Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 31. júlí 1968. 3 — Heimsókn í afgreiðslu Semenfsverksmiðjunnar í Ártúnshöfða Lausu sementi dælt í land, Lausu sementi dælt á flutningabílana, Tjað var í lok marzmánaðar í vor, að afgreiðsla Sements verksmiðju ríkisins var flutt inn í Ártúnshöfða. Voru það mikil viðbrigði, þvf aö fram að þeim tíma hafði verksmiðjan verið á hálfgerðum hrakhólum með aö stöðu, og því ekki notið þess, að hafa fastan, ákveðinn sama stað, sem var í samræmi við auknar kröfur. En í lok marz var unnt að prófa hin fullkomnu losunártæki Sementsverksmiðj- unnar þar, og afgreiösla á sem- enti er þar í fullum gangi. Það er ferjan frá Akranesi, sem annast flutningana á sem- entinu ofan af Skipaskaga. Venjulega nægir vegna eftir- spurnar að flytja einn skipsfarm á dag, þ.e. um 350 lestir. Er sementið flutt annars vegar í umbúðum, og hins vegar laust. Lausa sementinu er blásið eftir leiðslum í tvo 35 metra háa gevmslutuma, sem hvor um sig tekur 4000 lestir. Pakkaða sem- entið er flutt í birgðageymslu. Dr. Jón Vestdal segir, að mikill sparnaður sé f því að kaupa sementið í lausu formi, fyrir kaupandann. Sagði dr. Jón, aö umbúðakostnaður um 1 lest af sementi væri á annað hundr að krónur. Kaupandinn sparaði sér að sækja pokana, opna þá, og flytja þá á brott frá vinnu- stað. Auk þess tapaðist um 2% af innihaldi þeirra við opnun, sementiö rykast brott. Sementið er selt til smærri aðila í pökkuðu formi, en til stærri aðila i lausu. Sem dæmi um hina síðar nefndu er t. d. Straumsvík, Þjórsárvirkjun við Búrfell, steypustöðvarnar f Revkjavík og nokkrir aðrir að- ilar. Lausa sementið er flutt til kaupenda f sérstökum tankbif- reiðum og tekur hver bifreið 21 lest af lausu sementi. Ferming og afferming hverrar bifreiðar gengyr fljótt og ör- ugglega fyrir sig. Tekur aðeins 15 mfnútur að ferma hverja bif- reið, og um 20 mfnútur af af- ferma hana. Síðan er bifreiðin vigtuð nákvæmlega á fullkomn- ustu og stærstu vog landsins, sem þarna er innfrá. Getur hún vigtaö allt að 60 le<ita þunga hluti, og stimplar þungann á sér stök kort, sem sett eru í vigt- 1 skemmunni, þar sem pakkaða sementið er geymt. Pokarnir settir á færiband. ■....................................................... ................................................................................................................. • •; Við meðferð og flutning á sem ent’nu þarna inni í Ártúnshöföa er þess sérstaklega gætt, að ekki myndist ryk við það. Blaða maður, sem þarna var á ferð, sá það, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að koma i veg fyrir rykmyndun bera góð- an árangur, þvf að ryk þama af vöidum sements er varla sjá- anlegt. MYNDSJ ■ Bifreið á vigtinni. í baksýn sjást geymarnir stóru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.