundsson. Honum hefur um langt árabil verið trúað fyrir lífi og limum æðstu manna þjóðarinnar, og frá fyrstu dög- um Strandamannafélagsins hef- ur hann staði* þar f fylkingar- brjósti. Af þessu má nokkuð manninn marka. — Haraldur, ég vildi gjarnan heyra álit þitt á einum þætti, sem sum áttahagafélög hafa gert að stórum lið í starfssemi sinni, en það er útgáfa ýmiss konar sagna, fróðleiks og heimilda af því sögusviði, sem félaginu er markaður bás. — Ég lít svo á, aö slík starf- semi sé hagnýt og geti verið mikill menningarauki, ef vel er meö farið. Víst má telja, að eidra fólkið á Ströndum, ekki síöur en annars staðar, eigi i fórum sínum fróðleik og fornar minjar. Sé þessum verðmætum ekki haldið til haga og bjargað frá gleymsku eöa glötun, tel ég að merkir þættir þjóðarsögunn- ar mundu fara forgörðum, og ég er ekki viss um að þeir verði að fullu bættir með síðari tíma sögnum, þótt skráöar yröu. Félag okkar hefur ákveðið að taka þessi mál til yfirvegunar á næstu dögum og vonandi fæst jákvæð niöurstaða. Ennþá er dansinn fjörugur og viðræöur léttar og glaðar, þótt liðið sé fram um miönætti. Þarna sé ég bregða fyrr grannri teinréttri konu, sem klædd er að þjóðlegum fslenzkum fyrri tíma hætti. Væri það ekki hinn föli'haddur, þá mundi ég full- yrða, að hún væri ennþá á létt- asta skeiöi. — Nei, hún á aö baki 8 tugi ára, — ef til vill dansað i fyrsta skipti á alda- mótadansleik. Hún verðut kannski fáanleg síðar til að bregða upp einhverju leiftri frá langri leið, þótt hún vilji hafa hijótt um sig núna. — Hvað nú? — Er þetta fólk ekki utangarös í algildu nútíma- þjóðfélagi? — .Li, alls ekki. — Þetta er fólkið, sem ekki vill rifna frá rót, þótt nýir sprotar vaxi við breyttar aðstæöur. — Það vill þekkja og muna verðmæti þess, sem var — þess, sem er, og koma skal. Þ. M. s % \ s llESIHDUR I | UM DBSIfl | ÞAÐ ERU LESENDUR, sem hafa orðifí í bessum bætti okk ar, sem birtist eins oft op efni gefst til. Margir skrifa oKkur stutt og eóð bréf. en listin að segia frá 'ír að vera tuttorður om eagnorðu> eins og forfeður vorir, ber'a* beir rituðu Islendingasöqurn ar. Bréf tii okkar e!<»a að send ast til eftirfarandi heimilis- fangs: Dagblaðið Vísir, „Les- endur hafa orðið“, Laugavegi 178, ’íevkiavik. Fjölskyldan skemmtlr sér. Bréf hefur borizt frá B. K um hinar ýmsu sumarhátíðir, sem fram fara um helgina á a. m k. 4 stööum, allar meira og minna „stílaðar" upp á Reykja- víkuræskuna. Honum lízt vel á mótið í Húsafellsskógi og segir m. a.: „Mér lízt vel á þaö sem gert hefur verið við Húsafell af æskulýösleiötogunum, Vilhjálmi Einarssyni og Höskuldi Goða Karlssyni. Blaö eitt fjasaöi mikið um stórgróöa eftir síðasta mót, en það fé hefur verið notað vel. m. a. til aö bæta staðinn og' gera hann vistlegri. Það er rétt sem Vísir sagði á dögunum að foreldramir verða að nenna aö skemmta sér með börnum sfn- um. Ég held að þaö sé algjör óþarfi að láta myndast svo stórt skarö milli þeirra fullorðnu og unglinganna, eins og raunin hef- ur oröið á í svo allt of mörgum tilfeiium. Einfaldlega: NENNIÐ að vera meö börnunum og setja ykkur inn f þeirra hugsunarhátt. Þess vegna held ég að hugmynd in hjá þein. í Húsafellsskógi sé mjög athyglisverð." „EIli þú ert ekki þung ...