Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 5. JANÚAR1985. 47 <£ARTfi Walt Disney kvikmyndaf yrirtækið hef ur snúið vörn í sókn og haf ið f ramleiðslu kvikmynda sem hættar eru að falla undir f jölskylduhugtakið Þaö má segja aö þaö sé árlegur at- burður hér í kvikmyndahúsum borg- arinnar aö einhver endursýnd mynd frá Walt Disney-kvikmyndageröar- félaginu skjóti upp kollinum. Þetta er mjög eölilegt þar sem Walt Disney hef- ur skapað margar ógleymanlegar teiknimyndapersónur eins og Mikka mús og Plútó. 1 55 ár hefur nafn Walt Disneys veriö nátengt hugmyndum markaöi einnig nýja braut þegar hann hóf aö selja ýmsar neysluvörur sem voru tengdar teiknimyndahetjum hans. Má þar nefna skyrtur, tannbursta og úr sem voru merkt í bak og fyrir meö t.d. Mikka mús. Hápunkt- urinn var þegar hann byggöi Disneyland þar sem hluta þess er skipt niöur í minni einingar sem tengdar eru k vikmyndum hans. semþeirhafs söngva- og dansmyndarinnar Popeye um hina frægu teiknimyndafígúru. Síðan fylgdi galdramyndin Dragon- sleyer en líkt og áöur nutu þessar myndir ekki jafnmikilla vinsælda og ætlast var til. Aöaltekjur Disney-kvik- myndaversins voru fyrir gamlar myndir sem höfðu verið dregnar fram í dagsljósið og dustaö af rykið. Sem dæmi um hve kvikmyndadeild þeirra UMBROTASAMIR TÍMAR Hvað varö af hinum góða starfsanda innan Disney-fyrirtækisins? Ein nýjasta myndin sem Walt Disney-kvikmyndaveriö stendur aö er myndin COUNTRY með Jessica Lange og Sam Shepard í aöalhlutverkum. manna um góöa fjölskylduskemmtun, annað hvort í formi kvikmyndar eða sem heimsókn á einhvern skemmti- garð og útivistarsvæði sem Walt Disney-félagiö hefur látiö gera. Hver man ekki eftir auglýsingum íslenskra dagblaöa þar sem Walt Disney-myndir voru auglýstar sem „skemmtun fyrir allafjölskylduna”? En fyrirtæki á borö viö Walt Disney- kvikmyndaverið þarf fleira en aö endursýna myndir til aö geta dafnað og stækkaö. Undanfarin ár hafa verið því erfið í skauti því aðsókn aö skemmtigöröum þeirra hefur staöið í staö og kvikmyndadeildin hefur tapaö miklum fjármunum vegna mynda sem gerðar voru og enginn vildi sjá. Auk þess hefur verið hart barist bak við tjöldin um völd í Walt Disney-fyrirtæk- inu sem hefur gert stjórnendum þess enn erfiöara fyrir að leysa öll þau vandamál sem blasa viö. Erfið ár Astæðuna fyrir lélegri útkomu hjá Walt Disney-fyrirtækinu má rekja til 20 ára tímabils sem einkenndist af getuleysi og hikandahætti stjórnenda þess. Þetta á þá sérstaklega viö um þá deild sem framleiöir kvikmyndir. Walt Disney, er stofnaöi fyrirtæki sitt upp úr 1920, stjómaði því af mikilli rögg- semi og dafnaði þaö vel undir fram- sýnni og dugmikilli stjórn hans. Þegar Walt Disney lést 1966 myndaðist áöur- greint tómarúm. Svo virðist sem stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki fylgst meö þeim breytingum sem voru aö gerast í þjóöfélaginu og haldiö aö gamla formúlan sem Disney haföi not- aö meö góöum árangri myndi gilda um ókomna tiö. Disney sjálfur haföi lagt grunninn að þeirri framtíöarborg sem Disney-fé- lagið byggöi og nefnist Epcot Center. Síöan hefur fátt nýtt komið fram hjá Walt Disney-fyrirtækinu. Er þetta mjög sorglegt þar sem Disney-fyrir- tækiö varð fyrst til aö framleiða teikni- myndir með samhæfðum tóni, fyrst til að framleiða teiknimynd sem var í lit og einnig má segja aö Disney-félagið hafi rutt brautina fyrir því að gera teiknimynd í fullri lengd. Walt Disney Kvikmyndadeildin En lítum aöeins nánar á kvikmynda- deild fyrirtækisins. Eftir aö Walt Disney féll frá hélt kvikmyndaver hans áfram á sömu braut og hann haföi markað, þ.e. aö framleiöa myndir sem höfðuöu til allrar fjölskyldunnar. Fyrstu árin gengu mjög vel, ekki síst vegna þess aö einhver hugvitssamur handritahöfundur haföi komið fram meö tillögu um að gera kvikmynd um lítinn fólksvagn sem væri gæddur mannlegu eðli. Þannig varö til myndin The Love Bug sem varö söluhæsta myndin 1969. En árið 1976 gerðist það í fyrsta sinn í 9 ár aö tekjur vegna sölu kvikmynda minnkuöu miðað viö áriö á undan. Svo virtist sem gamla formúlan gengi ekki lengur. Ákveöiö var því aö kynna „nýja Disneylínu” og fólst hún í þvi að reynt var að höföa til eldri og breiðari aldurshóps. Þessi ákvöröun var tekin með þaö í huga aö á síðastliönum 20 árum haföi börnum á aldrinum 5—13 ára fækkaö úr 18,2% niður í 13,6% af bandarísku þjóðinni. Ein fyrsta myndin sem gerð var eftir þessari nýju línu var Peter’s