Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 2
30 DV. LAUGARDAGUR 5. JANUAR1985. Afmælisbarn vikunnar Afmælisbarn vikunnar er Kristín S. Kvaran og á hún afmæli í dag. Hún er fædd 1946. Hún er fóstra aö mennt og 1. landskjörinn þingmaöur. Hún er kjörin á þing sem frambjóðandi fyrir Banda- lag jafnaöarmanna. Hún hefur veriö í fríi undanfariö. I afmælisdagabókinni stendur: Hreinskilni, góðvild og ást á bömum eru einkenni þeirra sem fæddir eru í dag. Heimilislifiö er þeim mikilvægt. Þeir eru sannleikselskandi en geta átt til aö vera hlutdrægir í áliti sínu á kunningjunum. Þeir þurfa aö þroska meö sér þolinmæði. Bindismet Líklega vill Hallvor Heggtveit ekki hafa mikiö með slifsi aö gera í nánustu framtíð. Hann hefur fengiö nóg af þeim. Það mætti allavega ætla þvi fyrir skömmu fékk hann 1400 stykki. Hann rekur verslun og hvatti fólk til aö koma með gömul bindi til sín. Fyrir hvert bindi fékk síðan hver og einn 40 króna úttektarmiöa. Það er skemmst frá því aö segja að til hans streymdu bindi úr öllum áttum. Þau uröu að lok- um 1400 og í öllum regnbogans litum. Hann gerir sér nú vonir um aö kom- ast i heimsmetabókina. Hann ætlar að láta vefa teppi úr bindunum. Fyrra metið er teppi úr 800 ■ bindum. Það var 7,9 metra langt og 1,3 metrará breidd. Fleiri morðtilræði Amerískir stjörnuspámenn spá því að á þessu ári muni ríöa yfir mikil bylgja drápstilrauna. Meöal þeirra sem þeir telja að ráðist veröi á er páf- inn, Reagan, Thatcher og meölimir úr bresku kóngaf jölskyldunni. Þeir hafa varaö Reagan viö forseta- vígslunni sem veröur nú í janúar. Þeir segja reyndar aö CIA muni komast aö því í tæka tíö aö einhverjir sækist eftir lífi forsetans viö þetta tækifæri. Hins vegar mun draga til tíöinda í þessum málum seinna í vor. Þá segja pessir spekingar aö nýr leiðtogi muni taka við í Kreml. Meira verður um hamfarir á árinu. Þá er ljóst að Diana mun bera sigur af hólmi í sambandi við uppeldi á litla prinsin- umHenry. Svo benda stjömur á að bæði franski forsetinn og vestur-þýski forsætisráð- herrann veröi aö segja af sér á þessu ári. ALGJÖR ALBERT „Ert þú algjör Albert?” er nýtt oröa- tiltæki sem virðist vera aö festast í mállýsku skólabama. Eins og flestir vita er mjög blómlegt mál sem þróast í skólum hér á landi. Sérstaklega á þetta viö um þéttbýlið. Þar eru mörg orðatil- tæki sem böm nota en foreldrar eiga í miklum erfiöleikum meö aö skUjja. Þetta meö Albert er sagt þega r menn erualgjörirafglapareöa „algjörir”. HEIMSMET HEIMSMEISTARA Vafasöm aftaka Aftaka Alpha Otis Stephens var rnikiö hneyksU fyrir rUcisfangelsiö í JacksoníGeorgia. Hann var dæmdur í rafmagnsstól- inn. I tvær mínútur var settur á hann 2000 volta straumur sem á að vera nóg til aö eyða lífi. Sex mínútum seinna var hinn dauðadæmdi enn á lifi. Enn einu sinni var straumurinn settur í gang. Þaö var ekki fyrr en eftir 20 mínútur sem fangelsislæknirinn gat staöfest aö Alpha væri látinn. Hættulegt vodka Rétt fyrir jól vom tvær rússneskar vodkaflöskur sprengdar í loft upp í Washington. Það vom sprengjusérfræðingar í bandaríska hemum sem sprengdu þær. Flöskurnar vora jólagjafir frá rússneska sjóhernum og grunur lék á því að þetta væm tvær litlar sprengjur. Svo reyndist ekki vera og allt vodkað fór til spillis. Hræðilegt heimsmet Mexíkanskur vömbílstjóri setti ný- lega óhugnanlegt heimsmet. Hann missti stjórn á stórri bifreið sinni og ók inn í trúarhóp sem var meö útisam- komu. Viö þaö létust 19 menn og 30 særöust. „EFTIR TÍU ÁR SVELTUR ENGINN... Um þessar mundir heyrum viö mikið um hungur í Afríku. Þetta er ekki nýtt vandamál. A seinasta ári og á þessu nýja ári líka er taliö aö hvem dag fái 500 þúsund manns ekki magafylli. Um 40 þúsund börn deyja daglega vegna næringarskorts. Fyrir tíu árum sagði Henry Kissinger á heimsmatvælaráöstefn- unni: „Eftir tíu ár munu engin böm leggjast til svefns hungmö.” A þessu ári vogar sér enginn aö segja þessi orö. I mesta lagi vona menn aö eftir tíu ár verði færri sem svelta. Nú er Eþíópía mikiö í fréttum. En því miöur er þaö ekki eina landiö sem líöur skort. Talið er að um þess- ar mundir séu þaö 35 milljónir sem þurfa nauösynlega hjálp. Sagt er að þessir langvarandi þurrkar í Afríku hafi leitt til verstu hamfara í þessum heimshluta. Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að heimsmeistaraeinvígið í skák er farið að dragast á langinn. Kasparov og Karpov settu heimsmet þegar þeir voru búnir að tefla 34 skákir. Fyrra metið er frá árinu 1927. Þá varö Aljechin aö tefla 34 skákir viö þá- verandi heimsmeistara, Capablanca. Hann vann 6—3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.