Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 16
fvar Eskeland deilii á norska útvarpið Miklar deilur hafa risiö um norska ríkisútvarpið. Ivar Eskeland, sem íslendingar þekkja sem fram- kvæmdastjóra Norræna hússins og af mörgu ööru, hefur nú ritað bök um þetta efni. Hún nefnist „Rapp- ort om NRK“, eða skýrsla um norska útvarpið. Þar deilir hann á ástandið og kemur með tiilögur til úrbóta. Ivar Eskeland var fjögur ár formaður útvarpsráðs, unz hann flutti til Islands. Hann er því hnút- um kunnugur í þessum efnum. HESPULOPINN OG LOPAPEYSAN NJÓTA VINSÆLDA ERLENDIS Lopapeysan „lúxusvara" — Miklir sölumöguleikar i Bandarikjunum ■ islenzkar ullarvörur vinna sér nú óðum markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. íslenzkar lopapeysur og nú síðast hespulopi virðast ætla að vinna sér vinsældir. Einkanlega 3ru Bandaríkin opin fyrir þessari tegund vöru. Álafossverksmiðj- urnar hafa gert samning um sölu á 3'/2 tonni af hespulopa til bandaríska fyrirtækisins Reynolds Yarn Co. núna nýlega en í haust er leið var samið um sölu á 12 tonnum hespulopa á Evrópumarkað aðallega til Norðurlandanna. Álafossverksmiðjurnar hafa nú 20-30 „módelprjónakonur" að starfi, en þær prjóna lopa- peysur eftir Álafossmunstrun- um en þær peysur eru ekki til söilu á almennum markaði held- ur fylgja sem sýnishorn til þeirra verzlana er hafa hespu- iopann til sölu. Islenzkur heimilisiðnaður hef- ur selt lopapeysur til útflutn- ings undanfarin ár og er mikil aukning á sölunni í ár. Selur íslenzkur heimilisiðnaöur lopa- peysur í stórverzluninni Macy’s í New York og útibúum hennar víða um Bandaríkin. Þá er það fyrirtækið Hilda, sem selt hefur íslenzkar lopa- peysur til Bandaríkjanna s.l. sex ár. Á sl. ári voru seldar um 7 þúsund lopapeysur í nær öllum ríkjum Bandaríkjanna og er vaxandi áhugi á lopapeysun um. íslenzku lopapeysurnar eru yfirleitt seldar á 35—40 doll- ara stykkið og tilheyra „lúxus- vöru." »->• 10. síðu. Óhagstætt veður á síldarmiðunum í nótt — 7 skip fengu 860 tonn Nýr forstjóri Álafossverksmiðjunnar Eins og áður hefur komið fram f Vísi hafa undanfarið farið fram athuganir á vegum Framkvæmda- sjóðs, á hvem hátt mætti komá rekstri Álafossverksmiðjunnar á viðunandi grundvöll. Hefur Pétur Pétursson, því nú verið ráðinn for- stjóri verksmiðjunnar í umboöi Framkvæmdasjóðs, meðan þessar athuganir fara fram. Veðrið á síldarmiðunum var frem ur óhagstætt í nótt, SA gola og nokkuð kalt. Sjö skip fengu 860 tonn og verður það að teljast held- ur léleg veiði. Síldin hreyfist lítiö úr staö, en þeir bátar sem fengu afla í nótt voru: Helga RE 40 t., Súlan EA 200, I-Iarpa RE 160, Bjartur NK 110, ísleifur 4. VE 130, Tálknfiröingur DA 60 og Heimir SU 160 tonn. Einnig fékk Óskar Magnússon sæmilegan afla og Jón Finnsson fékk 40 tonn, en báöir þessir bátar fara meö aflann í salt. ' s : ' i : I Kringlumýrarbraut malbikuð Undanfarið hefur veriö unn- ið að malbikunarframkvæmdum á Kringlumýrarbraut, sunnan Hamrahliðar. Þar hafa og