Dragon og Freaky Frlday sem Barbara Harris og Judy Foster léku í. En þessi lína virtist held- ur ekki ætla að veröa vinsæl. Þaö var e.t.v. vegna þess aö á svipuðum tíma kom ný tegund fjölskyldumynda fram á sjónarsviðiö meö stjörnustríðs- myndir Georges Lukas í fararbroddi. Svo virðist sem Disney-kvikmynda- verið hafi ekki fylgst nógu vel með og séö hver þróunin var. Þaö var ekki fyrr en 1979 aö kvikmyndaveriö ákvaö aö taka þátt í leiknum og gerði sína dýrustu mynd sem gerðist um borö í geimskipi úti í himingeimnum og hlaut nafniö The Black Hole. En Disney- kvikmyndaveriö kom of seint meö þetta framlag sitt og því náöi þessi mynd ekki þeim vmsældum sem menn höföu gert sér vonir um og nauðsynleg- ar voru til að ná inn kostnaði. Breyting á stjórn Disney-kvikmyndaveriö reyndi síðan næst fyrir sér í samvinnu við Paramount-kvikmyndaveriö með gerö gekk illa þá voru tekjurnar af henni 1979 20% af öllum tekjum fyrirtækisins en 1983 eöa fjórum árum síðar var tapiö um 33 milljónir dollara. Þar munaði mest um myndirnar Something wicked this way comes og Throne sem báöar voru mjög dýrar en genguilla. Nú virðist ætlunin aö hleypa nýju blóði í kvikmyndadeildina. 1983 var ráöinn sem framkvæmdastjóri kvik- myndaversins Richard Berger sem áður starfaði sem yfirmaður hjá Twentieth Century Fox-kvikmynda- verinu. Hans tillaga var aö stofna nýja einingu sem skýrð var Touchstone Films. Berger fékk fyrirskipun um aö framleiöa kvikmyndir fyrir eldri áhorfendur en á sama tíma aö viðhalda ímynd Walt Disneys út á viö. Disney-félagið haföi einnig nýlega stofnaö kapalrás sem nefnist Disneý Channel og ætlunin er aö sýna myndir þeirra á þeirri rás. Því miöur hefur þessi rás heldur ekki gengiö eins vel og menn vonuöu. Betri tímar Ein af fyrstu myndunum er Touch- stone Films-deildin framleiddi var hin gífurlega vinsæla mynd Splash sem sýnd var nýlega í Bíóhöllinni. Myndin varð vinsæl og gekk vel vegna þess aö hún var gerð eftir góðu handriti, góðir leikarar voru í öllum hlutverkum og góð leikstjórn. Þótt Splash gengi vel þá voru aðstandendur kvikmyndaversins hikandi en eftir aö næsta mynd á eftir, Never Cry Wolve varö næstum því jafnvinsæl og Splash þá fór aö lyftast á þeim brúnin. Nú er stefnan oröin sú hjá fyrirtækinu aö Walt Disney-kvik- myndaverið framleiöir kvikmyndir sem höfða til allrar fjölskyldunnar en Touchstone Films-deildin framleiöir myndir sem höfða til eldri áhorfenda- hóps. Samt sem áður er þess gætt aö myndir frá Touchstone séu ekki of blóðugar né klámfengnar. „Viö myndum aldrei gera eins blóðuga mynd og Scarface,” var haft eftir aðstoðarmarkaðsfulltrúa fyrirtækis- ins. „Við viljum gera kvikmyndir sem eru álíka og Ordinary People, Kramer Vs Kramer, The Right Stuff og The Big Kill.” En þaö eru ekki allir jafnsannfæröir um aö Disney-kvikmyndaveriö sé á __ réttri leið þó að þaö sé farið að græða peninga aftur. Margir segja aö vel- gengni þess með Splash myndina sé líklega það versta sem gat komið fyrir kvikmyndaverið. „Þegar öll önnur kvikmyndaver eru aö reyna aö gera kvikmyndir fyrir börn eins og t.d. Star Wars og E.T. þá er Walt Disney-kvik- myndaveriö aö reyna að fara í hina átt- ina. Ástæðan fyrir því aö myndir þess gengu illa áður fyrr var ekki sú aö þær báru merki Disney. Þær uröu ekki vinsælar vegna þess að þær voru ekki geröar í anda Walt Disneys. Heldur þú t.d. aö fólk heföi ákveðið að sjá ekki Star Wars ef hún heföi verið gerö af Walt Disney?” Þetta eru rök þeirra sem halda aö Disney-kvikmyndaverið sé ennþá á rangri hillu. Það nýjasta í pokahorninu hjá Walt Disney er kvikmyndin Retum To Oz ásamt myndinni The Black Cauldron. Þessar myndir munu skera úr um þaö hvort þessi breyting á stjóm kvik- myndaversins sé aö skila sér eða hvort vinsældir þessara mynda frá 1983 hafi verið tilviljun ein. Walt Disney-kvik- myndaveriö er einnig aö gefa mörgum nýjum leikstjórum tækifæri til að spreyta sig og er þaö vel. Einnig hefur heyrst nefnt að einn af þekktustu leik- stjómm Hollywood, sjálfur Steven Spielberg, hafi gefiö vilyrði fyrir því að leikstýra einni Walt Disney-mynd. Það verður því gaman að fylgjast meö hvaö gerist hjá Walt Disney-fyrirtæk- inu á næstunni og hvort því tekst aö snúa vöm í sókn. Hvað sem gerist þá munu hinar gömlu teiknimyndir þeirra ieins og Fantasia.og Mjallhvít og dverg- .arnir sjö lifa í hug og hjarta okkar um ókomna framtíð. -Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.