“ „Þakka þér Vfsir fyrir grein- arnar um Elli og hrörnun og „Elii, þú ert ekki þung ..sem birtust í blaðinu 23. og 25. júlí s.l. Þetta voru ágætar greinar og mættu fleiri í sama dúr birt- ast hjá ykkur. Nú er málum svo komið að mönnum er ffraö úr stöðum sínum af þeirri ástæðu einni að þeir eru orðnir 65 eða 70 ára, þó svo að þeir hafi fulla starfshæfni, eins og ég fullyrði að margir hafi þrátt fyr- ir að hafa hjaraö svo mörg ár. Brátt verður starfsævi manna 100 ár, fullyrðir m-rkur vísinda maður í greininni. Hvað á þá að verða um menn eftir 70 ára ald- urinn hér á landi?“ — G.S. TVTú veröur því heldur ekki neitaö, að tryggð til heima- haga, ættarbyggðar og fomra hátta, hefur öörum fremur mátt til að skapa órofa tengsl milli kynslóöanna og léttir mörgum leiðina síðasta áfangann. Að svona er, sézt bezt á því hve margt fólk, sem flutt hefur úr strjálbýli landshornanna, mynd- ar me^ sér hin svokölluöu átt- hagafélög. Tilgangur þeirrar starfsemi er fyrst og fremst fólginn í því að öðlast sameiginlegar stundir, rifja upp gömul kynni frá slóð- um, þar sem menn og konur áttu sitt heima áöur fyrr — lita í ljósi hins nýja tíma unga fólkiö, er upp vex í allt öðru umhverfi, við ólík skilyrði og til annarra lífshátta. — En hver veit. — Ef til vill er svip- leiftur tilfinninganna ekki eins ólíkt og margur heldur. I kvöld eru það Strándamenn, sem skemmta sér í Skátaheimil- inu. Margir mættir, allt frá ungu fólki, sem tæplega er enn- þá vaxið upp úr fermingarföt- unum, til öldunga er kemba hvítar hærur eða gæla við Leikfangagjöf til 30 heyrnarskertra barna rætt við Brand Jónsson, skólastjóra Heyrn- leysingjaskólans 30 fjögra ára heyrnarskert börn bætast Heymleysingja- skólanum í haust. Fyrir skömmu fékk skólinn gjöf í því tilefni, 10 þúsund kr„ sem bandarískar sendiráðskonur söfnuðu og gáfu. Talaöi blaöið við Brand Jónsson, skólastjóra i sambandi við gjöf- ina. — Þessir peningar eru ætlaðir til þess að kaupa leikföng handa litlu börnunum, sem koma í haust. — Hvernig stendur á þess- ari miklu og skyndilegu aukn- ingu í skólanum? — Ég tel hana afleiðingar seinasta faraldurs rauðra hunda, sem gekk hér fyrir fimm árum, og væri óskandi að það kæmi aldrei fyrir aftur. Svona aukn- ingu má skólinn alls ekki við og verður ekki bjargað nema ggður verði nýr skóli í stað r-jS að troða veröur börnunum alls staðar. Nú er aöeins hugs- að um það aö bjarga málunum ár frá ári. — Hvað teljið þér aö hægt sé að gera til þess að slík aukning komi ekki fyrir aftur? — Það veröa læknar aö skera úr um. Talið er aö rauöu hund- arnir séu einkum hættulegir fóstrum á fyrstu þrem mánuð- um meðgöngutímans. Það á að leyfa konum aö fá eyðingu á 13. síða. Sendiráðskonur gefa til mannúðarmálefnis. Á myndinni eru frá v. Soffía Kofoed-Hansen kennari, Brandur Jónsson skólastjóri, frú Roivaag og frú Low, sem afnendir gjöfina.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.