staöið yfir framkvæmdir vegna flutn- ings hitaveitustokksins, en hann þarf að grafa í iörðu, undir væntanlega akbraut. Áður hefur verið skýrt frá þvi hér í Vísi, að áformað er að mal bika aðra akbraut af tveimut. alla leið frá Borgartúni suöur að Sléttuvegi í haust. Þó er Kringlumýrarbrautin tvær ak- brautir á kaflanum milli Suöur- landsbrautar og Hamrahlíðar, eins og flestir vita. I haust verð- ur sem sé unnt að aka eftir Kringlumýrarbraut frá Borgar- túni og suður í Fossvog, og mun þetta verða mikil samgöngubót, og létta mjög álagið á Mikla- torgi á mestu umferðartímuiv dagsins. Krakkarnir ólu sjálf upp kálfa — keppa um verðlaun á landbunaðarsýningunni 3 • Margt skemmtilegt mun ger- arnir ellefu munu koma með 3 ast á landbúnaðarsýningunni, kálfa sína á landbúnaðarsýning- » sem senn fer að hefjast. Er ekki una í Laugardal og leiöa þá í að efa, að Reykjavíkurböm dómhring. Verða þau öll eins munu hafa yndi af ýmsu þar. klædd. Hæstu verðlaun eru 10. Eitt margra atriða, sem mun 000 krónur. Tekið verður tillit gleðja börnin, er keppni um upp- til byggingarlags kálfanna, tamn eldi kálfa. Tólf unglingar á Suð- ingar, framkomu unglings og urlandi fengu sér kálfa, sem þeir dagbóka og skýrslna, sem börn- tóku að sér að ala upp sjálfir, og in hafa fært um tamninguna mátti enginn annar koma þar af mikilli nákvæmni. Þetta er nærri. aðeins eitt af mörgum slíkum Einn heltist úr lestinni, þar smáskemmtilegum sýningaratrið sem honum fannst kjánalegt að um þessarar merku sýningar. — bursta og kemba kálfi. Krakk- Sýningin hefst 9. ágúst. Kringlumýrarbrautin nýja, sunnan Ham.ahlíðar. Akbrautin til hægri er maibikuð. Nýr hreínsunar- bíll borgarinnar kominn Fyrir nokkru kom hingað til lands háþrýstibifreið, búin úðunar- og hreinsunartækj- um, og er bifreiðin, f eigu Reykjavikurborgar. Innan \ skamms mun bifreiðin taka 4 til starfa og því megum við eiga von á enn fegurri og - hreinni borg en hingað til. \ Bifreið þessi er hin fyrsta t sinnar tegundar hér á landi en j erlendis eru slíkar bifreiðir al- gengar. Þykja þær þar gegna ‘ hinu þarfasta hlutverkí og spara I margar hendurnar við hreinsun- ina. Þær eru fljótvirkar, þeim er ’ ekið um, og sprautað úr þeim ‘ framfyrir og þannig „reka“ þær | ruslið á undan sér. ión Leifs lótinn i í gær andaðist á Landspítalanum ' Jón Leifs, tónskáid, 69 ára að aldri. : Jón Leifs var eitt mesta tónskáld i okkar og starfaði mikið aö félags- [ tnálum tónlistarmanna. Hann fæddist 1. maí 1899 aö Sól- heimum í Svína atnshreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Faðir hans var Þorleifur Jónsson, bóndi og alþing- ismaður, sem síðar varð póstmeist- ari í Reykjavík. Móðir Jóns var Ragnheiöur Bjarnadóttir. Jón Leifs lauk prófi úr 4. bekk Menntaskól- ans í Reykjavík og hélt þá til Leipzig í Þýzkalandi, þar sem hann lagði stund á tónlistamám. Dvaldist hann lengst af í Þýzka- landi í um 30 ár. Jón Leifs stofnaði ýmis samtök I m->- io. síöu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.